Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 44

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 44
Ahrif erfða og fóðrunar á efnainnihald og vinnslueiginleika mjólkur Fyrr á þessu ári var hafist handa við rannsóknaverkefni sem fjallar um efnainnihald og vinnslueiginleika íslenskrar mjólkur, með sérstakri áherslu á prótein. Verkefnið er unnið í sam- starfi þriggja aðila, þ.e. Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri og Samtaka afurðastöðva í mjólkur- iðnaði með stuðningi frá Tækni- sjóði RANNÍS og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Markmið verkefnisins er að kanna helstu erfða-, fóðrunar- og umhverfísþætti sem hafa áhrif á efnasamsetningu og vinnslueigin- leika kúamjólkur og þar með verð- mæti hennar bæði fyrir framleið- anda og vinnslustöð. Sömuleiðis að mynda grundvöll að þekkingu á eiginleikum íslenskrar kúamjólkur svo að hægt sé að bera hana saman við erlenda mjólk ef til samkeppni kemur um sölu á mjólkurvörum á innlendum og erlendum mörkuð- um. Tilefni rannsóknanna er lækkandi próteinhlutfall í innveginni mjólk á undanförnum árum sem veldur verðrýmun á mjólk bæði til bænda og hjá vinnslustöðvum. Auk þess er almennt mjög nauðsynlegt að afla nánari þekkingar um efnainni- hald í íslenskri mjólk en rannsóknir erlendis beinast nú mjög að sam- setningu bæði fitu og próteins í mjólk og samhengi einstakra efna við vinnslueiginleika og hollustu mjólkurafurða. Áætlað er að verk- efnið taki þrjú ár og eru helstu verk- þættir eftirfarandi: 1. Söfnun upplýsinga hjá bændum og úrvinnsla úr þeim. Einstök bú verða skoðuð m.t.t. þróunar eftir Braga L. Ólafsson, Emmu Eyþórsdóttur, og Jóhannes Sveinbjörnsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og sveiflna í efnainnihaldi mjólkur og leitast við að leggja mat á þær ástæður er liggja að baki breytileika á efnainnihaldi í mjólk. Valin verða kúabú þar sem próteinhlutfall/-magn hefur haldist óbreytt undanfarin ár og bú þar sem prótein í mjólk hefur hækkað eða lækkað. Kannað verði á þessum búum hvort fóð- uröflun hefur breyst, hvernig fóðrun er háttað sem og önnur meðferð kúnna. Einnig verður skráð undan hvaða nautum kým- ar em. Þessar upplýsingar verða notaðar til að meta líklega áhrifaþætti sem valda breyting- um á próteinmagni og/eða -hlut- falli. Búin verða einnig valin m.t.t. þess að sem nákvæmastar upplýsingar fáist um fóðuröflun, fóðrun, aðbúnað, burðartíma, nyt, efnainnihald mjólkur o.s.frv. Leitast er við að fá upplýsingar frá kúabúum með mismunandi gróffóðurverkun (rúllur, vothey, þurrhey) þar sem eru 20 árskýr eða fleiri og reiknað með að safna upplýsingum frá búum á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi. Nú er verið að leggja lokahönd á val búa þar sem leitað verður eftir nánari upplýsingum og verður haft samband við bændur þar í fram- haldi af því. Endanlegt val á bú- um og heimsóknir til bænda verða í nánu samráði við héraðs- ráðunauta sem sinna nautgripa- rækt á hverju svæði. 2. Erfðafræðilegar rannsóknir - samanburður dætrahópa m.t.t. mjólkurefna. Valdir verða dætra- hópar (hálfsystrahópar) undan nautum með annars vegar hátt próteinhlutfall í mjólk og hins vegar lágt. Tekin verða mjólkur- sýni og mældar arfgerðir kaseina (ostapróteina) og laktoglobulins en þessi prótein eru uppistaðan í mjólkurpróteini. Reiknað er með að mæla sýni úr 10 hópum með hátt prótein og 10 hópum með lágt prótein, minnst 10 kýr í hverjum hóp. Kannaður verður munur á hlutföllum einstakra próteina í mjólk og dreifmg arf- gerða í hópunum. Þessar upplýs- ingar verða síðan tengdar öðrum þáttum svo sem mjólkurmagni og fituhlutfalli. 3. Fóður- og lífeðlisfræðilegar rannsóknir. Þær miða að því afla þekkingar til að treysta þann grunn sem leiðbeiningar um fóðrun með tilliti til efnainni- halds í mjólk byggja á. Þessi lið- ur verkefnisins skiptist í þrjá áfanga: a) Rannsókn á framboði næring- arefna frá meltingarvegi miðað við mismunandi fóðursamsetn- ingar. Valdar fóðurtegundir eru efnagreindar og gerjun þeirra (prótein og tréni) í vömb kort- lögð í vambaropskúm. Síðan stendur nú yfir tilraun þar sem mismunandi tegundir af fóðri eru látnar gerjast í sk. vambar- hermi. í honum er reynt að hafa 44- FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.