Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 43

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 43
Tekjur breskra bænda minnka Launatekjur breskra bænda hafa lækkað um 90% síðastliðin fimm ár, samkvæmt könnun end- urskoðunarfyrirtækisins Deloitte & Touche. Aðeins á síðasta ári lækkuðu tekjurnar um 28%. Þessi þróun hefur enn ekki náð botninum, að áliti fyrirtækisins er búist við að hin litla launagreiðslugeta býlanna snúist í taprekstur á þessu ári. Það eru einkum bændur sem stunda kornrækt, sem verst hafa orðið úti, en kornuppskera þeirra hefur ekki verð minni í 30 ár vegna rigninga. Deloitte & Touch safnaði inn upplýsingum frá býlum sem voru alls með 100.000 ha ræktunar- land. Árið 1998/1999 skilaði hver hektari um 57 enskum pundum í tekjur, en 1999/2999 41 pundi og í ár er áætlað að hver hektari skili 22 pundum. Það eru lægstu tekjur sem mælst hafa þau 11 ár sem fyrirtækið hefur gert þessa útreikninga. Upplýsingar frá opinberum að- ilum styðja þessar niðurstöður. Á sama tíma og tekjur í landbúnaði hafa dregist saman um 25% sl. fimm ár hefur verg þjóðarfram- leiðsla aukist um 24%. (Bonde og Smábruker nr. 11/2000). vísindamannanna sem að verkefninu standa, að þessi áhætta sé lítil. í öðru lagi er spurt hversu sannir séu erfðastuðlamir á eiginleikunum sem metnir hafa verið. Áhættan, sem felst í þessu, er að sjálfsögðu sú að þeir séu ofmetnir, þar af leiðandi verði mat á úrvalssvörun einnig of hátt. Það er mat þeirra sem að þessu standa að erfðastuðlamir séu eins vel metnir og hægt er, þeir geti eins verið of lágt metnir og of hátt. Meira öryggi hvað erfðastuðlana varðar ntun fást þegar nautin, sem vom með í verkefninu frá 1997- 2000, eignast dætur í framleiðslu. Urval sem stundað er á grundvelli l.k. mun því í versta falli ekki gefa neina svömn og í besta falli meiri svömn en búist var við. Það er því mat manna að áhættan við að nota l.k. í ræktunarstarfinu sé lítil, að hinni hagrænu hlið frátalinni. Kostnaður við sýnatöku er u.þ.b. 18.000 íkr. pr. sýni, tekjumar eru á formi meiri erfðaframfara og þar með aukinni samkeppnishæfni miðað við aðra seljendur erfða- efnis. Til að gefa hugmynd um hvaða upphæðir um er að ræða, er tekið dæmi af dönsku svartskjöld- óttu kúnum (SDM), þar sem gert er ráð fyrir að gerðar séu tvær mæl- ingar á 600 kálfum, af þeim eru 300 settir í afkvæmaprófun. Gjöld: 18.000 x 2 x 600 = 22 millj. kr. + kaup, flutningur og uppeldisað- staða í 4-5 mán. fyrir 300 viðbótar- kálfa + vextir. Tekjur. Áhrif af eins árs úrvali: Vegna óreyndra nauta 1,5 stig í kynb.mati f. próteinmagn x 700 kr x 50.000 kýr = 53 millj. kr. Vegna reyndra nauta 0,7 stig í kynb.mati f. próteinmagn x 700 kr x 100.000 kýr = 49 millj. kr. Alls = 102 millj.kr. Einfaldir útreikningar sýna þann- ig að nautgriparæktin í Danmörku gæti hagnast umtalsvert á notkun l.k., þó verður að taka tillit til þeirrar óvissu sem áður er nefnd og þeirra kostnaðarliða sem við bætast (flutningur, uppeldisaðstaða og vextir). Það er ákvörðun rannsóknar- teymisins að öryggi (Eia) l.k. þurfi að vera 20% hið minnsta til að hægt sé að mæla með notkun þeirra. Því miður er það ekki svo mikið. Ákvörðun um hvort aðferðirnar skuli hagnýttar í ræktunarstarfmu verður því beðið með til ársins 2004 þegar enn frekari upplýsingar liggja fyrir. Heimildir: Aamand. G.P., N. Bo, S. Borcher- sen, J. Borup, J. Jensen, P. Larsen, P. Lnvcndahl. M.K. Snrensen, 2000. Fdlgegruppens opsummering og anbe- falinger. Bilag til temamnde om „Fysiologiske Funktionsprover i Dansk Kvægavl" tirsdag d. 14. marts 2000 pá Forskningscenter Foulum. Jón Viðar Jónmundsson, 1997. Nokkrar niðurstöður úr danska Fy-Bi verkefninu. Nautgriparæktin XIV 2. hefti. Búnaðarfélag Islands. Bls. 96- 100. N.N. 1991. Atriði úr Danmerkur- ferð. Nautgriparæktin VIII. Búnaðar- félag íslands. Bls. 76-101. Baldur H. Benjamínsson útskrif- aðist sem búfrœðikandídat frá Landbúnaðarháskólanum á Hvann- eyri vorið 1999 og leggur nú stund á framhaldsnám f nautgriparœkt við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn. Þróun í nautgripa- sæðingum. Frh. afbls. 18 ar hljóta að auka kostnað við sæð- ingar, nema þegar um skipulagn- ingu sæðinga með samstillingu er að ræða. Víða erlendis má sjá að þessi þáttur er verðlagður mjög hátt, þannig að þeir sem nota þetta borgi að öllu leyti þann auka- kostnað sem því fylgir. Þar sem árangur tvísæðinga hefur verið metinn erlendis er algengt að sjá að niðurstaðan sé sú að ekki næst betri árangur sem nemi auknum kostnaði. Hér skal enginn dómur lagður á það hvort slíkt geti átt við hér á landi. FREYR 11-12/2000 - 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.