Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 34

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 34
voru sambærileg að stærð og með svipaða fjósgerð og framleiðslu- markmið. Þetta voru ríflega meðal- bú að stærð. Kúm fjölgaði heldur og meðalnytin jókst rnilli áranna 1997 og 1998 sem athugunin tók til. Munurinn á búunum var fyrst og fremst vegna frjósemi kúnna þar sem þau skiptust í bú með góða frjósemi (há bú með frjósemistölu 72) og lélega frjósemi (lág bú með frjósemistölu 35). Hér verða dregin saman þau atriði sem gera má ráð fyrir að skýri að einhverju leyti þennan mun á milli búanna. A undanförnum árum virðast háu búin hafa gert meiri lagfæringar í fjósunum. Lýsing var markvissari á háu búunum en nokkur lág bú höfðu fulla lýsingu allan sólar- hringinn. Góð lýsing á daginn er talin hafa jákvæð áhrif á frjósemi mjólkurkúa, stöðug mikil lýsing er neikvæð. Fóðurverkun virtist vera heldur fjölbreyttari á háu bæjunum og þar var frekar gefið þurrhey með rúll- um eða heymeti. Háu búin hófu kjarnfóðurgjöf nær burði og juku hana hraðar. Þau gáfu heldur minna kjarnfóður en oftar á dag, gjarnan blöndur með lægra pró- teini. Það gæti m.a. endurspeglast í því að úrefni í mjólk var lægra á þeim búum. Hátt úrefni er talið valda lágu fanghlutfalli. Mun fleiri af háu búunum gáfu jafn- framt kúnum steinefni í einhverju formi. Háu búin lögðu meiri áherslu á að gróður væri kominn til þegar kýrnar voru settar út á vorin og þau gáfu hey lengur með beitinni. Þau nýttu grænfóður meira til beitar en lágu búin gerðu meira af því að slá grænfóðrið í kýrnar. Háu búin gáfu kjarnfóður með beitinni við lægri nyt í samanburði við þessi lágu. Einnig hýstu háu búin kýrnar fyrr á nóttunni og tóku þær jafnframt fyrr inn. Beiðslisgreiningin virðist vera markvissari á háu búunum. Þar er meira horft á atferli kúnna á sama tíma og á lágu búunum er horft til slímútferðar. Þetta endurspeglast í því að óskað er eftir sæðingu þegar beiðslið er komið á kýmar á háu bæjunum en meira er miðað við út- ferð frá þeim á lágu búunum. Frjó- tæknamir sögðu kýmar vera betur að beiða á háu bæjunum. Þar var byrjað seinna að sæða kýrnar eftir burðinn. Engu að síður tók mun skemmri tíma að koma kálfi í þær. Lágu búin voru meðvituð um vandamálin og létu fangskoða fleiri kýr og kvígur og gerðu það fyrr eftir sæðingu. Á háu búunum voru fleiri kvígur sæddar. Þær voru ívið eldri þegar þeim var haldið og beiðslisgrein- ingin var markvissari. Auk þess var aðlögunartími þeirra með kún- um, áður en þær báru, heldur lengri. Kvígurnar á lágu búunum voru oft- ar misvel þroskaðar og það var al- gengara að þær fengju slysafang. Dýralækniskostnaður var þriðj- ungi lægri á háu bæjunum og sjúk- dómaskráning var nákvæmari á þeim. Fastar hildir og selen- og magnesíumskortur var þó algeng- ari á háu búunum en lágu búin not- uðu meiri fyrirbyggjandi aðgerðir við selen- og magnesíumskorti. Lystarleysi og súrdoði var hins vegar algengari á lágu bæjunum. Þar var einnig algengara að kýrnar hvorki beiddu né festu fang og legbólga var algengari. Á háu bú- unum var kúm fargað fyrr vegna ófrjósemi. Háu búin höfðu betri reglu á klaufsnyrtingu og klippingu á kún- um. Þau voru einnig markvissari í ormalyfjsgjöf handa ungviði og kvígum. Tilfinningin er sú að aðgerð- ir/framkvæmdir sem snerta frjó- semi kúnna á einhvem hátt séu markvissari á háu búunum. Beiðsl- isgreiningin er betri að því leytinu til að oftar er hitt á sem bestan tíma í beiðsli til að sæða og þannig minnka líkumar á því að kýmar beiði upp. Lágu búin geta verið komin í þann farveg að fyrir alla muni verði kýrin að fá og öllu til tjaldað, þá er um að gera að sæða kúna strax og þar með snemma, kannski of snemma, í beiðslinu. Kúm sem beiða upp er haldið oftar á lágu búunum áður en til dýra- læknisaðgerða kemur, háu búin leyfa sér frekar förgun slíkra gripa. Fóðmnin er svipuð en smáatriðin geta skipt öllu þegar upp er staðið. Gróffóðurskammturinn er líklega þurrlegri meðal háu búanna, kjam- fóðrið er gefið í minni skömmtum og steinefnagjöfum er haldið að kúnum. Auk þess virðist kjarnfóðr- ið vera valið meira í samræmi við gróffóðrið sem fyrir hendi er hverju sinni á háu búunum. Háu búin nýta ennfremur grænfóður í meira mæli til beitar að hausti. Upptalin atriði hafa jafnframt áhrif á fóðrunarsjúkdóma, s.s. súr- doða sem meira er um á lágu bæj- unum. Þar eru ýmis „bætiefni” við lystarleysis- og súrdoðatilfellum í meira mæli nýtt áður en dýralæknir er kallaður til. Því lengri tími sem líður, þeim mun lengur eru kýmar að ná sér aftur og komast í jafn- vægi, bæði hvað varðar mjólkur- framleiðslu og kynstarfsemi. Almenn klaufhirða, klipping og ormalyfsgjöf eru atriði sem virðast reglubundnari á háu búunum og þeim fylgt eftir án þess að meins verði vart. Sé eitthvað sem angrar líðan skepnu getur það haft áhrif á svo margt annað og óþarfi að láta koma fyrir ef hægt er að fyrir- byggja það. Hins vegar em fleiri lág bú að gefa gripum sínum selen- og magnesíumsprautur auk snefil- efnastauta. Þannig fyrirbyggja þau frekar selen- og magnesíumskort eins og kemur fram í sjúkdóma- skráningu. I heild má segja að þar sem frjó- semi er góð eru vinnubrögð og meðferð kúnna vandaðri, beiðslis- greiningin byggir á atferli kúnna og fóðrunin er fjölbreyttari. Markviss- ar og meðvitaðar aðgerðir gagnvart öllum þáttum sem snerta vellíðan skepnunnar (umhverfi, aðbúnaður, eftirlit og hirðing) eru lykilatriðin að heilbrigði og þar með góðri frjó- semi. 34 - FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.