Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 37

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 37
Gróffóðuröflun á kúabúum s vordögum 1999 hófst um- ræða um að safna saman upplýsingum um fóðuröflun og fóðrun með það fyrir augum að kanna hagkvæmni mismunandi jarð- ræktarskipulags á kúabúum. Und- irbúningsvinna hófst snemmsumars 1999 og vinna við reiknilíkan á haustdögum. I þessari grein birtast helstu niðurstöður þessarar vinnu. Verkefnið var kostað af Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins og unn- ið í samvinnu við Rannsóknastofn- un landbúnaðarins, Bændasamtök Islands, Landssamband kúabænda og Hagþjónustu landbúnaðarins. Inngangur Gróffóðrið myndar uppistöðuna í fóðri íslenskra kúa og mikið liggur því við að þess sé aflað á sem ódýrast- an hátt og uppfylli kröfúr gripanna hveiju sinni. Islenskt gróffóður er að mestu leyti framleitt af ræktuðum túnum sem vaxin em ijölæmm grös- um í bland við villtan gróður. Gæði þess fóðurs, sem bóndinn ekur ffam á fóðurgang, velta á því hráefni sem til fellur við fóðurframleiðsluna og á því hvemig til hefur tekist með verkun og geymslu þess hráefnis. Sé ætlunin að rækta gæðagróffóður sem skilar mikl- um afurðum og heilbrigðum gripum verður að tryggja að hráefnið sé gott því að fóðrið verður aldrei betra en grasið sem slegið var og rúllað. Astand grasa við slátt ræðst af fjöl- mörgum atriðum. Þau helstu em: Tegund og þroskastig, veðurfar, áburðargjöf og tímasetning áburð- argjafar, (Ríkharð Brynjólfsson, 1996; Hólmgeir Bjömsson og Friðrik Pálmason, 1994; Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir Bjömsson, 1990; Hólm- geir Bjömsson og Jónatan Hermanns- son, 1983; Gunnar Ólafsson, 1976; Magnús Óskarsson og Bjami Guð- mundsson, 1971). Það má öllum vera eftir Ingvar Björnsson, ^ Land- búnaðar- tf háskólanum á Hvanneyri i- Æ ljóst að nýræktað tún sem vaxið er vallarfoxgrasi og slegið er um mán- aðamót júm-júlí gefur ekki sams kon- ar hráefni og gamalt snarrótartún sem slegið er eftir miðjan júh' - þar er stór munur á. Fóðrunarvirði heyja er margfeldi orkugildis (FEm/kg þe.) og át- magns fóðurs (kg þe.) og segir til um það magn fóðureininga (FEm) sem gripur innbyrðir (Þóroddur Sveinsson og Gunnar Ríkharðsson, 1995 eftir Bjama Guðmundssyni, 1981). Gæðafóður ,sem skilar mörgum étnum fóðureiningum, er því með hátt fóðurgildi og ést vel. Fjölmargir þættir hafa áhrif á átlyst kúnna. Einn af veigameiri þáttum er gerð fóðursins hvað varðar melt- anleika en ekki síður hvað varðar grastegundir (Laufey Bjamadóttir og Þóroddur Sveinsson, 1999; Þór- oddur Sveinsson og Gunnar Rík- harðsson, 1995; Sigríður Bjamadótt- ir, 1995; Gunnar Ríkharðsson og Einar Gestsson, 1995; Gunnar Rík- harðsson, 1994;). Þannig hefur vallar- foxgras mælst étast betur en tegundir á borð við snarrótar- punt og túnvingul. Hærri meltanleiki leiðir einnig yfirleitt til aukins át. Fóðr- unarvirði fóðurs eykst því hratt með því að rækta gæðafóður því að átið eykst og fóð- urgildið einnig. En hversu langt má ganga í því að rækta gæðafóður? Hvað kostar gróf- fóðrið og hvaða verðmætum skilar það? Kostnaður við fóður, heima- aflað og aðkeypt, er langstærsti útgjaldaliður kúabúa eða allt að 50% af heildar bókfærðum kostnaði (Ingvar Bjömsson, 2000). Mjög auðvelt er að reikna út kostnað við gróffóðurframleiðsluna einfaldlega með því að taka saman alla kostn- aðarliði og deila í kostnaðinn með uppskerunni og áætla þannig kostn- að á hverja einingu af gróffóðri. Erfiðara er hins vegar að áætla tekjur af hverju kg gróffóðurs því að þær byggja á þeim afurðum sem fóðrið framleiðir. í slíkum útreikningum þarf að taka tillit til þess viðbótarfóð- urs sem keypt er á búið. Til þess að leysa þetta mál er hægt að reikna fóðurframlag á bú- inu en það er upphæðin sem til skila er eftir að búið er að draga allan kostnað við fóður, heimaaflað sem aðkeypt, frá tekjum búsins. Þessa upphæð ætti bóndinn að leitast við að hámarka í búrekstri sínum að óbreyttum öðmm forsendum. 1. tafla. Samsetning fóðurkostnaðar og afurðatekna. Samsetning Samsetning fóðurkostnaðar afurðatekna Kjamfóðurkostnaður Mjólkurtekjur FK vegna fóðuröflunar Tekjur af kjöti Heyöflunarkostnaður Aðrar afurðatekjur Áburður (kr. á ha eða kg þe.) Breytilegur kostnaður (kr. á kg þe.) Ræktunarkostnaður (kr./ha) Kostnaður vegna grænfóðurræktunar Kostnaður vegna komræktunar Landleiga á ræktuðu landi_________________ Fóðurframlag = afurðatekjur - fóðurkostnaður. FREYR 11-12/2000 - 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.