Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 17

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 17
um. Þama hafa annars vegar verið tekin sér þrjú fyrstu og hins vegar þrjú síðustu árin á umræddu tíma- bili. Eins og myndin sýnir hafa í þessum efnum orðið ótrúlega mikl- ar breytingar á þessu árabili. Þessar breytingar gefa, eins og liggur í hlutarins eðli, góða mynd af þeirri breytingu á burðartíma kúnna sem orðið hefur á síðustu árum. Fyrir tveimur áratugum voru annatíma- bilin í sæðingunum að sumrinu. Svo er ekki lengur, nú er langmest- ur hluti sæðinganna orðinn í mán- uðunum nóvember, desember og janúar. Þessar miklu breytingar verður að hafa í huga þegar hugað er að breytingum í árangri sæðing- arstarfsins. Skilgreining á árangri sæðinga Um allan heim er notuð stöðluð skilgreining á árangri sæðinga. Árangur er mældur sem hlutfall þeirra kúa sem eftir fyrstu sæðingu eftir burð hafa ekki komið til end- ursæðingar innan 60 daga. Við slíka útreikninga eru ekki teknar með þær sæðingar þar sem næsta sæðing fer fram innan fimm daga frá fyrstu sæðingu. Það er af þeirri augljósu ástæðu að í slíkum tilfellum er um að ræða sæðingar á sama beiðmáli hjá kúnni. Á mynd 3 er sýnt hvem- ig þetta fanghlutfall kúnna hefur þróast á umræddu tímabili. Þar sést að árangur, metinn á þennan hátt, hefur verið að sveiflast á bilinu 72%-75% á árunum frá 1983 til 1993. Frá árinu 1993 til ársins 1997 fer árangur hins vegar lækkandi ár frá ári og fellur árið 1997 undir 70%. Síðustu tvö árin hefur síðan góðu heilli aftur mælst talsvert betri árangur. Á myndinni er felld inn önnur lína sem merkt er „leiðréttur árangur". Það sem hér er verið að gera er að reyna að leggja mat á það hve stóran hlut af breytingunum megi rekja til tilfærslu á sæðingar- tíma milli mánaða. Leiðrétta línan reiknar árangur miðað við að sama hlutfall kúa hefði verið sætt í öllu mánuðum ársins öll árin. Eins og þama má sjá er einhver hluti af þeirri lækkun í árangri sem orðið hefur síðustu ár vegna tilfærslu á sæðingartíma. Sú mynd sem þama sést er ekki ólík því sem sjá má í mörgum öðr- um löndum á síðustu árum. Aukið framleiðsluálag vegna meiri afurða Mynd 3, sjá texta. hefur neikvæð áhrif á frjósemi kúnna. Eina land, þar sem ég man eftir að hafi á síðustu árum séð aðra þróun í þessum efnum, er Noregur. Þar í landi hefur í ræktunarstarfinu í nær þrjá áratugi verið stefnt að því að bæta frjósemi kúnna með kyn- bótum og tæpast verður annað ráð- ið af þeim tölulegu niðurstöðum, sem þar má sjá, en að það sé farið að skila mælanlegum árangri. I reynd eru fleiri vísbendingar um það að kúastofninum hér á landi hafi ekki hrakað mælanlega á síð- ustu árum gagnvart þessum eigin- leika. Ekki verður séð með saman- burði á nýjum og eldri tölum að nokkrar teljandi breytingar hafi orðið á bili milli burða hjá íslensk- um kúm á síðustu árum, en ef til vill er það um margt raunhæfasti frjósemismælikvarðinn. Einnig má á það benda að hlutfall kúa, sem fargað er vegna ófrjósemi, hefur lækkað umtalsvert á síðustu árum. Þó að ljóst sé að meginskýring þess sé að vísu hin gífurlega mikla förg- un vegna júgurbólgu, þá er það engu að síður ákveðin vísbending um að ófrjósemin er í þeim saman- burði miklu minna vandamál. Förg- un vegna ófrjósemi er yfirleitt hlut- fallslega miklu meiri í öllum ná- lægum löndum en hún er hér á landi. Árangur eftir árstímum Á mynd 4 er sýnt hvemig árangur mælist eftir árstímum. Þama hefur verið skoðaður annars vegar árang- Árangur sæðinga —1►-Mælt —■— Leiðrétt FREYR 11-12/2000 - 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.