Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 28

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 28
undir). Séu kjamfóðurtegundimar gróflega flokkaðar í lágprótein-, al- hliða og hápróteinblöndur voru fleiri lág búa að gefa meira af há- próteinblöndu miðað við háu búin. Þau héldu sig meira við alhliða blönduna, jafnvel lágpróteinblönd- una eins og sjá má á mynd 2. Sé horft á muninn milli áranna 1997 og 1998 voru háu bæimir að fara r auknum mæli yfir í lágprótein- blöndur seinna árið á sama tíma og lágu bæimir héldu sig meira við sömu tegundina. Próteininnihald heyjanna hækkar sumrin á undan, úr 147 g upp í 163 g og háu búin fylgja því fastar eftir. Helmingur bændanna setti sér að hætta að gefa kjamfóður ef nytin fór niður fyrir 10-12 kg á dag. Var tekið mest tillit til stöðu gripsins á mjaltaskeiðinu, auk fyrri afurða, við endanlega ákvörðun dagsskammtsins. A 43% búanna var kjamfóðrið gefið í fóð- urganginn en margir höfðu komið sér upp kjamfóðurdöllum (34%). Um 20% búanna gáfu mjólkurkún- um bygg og yfirleitt fengu allar kýmar eitthvað af því. Fáeinir bæir (7%, svipað milli hópa) gáfu jafn- framt heyköggla með kjamfóðri. Úrefnisinnihald mjólkur var ákaflega misjafnt á búunum. I nán- ast öllum mánuðum eru búin, sem eiga við frjósemisvandamál að stríða, meðjafnar eða hærri úrefnis- tölur í samanburði við þau bú þar sem frjósemisvandamál eru lítil (sjá mynd 3). Marktækur munur milli hópanna mælist þó einungis í tveimur mánuðum (apríl og júní 1998). Um er að ræða tölur sem liggja nálægt hver annarri á kvarð- anum, sem í gildi er, og margar mælingar þarf til að skera úr um hvort munurinn sé raunverulegur þama á milli. Þegar öllum úrefnis- tölunum fyrir alla mánuði ársins 1997 og hálfa árið 1998 er slegið saman og síðan gerður samanburð- ur milli hópanna fæst tölfræðilega marktækur munur þar sem lágu bæ- irnir hafa hærri tölugildi. Þegar lit- ið er á úrefnistölurnar yfir árið kemur stígandi í ágúst (um 5,9 mmól/1) sem nær hámarki í nóvem- ber (7,55 mmól/1) og heldur sér nokkuð á því róli í desember og janúar. Lágmarkinu er náð í febrú- ar og mars (5,25 mmól/1), lítilleg hækkun verður í apríl (5,6 mmól/1) og þar við situr fram á haustið. Þetta er í samræmi við burðartím- ann sem er á haustin á flestum bæj- unum. Strax í ágúst fara snemm- bærur haustsins að hafa áhrif á úr- efnistöluna sem eykst eftir því sem líður á haustið þegar æ fleiri nýbær- ur koma inn. Nýbærurnar eru gjaman að mjólka af sér holdin auk þess sem orkujafnvægið er nei- kvætt fyrstu vikurnar eftir burðinn (átgeta og hámarksnyt fara ekki saman) með þeim afleiðingum að úrefni skilst út úr líkamanum í auknummæli. Um vorið, þegar líða fer á seinni hluta mjaltaskeiðsins, er próteinfóðrunin oft á tíðum meiri en kýmar þurfa á að halda og úrefni skilst í meira mæli út í líkamsvökva þeirra með þeim afleiðingum að úrefnistalan hækkar lítillega. Þegar kemur að steinefnagjöfinni fæst marktækur munur milli hópa þar sem hærra hlutfall háu búanna (80%) gaf kúnum steinefni af ein- hverri gerð á sama tíma og 60% hinna gerðu það. Á geldstöðunni gaf rétt rúmur helmingur beggja hópanna steinefni. Algengasti steinefnagjafmn var saltsteinn með seleni hjá báðum hópum. Lýsisgjöf þekktist en í litlum mæli þó. Þá er ekki síður mikilvægt að hafa undirbúningsfóðrunina í lagi. Tilraunir úti í Noregi sýna að gott samhengi er á milli fitulags (mælt með ómsjá) og stigunar á holdafari kúnna. Stigunin metur fitulagið undir húð sem og vöðva og spannar kvarðann frá 1 til 5 þar sem 1 stend- ur fyrir mjög magrar kýr og 5 fyrir offeita gripi. Þar er bændum bent á að nýta sér holdastigun og meta á hinum ýmsu skeiðum; í geldstöðu, við burð, snemma, um miðbik og við lok mjaltaskeiðsins. Mikill missir holda snemma á mjalta- skeiðinu hefur neikvæð áhrif á heilsu, frjósemi og framleiðslu kýr- innar. Ekki er mælt með tapi á holdum umfram 0,5 - 0,75 stig fyrstu 4-6 vikurnar eftir burðinn ef vel á að fara. Of feitum kúm við burð, sem og þeim sem missa mikil hold, er hættara við skorti á beiðsliseinkennum og oftar beiða þeir gripir upp en ella. Æskilega lengd geldstöðunnar töldu flestir bændur vera 5-7 Vikur. Settum markmiðum geldstöðunnar var náð í um það bil í helmingi til- vika hjá báðum hópum. Þegar 28 - FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.