Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 12

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 12
NOK þingið á Akureyri 23.-26. júlí árið 2000 Hér í blaðinu hefur nú í tæpa tvo áratugi verið greint frá þingum NÖK annað hvert ár. NÖK er félagsskapur kúabænda og þeirra sem vinna að nautgripa- rækt á öllum Norðurlöndunum. I hverju landi starfar sérstök deild samtakanna og hámark á fjölda fé- lagsmanna í hverju landi er 40. Fé- lagið hefur hverfandi starfsemi aðra en þá að efna til þings félagsmanna á tveggja ára fresti. Þessar sam- komur eru byggðar upp á mjög hefðbundinn hátt með setningu fundar á sunnudagskvöldi og fund- arhöldum og kynningarferðum næstu þrjá dagana. Um leið og þetta eru faglegir fundir eru þetta einnig mikil fjölskyldukynni því að mikill fjöldi félagsmanna mætir þarna ásamt fjölskyldum sínum. Þó að umfang þessarar starfsemi sé ekki annað en þessir fundir á tveggja ára fresti er ljóst að þessi félagsskapur hefur haft ómældu hlutverki að gegna við miðlun fræðslu og þekk- ingar á milli Norðurlandanna í nautgriparækt og skapað mikil og verðmæt tengsl á milli fólks. Að þessu sinni kom það í hlut ís- landsdeildarinnar að halda þingið. Sú hefð hefur skapast fyrir löngu að formaður félagsskaparins á hverju tveggja ára tímabili er formaður þeirrar landsdeildar sem stendur fyrir næsta þingi. Jóhannes Torfa- son á Torfalæk hefur því setið þama í forsæti síðustu tvö árin og bar hit- ann og þungann af skipulagi og framkvæmd þingsins núna ásamt stjórnarmönnum, sínum Gunnari Guðmundssyni og Sveini Sigur- mundssyni. Hér á eftir er ætlunin að segja stuttlega frá þinginu. Fyrst og fremst verður greint frá efni úr er- indum erlendu gestanna vegna þess að ætla má að efni íslensku erind- anna sé lesendum kunnara og hitt því forvitnilegra. Þingið var sett að kvöldi sunnu- dagsins 23. júlí í einstakri veður- blíðu norður á Akureyri þar sem þingstaðurinn var að þessu sinni. Þingsetningin var hin ágætasta menningarsamkoma þar sem aðal- ræðumaður var Tómas I. Olrich, al- þingismaður, sem reyndi að glæða skilning hinna erlendi gesta á fyrir- bærinu Islendingur. Um hina ágætu þingsetningu verður annars ekki fjallað hér. A þinginu munu hafa verið hátt í 270 þátttakendur þegar allir eru taldir. Dagskráin Hin faglega dagskrá hófst að morgni mánudagsins með íslands- kynningu. Páll Lýðsson fjallaði í stuttu máli um sambúð manns og nautgripa í landinu í ellefu aldir og rakti helstu þætti í ræktunarsögu ís- lensku kúnna á 20. öldinni. I fram- haldi þess fjallaði Emma Eyþórs- dóttir um gildi og verndunarþörf lítill búfjárkynja. Einnig fjallaði hún unt norrænar rannsóknir á skyldleika kúakynja, efni sem hún kynnti í nautgriparæktarblaði Freys á síðasta vori. Þá fjallaði norskur bóndi, Ola Ráböl, um stöðu kúabóndans við árblik nýrrar aldar. Þá kom í ræðustól sænskur bóndi, Christer Eliasson, sem er stjómarmaður í hinu nýja sameigin- lega mjólkurbúi Danmerkur og Sví- þjóðar, Arla Foods. (Eins og margir lesendur efalítið þekkja voru hin stóru mjólkurbú sem áður vom í Danmörku og Svíþjóð sameinuð í eitt fyrirtæki um síðustu áramót). Erindi hans hét: Kröfur markaðar- ins við upphaf nýrrar aldar. Neytandinn er í hásætinu. Þannig byrjaði erindi hans og hann hélt áfram með að segja að hvort sem okkur líkaði það betur eða verr þá væri það eitt víst að ef við viður- kenndum það ekki mundi okkur tæpast famast vel. Hann rakti í stuttu máli sögu mjólkuriðnaðarins í Svíþjóð. Áður var fjöldi mjólkurbúa sem lutu að verulegu leyti opinberri stjóm með velþekktum verðtilfærslum á milli eininga og afurða. Nú er allt slíkt aflagt og mjólkuriðnaðurinn verður á markaði að leitast við að uppfylla kröfur neytenda. Síðan ræddi hann ýmsa þætti sem hefðu áhrif á þróun markaðar á komandi árum. Margt var þar kunn- uglegt úr hliðstæðri umræðu hér á landi. Þróun í átt að samþjöppun og stóreiningum í verslun munu halda áfram. Þættir eins og möguleikar á betri innkaupum, sérmerktar vömr o.fl. væri það sem ræki þá þróun áfram. Hjá mörgum verslanakeðj- um væru skýr markmið um aukn- ingu á sérmerktum vörum á næstu árum. Alþjóðavæðing leiðir af sér að matvörumarkaður verður æ líkari í ólíkum löndum, mjólkurdrykkja minnkar þar sem hún er mest, bjór- neysla dregst saman þar sem hún er mest og hið sama gildir einnig einnig um vín. Mæta þarf meira og meira ein- staklingsbundum kröfum, sem gerir 12 - FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.