Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 25

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 25
Frjósemi mjólkurkúa - Úrvinnsla spurningakönnunar - Inngangur Frjósemi nautgripa er samspil fjölmargra þátta þar sem þeir veiga- mestu tengjast fóðrun, meðferð og eðliseiginleikum gripanna. Að auki vega áhrif þess sem stjómar bú- rekstrinum þungt. Góð frjósemi er mikilvæg fyrir hagkvæma útkomu í mjólkurframleiðslu. Umræðan um frjósemi mjólkurkúa hefur verið í sviðsljósinu undanfarin ár. Ymsir mælikvarðar eru hins vegar notaðir til að rneta og mæla frjósemi. Margir þeirra sýna að þróunin hér á landi hefur verið neikvæð á allra síðustu árum. Fleiri kýr eru sæddar yfir dimmustu vetrarmánuðina í stað þess sem áður var, á sumrin. Árangurinn er lakari, einkum á vet- uma og hlutfall tvísæðinga eykst. Vandamál tengd frjósemi geta verið mismunandi milli bæja og jafnvel milli ára á sama búinu án nokkurrar skýringar. Verkefnið er byggt upp á spum- ingalista sem farið var með á 78 bæi víðsvegar um landið. Farið var um Suðurland, Vesturland, Norður- land vestra og Norðurland eystra. Um var að ræða samstarfsverkefni RALA Stóra-Ármóti, Bændasam- taka íslands og búnaðarsambanda á viðkomandi svæðum. Er öllum, sem lögðu hönd á plóginn, færðar bestu þakkir fyrir. Án bændanna og þeirra tíma sem fór í að svara spurningalistanum hefði heldur ekki orðið úr neinu og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir sýnda þolin- mæði og samviskusamleg svör. Framleiðnisjóður styrkti verkefnið og hlýtur þakkir fyrir. Úrtaksbæirnir voru valdir í heimahéraði, þ.e. viðkomandi ráðu- nautur nýtti sér upplýsingar úr skýrsluhaldinu og staðþekkingu. Einkum var stuðst við bil milli burða og sæðingafjölda á kú og eftir Sigríði Bjarnadóttur, Rannsókna- stofnun Land- búnaðarins og Þorstein Ólafsson, Búnaðar- sambandi Suðurlands leitast var við að taka þá bæi, sem voru með tiltölulega há gildi, á móti bæjum sem voru með tiltölulega lág gildi. Að sama skapi var tekið tillit til fjósgerðar þar sem sýnt þykir að lausagöngufjósin og mjaltabásafjósin eigi við minni frjósemisvandamál að stríða en básafjósin. Reynt var að finna par á sama svæði þar sem fjósgerðin væri sú sama en munurinn lá í áður- nefndu frjósemismati. I efnisum- fjölluninni sem fer hér á eftir er tal- að um „lága bæi“ og „háa bæi.“ Það felur í sér að lágu bæimir eigi við meiri vanda að etja tengdan frjósemismálum, s.s. langt burðar- bil og margar sæðingar á kú, í sam- anburði við háu bæina. Þegar talað er um marktækan mun milli hóp- anna er átt við niðurstöður úr töl- fræðikeyrslu „t-tests” þar sem p<0,05. Farið var „á bæjarflakk” frá vori fram á haustið 1998. Upplýsing- amar byggjast þannig á árinu 1997 og hálfu árinu 1998. Almennar upplýsingar Ekki var munur á bústærð og framleiðslu búanna enda ekki ætl- unin að það yrði og sýnir tafla 1 upplýsingar um búin. Að meðaltali var framleiðslurétturinn rúmir 113 þúsund lítrar á árinu 1997 og tæpir 118 þúsund lítrar árið 1998. Á sömu ámm fjölgaði árskúm úr tæp- um 35 í 36, meðalnyt eftir kúna fór úr 4500 í 4635 kg og kjamfóður- gjöfín jókst úr 667 kg upp í 706 kg. Meðalaldur bændanna var 46 ár og á 75% búanna voru tveir sem tóku þátt í rekstrinum, gjaman hjón. Töluvert virðist vera um verka- skiptingu á búum þar sem um 65% töldu hana vera við lýði hjá sér. Eins virðast bændur lítið fara frá búinu því að 87% sögðust sjaldan eða aldrei vera með mannabreyt- ingar í fjósi. Ekki var marktækur munur á inn- leggi mjólkur í afurðastöð milli hópanna, hvorki á magni, fitu- eða próteininnihaldi mjólkurinnar. Bú- in skiluðu inn í afurðastöð tæpum 90% af mjólkurmagni miðað við framleiðslu búsins samkvæmt skýrsluhaldinu. Fituinnihaldið var 1. tafla. Almennar upplýsingar um úrtaksbæi. 1997 1998 Framleiðsluréttur búanna 113433 117710 Fjöldi árskúa á búunum 34,7 35,9 Nyt eftir hverja kú 4500 4635 Kjamfóðurgjöf á kúna 667 706 Fitu% í mjólk 3,95 3,95 Prótein% í mjólk 3,29 3,26 FREYR 11-12/2000-25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.