Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 36

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 36
förnum árum en minnst hjá Norður- Notkun sæðinganna endurspeglar Þingeyingum (afar fáar kýr) og að nokkru leyti áhuga bænda á Búnaðarsambandi Kjalarnesþings. nautgriparæktarstarfinu, á svæðum þar sem áhugi er almennur og mik- ill er notkunin um eða yfir 80% en annars staðar minni. í töflu 1 má lesa eftir svæðum fjölda fyrstu sæð- inga, fjölda tvísæðinga, árangur sæðinga og hlutfallslega notkun af heildarfjölda kúa á hverju svæði. Á árinu 1999 voru flestar sæð- ingar í desember eða 3568 og í janúar 3300 og voru það jafnframt einu mánuðirnir þar sem sæðingar voru fleiri en 3000 en fæstar voru sæðingarnar í september, 863, og var það eini mánuðurinn með færri en 1000 sæðingar. Best halda kýr sem sæddar eru í september (78,9%), ágúst (77,4%) og júlí (76,6%). Aldur við burð... Frh. afbls. 21 Meðan blandaður búskapur var ríkjandi hér á landi var burður síð- sumars og að haustinu litinn horn- auga af mörgum vegna þess að burður kvígnanna á þessum tíma rakst á við haustannir. Skipti á milli kvótaára hafa einnig mjög dregið úr áhuga bænda á að láta kýr bera í ágúst og september. Margir bændur huga einnig að sumarleyfi í ágúst og á þeim tíma telja flestir kost að ekki sé mikið af kúm á viðkvæmasta tímabili mjólkurskeiðsins. Hins vegar er ljóst að mjög marg- ir eiga í miklum erfiðleikum með að halda þessum burðartíma hjá kúnum á síðari mjólkurskeiðum. Það er ljóst með því að bera saman þann mikla mun sem er á burðar- tíma hjá kvígunum og eldri kúnum. Þetta leiðir til þess að hjá eldri kún- um, sem einnig eru afurðameiri, verður verulegur hluti framleiðsl- unnar utan þess tíma sem mjólk er greidd hæstu verði. Með því að kvígumar bæru fyrr mundi hins vegar að sjálfu leiða að hærra hlut- fall eldri kúnna bera að hausti eða snemma vetrar. í þessum efnum má einnig benda á þá þróun sem sjá má að gerst hef- ur í sumum nálægum löndum þar sem framleiðsluaðstæður eru um margt líkar því sem hér gerist. Þar átti sér víða stað tilsvarandi til- færsla á burðartíma hjá kvígunum fyrir þrem til fjórum áratugum. I dag er hins vegar miklu hærra hlut- fall kvígnanna sem stefnt er að því að beri í júlí eða ágúst eða fyrr að haustinu en gerist hér á landi. í þessu sambandi bendi ég les- endum á viðhorf Gunnar Sigurðs- sonar í viðtali hér á öðrum stað í blaðinu. Örfá góð kúabú hafa síðari ár miðað burð kvígnanna við slíkan burðartíma með mjög góðum árangri. Sérstök ástæða er til að undirstrika það atriði sem Gunnar bendir á að á þennan hátt næst miklu betri frjósemi hjá kúm sem eru á fyrsta mjólkurskeiði og þær nást á góðum tíma á annað mjólk- urskeið, nokkuð sem því miður fer úrskeiðis hjá alltof mörgum kvíg- um sem bera ekki fyrr en í október til desember. Á öðrum stað í blaðinu er fjallað um nýlega rannsókn frá Hollandi um hagkvæmni mismunandi burð- araldurs hjá fyrsta kálfs kvígum. Hér skal að vísu ekki fullyrt að hve miklu leyti unnt sé að yfirfæra þær niðurstöður fyrir hérlendar aðstæð- ur. Þó að þær eigi ekki við nema að takmörkuðu leyti þá er hins vegar ljóst að sú þróun sem verið hefur í þessu hér á landi á síðustu árum hlýtur að vera umhugsunarefni með tilliti til hagkvæmni mjólkurfram- leiðslunnar. Ekki er nein ástæða til að ætla annað en að það sama eigi við hér á landi og lýst er í öðrum löndum, að bændur vanmeti mjög þennan kostnaðarþátt í framleiðsl- unni. Sumir munu telja að mikilvægt sé fyrir endingu kúnna að þær hafi náð góðum þroska þegar þær bera fyrsta kálfi. Hér skal ekki dregið úr mikilvægi þess, hins vegar þekkja allir að vandalítið á að vera að ná því markmiði hjá íslenskum kúm, eins og gripum af öðrum kúakynj- um, sem ræktuð eru til einhliða mjólkurframleiðslu, þó að þær beri við tveggja ára aldur. Þær athuganir sem gerðar hafa verið hér á landi um áhrif burðaraldurs á endingu kúnna gefa engar vísbendingar um jákvæð áhrif hærri aldurs við burð á endingu. Það sem lesa má úr er- lendum heimildum um þetta efni gefur raunar fremur tilefni til að ætla að séu slík áhrif einhver þá séu þau á þann veg að hærri aldur við fyrsta burð haft neikvæð áhrif á endingu kúnna. Ástæða er að hvetja alla mjólkur- framleiðendur til þess að hugleiða hvort þeim þáttum, s.em hér hafa verið gerðir að umræðuefni, sé í dag hagað á þann hátt á búum þeirra og hagkvæmast má vera. 36 - FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.