Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 16

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 16
Þróunin í nautgripasæðingum Ein mikilvægasta þjónustu- starfsemi í nautgriparæktinni eru kúasæðingar. Hér á landi er þessi starfsemi rekin af einstök- um búnaðarsamböndum en ein sameiginleg sæðingarstöð er rekin fyrir allt landið, Nautastöð BI, sem staðsett er á Hvanneyri. Sæðingarstarfsemin olli á sínum tíma byltingu í nautgriparækt um allan heim vegna þeirra möguleika sem hún skapaði í ræktunarstarfi. Með notkun sæðinga skapaðist grundvöllur fyrir víðtækar af- kvæmarannsóknir á nautum sem eru grunnur að öllum þeim ræktun- arframförum sem orðið hafa í naut- griparækt víða um heim á síðustu áratugum. Erlendis er nú mikil þró- un í þá átt að fyrirtækin, sem annast sæðissölu, verða færri og miklu stærri en áður. Þau keppa á þeim grunni að geta boðið sem best erfðaefni. Fyrir bóndann í dagsins önn skiptir það mestu máli að þessi starfsemi skili góðum árangri, mælt í því að kýmar festi fljótt og vel fang og sem best takist til við að halda burði kúnna á þeim tíma sem óskað er. Um leið gerir hann kröfur til að þessi starfsemi sé rekin á hag- kvæman hátt þannig að kostnaður verði í lágmarki. Hér á eftir er ætlunin að bregða aðeins ljósi á nokkra þætti í þróun sæðinganna hér á landi á síðustu tveimur áratugum. Þar hafa, eins og í öllu sem snýr að kúabúskap hér á landi, verið að gerast ýmsar breyt- ingar sem þá fyrst blasa greinilega við þegar þróun yfir lengra tímabil er skoðuð. Við þessa samantekt var, auk skoðunar fyrir landið í heild, einnig skoðuð sérstaklega þróunin í tveim- ur stærstu kúahéruðunum, annars vegar á Suðurlandi og hins vegar í eftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum íslands Eyjafirði. Þó að ákveðinn munur sé í þessum efnum fyrir hendi á milli þessara svæða kom hins vegar í ljós að þróunin er nákvæmlega sú sama á báðum svæðunum. Myndin, sem fram kemur, virðist því endurspegla mjög vel þá þróun sem hefur verið í gangi um allt land. Hér verður því aðeins fjallað um niðurstöður fyrir allt landið. Rétt er að minna á að sæðingar standa til boða á nánast öllum bú- um í landinu sem stunda mjólkur- framleiðslu, aðeins örfá bú á Vest- fjörðum hafa ekki aðgang að þess- ari þjónustu. Fjöldi sæðinga á tímabiiinu 1983-1999 Á mynd 1 er sýnt á hvem hátt fjöldi fyrstu sæðinga hefur breyst ár frá ári á umræddu tímabili sem skoðað var, þ.e. frá 1983 til 1999. Þama sést að talsverð fækkun hefur orðið á fjölda sæðinga en það er í takt við þá fækkun kúa sem hefur orðið á umræddu tímabili. Þegar umfangið var mest var fjöldi fyrstu sæðinga yfir 30 þúsund en var á síðasta ári kominn niður í innan við 25 þúsund. Hlutfallslegar breyting- ar á þátttöku hafa nánast engar ver- ið á þessu tímabili, en tæp 80% af kúnum í landinu eru sæddar. Þekkt er að á mjög mörgum búum tíðkast að nota heimanaut á kvíguhópana, þannig að hlutfall fullorðnu kúnna, sem sæddar eru, er miklu hærra. Rétt er hins vegar að benda á að umtalsverður munur er á hlutfalls- legri þátttöku í sæðingum eftir landsvæðum. Hún er mun öflugri á helstu mjólkurframleiðslusvæðun- um en mörgum hinna. Þama virðist blasa við að mjólkurframleiðendur í sumum þeim héruðum, þar sem þátttaka er lítil, eru að skapa sér vítahring. Með því að nýta sér ekki þessa þjónustu gera þeir hana dýr- ari en hún ella þyrfti að vera. Því til viðbótar sækja þeir minna en aðrir af þeim erfðaframförum sem óneit- anlega eiga sér stað í kúastofninum þessi árin. Dreifing eftir árstímum Mynd 2 sýnir á hvern hátt fjöldi fyrstu sæðinga dreifist eftir árstím- Fjöldi sæðinga Mynd 1, sjá texta. 16- FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.