Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 6
Fjölgun ífjósinu.
Hún er lítil á skagfirskan mæli-
kvarða, ég sé um 12-14 hross sem
kona mín, faðir og systir eiga. Flest
em þessi hross brúkunarhross, en
pabbi er duglegur við tamningar og
þjálfun. Konan mín á ræktunar-
hryssu sem tengdafaðir minn, Páll
Dagbjartsson í Varmahlíð, sér um
að velja stóðhest á. Segja má að ég
sjái bara um að gefa hrossunum
eins og þarf en svo sjá aðrir um
annað. Ég fer á bak einu sinni á ári
til að fara í göngur og vil þá fá góð-
an klár til fararinnar.
Hve langar göngur eru hér?
Á Öxnadalsheiði, þar sem við
eigum upprekstrarrétt, eru tveggja
daga göngur. Einnig smala ég dal-
inn hér fyrir ofan, Akradal, sem er
mín afrétt í raun og veru, en hann er
genginn á einum degi.
Hefur fœkkað á þessum afrétt?
Já, það hefur fækkað mikið síð-
ustu áratugi og gróður vaxið í
seinni tíð. Báðar þessar afréttir eru
á góðri leið hvað gróður snertir. Þó
em hross á þeim báðum en þeim fer
líka fækkandi.
Hér á Akratorfunni virkar ákaf-
lega þéttsetið, hvernig er að stœkka
hér bú í þessum þrengslum ?
Faðir minn syngur í Karlakómum
Heimi, ásamt mörgum fleiri bænd-
um. Einn þeirra spurði hann í fyrra
eða hitteðfyrra, hvemig í ósköpun-
um fer hann Gunnar sonur þinn að
því að selja hey af þessu koti? Ég
hef alltaf á hverju ári selt dálítið af
heyi enda tel ég að menn eigi að
hlaupa undir bagga með nágrönnun-
unt ef með þarf og flesta vetur að
undanfömu, nema hinn síðasta, hef-
ur vantað hey hér í Skagafirði. Þar
sem ég hef alltaf átt hey aflögu hef
ég selt svolítið árlega. En hvernig
fer maður að þessu? Það er ekkert
flókið, maður ræktar hvem einasta
blett, sem er ræktanlegur, gjömýtir
skítinn og ber ríflega á af tilbúnum
áburði og þannig fæst góð og mikil
uppskera. Ekki má gleyma að
endurræktunin er lykilatriði ef há-
marka á uppskeru túnanna, en túnin
hér em flest innan við átta ára. Þá er
einnig rétt að benda á að meðferð
túnanna hefur mikið að segja
varðandi uppskeruna, en ég beiti
þau ekki að vorinu, aðeins eftir
annan slátt að haustinu og þá hóf-
lega. Ég rækta einnig grænfóður á
um 10 hekturum árlega. Ræktað
land á jörðinni er um 46 hektarar, en
úthagi lítill. Það em aðeins u.þ.b.
tveir mánuðir á sumri sem ég gef
ekki geldneytum út með beitinni.
Eru allar jarðir hér í kring setn-
ar?
Nei, ekki alveg og ég er nýbúinn
að taka á leigu jörð hér næsta mér,
Brekkukot, hér upp við fjallið og
við það rýmkast töluvert um fyrir
mér, einkum hvað varðar beit.
Verktaki hjálpar við
heyskapinn
Hvernig hagar þú heyskap
þínum?
I heyskapinn hef ég ráðið mér
verktaka, Bessa Vésteinsson í
Hofsstaðaseli. Þetta fyrirkomulag
hefur reynst mér mjög vel. Við
Bessi komurn okkur saman um það
hvenær það henti best að binda hjá
mér. Síðan slæ ég milli mjalta og
annar snýr heyinu. I sumar sló ég
37 ha á tveimur dögum og heyinu
var snúið jafnóðum. Það sem var
slegið fyrsta daginn var garðað á
þriðja degi og hitt daginn eftir og þá
tók Bessi við með sín tæki og
mannskap og þessi heyskapur tók
fjóra daga, 600 rúllur.
Ég á mína sláttuvél og snúnings-
vél, og ennþá á ég múgavél. Bessi
býður upp á stjörnumúgavél sem
tekur rúma átta metra fyrir og hefur
undan hans tækjum. Ég hef þó
þrjóskast við að hætta að nota mína
múgavél vegna þess að ég vil ekki
vera að hanga yfir honum í hans
vinnutíma. Ég vil geta klárað mín
verk fyrir kvöldfjós. Þetta tókst
þessa fjóra daga, ég sló í tvo daga
og múgaði tvo og gat svo unnið mín
fjósverk á réttum tíma. Ég á svo
hvorki bindivél né pökkunarvél. Ég
tel mig hagnast vel á þessu fyrir-
komulagi, en þetta er fjórða árið
sem heyskap er svona háttað hjá
mér.
Hvað rœður Bessi við 'að þjóna
mörgum bœndum á þennan hátt?
Sjálfsagt 15-20, en það fer nátt-
6 - FREYR 11-12/2000