Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 32
bú. Ýmist voru frjótæknir eða dýra-
læknar fengnir til þess. Þegar dýra-
læknir fangskoðar er algengast að
nýta ferð hans með öðru. Hann er
þó oftar kallaður til lágu búanna.
Meira ber á að einstaka kýr séu
skoðaðar á háu búunum á sama
tíma og fleiri kýr (flestar, jafnvel
allar) eru skoðaðar á lágu búunum.
Þessu ber vel saman við mat frjó-
tækna. Lágu búin virtust bráðlátari
og létu fangskoða um hálfri viku
fyrr hjá sér (tæpum 7 vikum eftir
sæðingu) í samanburði við háu bú-
in þó svo að ekki sé munurinn
marktækur.
Kvígur
Vanfóðrun seinkar kynþroska og
getur einnig haft áhrif á starfsemi
kynfæranna eftir að kynþroska er
náð. Offóðrun á orku getur einnig
haft áhrif á frjósemi. Offeitum dýr-
um er hætt við að verða ófrjó,
gjarnan vegna truflunar á hormóna-
kerfinu.
Ekki var munur á fóðrun kvíga
milli hópa. Á þeim tíma, þar sem
þær eru sæddar, var tæpur helming-
ur bændanna að velja svipað hey í
þær og kýmar. Að öðrum kosti
fengu þær laklegra hey eða leifar
frá kúnum. Á meðgöngunni fékk
heldur stærri hópur laklegra hey
og/eða leifar frá kúnum miðað við
það sem þær fengu á sæðingartím-
anum. Um það bil einni og hálfri
viku fyrir burðinn var í rúmum
60% tilfella byrjað að fóðra kvíg-
umar með kúnum. Aðlögunartím-
inn var heldur styttri hjá lægri
hópnum. Á um helming búanna
höfðu kvígumar aðgang að stein-
efnum, algengastur var saltsteinn-
inn.
Þar sem hægt var að koma því
við var lagt mat á þroska gripanna.
Þroski fyrsta kálfs kvígna var held-
ur misjafnari meðal lágu búanna í
samanburði við kvígur frá háum
búum.
Gróðurfarið virtist skipta mestu
máli þegar kvígur voru settar út á
vorin og munur milli hópa var ekki
fyrir hendi. Á tæplega fimmtungi
bæjanna var það pláss í fjósi sem
jafnframt hafði áhrif. Að vori voru
kvígumar ýmist á túni, úthaga eða
hvoru tveggja. Yfir sumarið var
mikill meirihluti þeirra hafður á
úthaga en að hausti voru þær á
flestum bæjunum hafðar á túnbeit.
Þá höfðu þær í um 60% tilvika
aðgang að grænfóðri, þar sem þær
ýmist voru látnar hreinsa eftir kýrn-
ar eða þá haustbærurnar hafðar með
kúnum.
Að meðaltali komu 10 kvígur inn
í framleiðslu á ári. Á flestum bú-
anna em kvígurnar í fjósinu en á
nokkrum í sér húsi. Margir nota
heimanaut á kvígumar, alveg eða
að hluta með sæðingum. Aðeins
var minna um notkun heimanauta á
háu búunum. Á þeim búum sem
kvígur voru sæddar var litið eftir
beiðsli um það bil tvisvar á dag,
háu búin höfðu tilhneigingu til að
fara aðeins oftar. Þetta var gjarnan
gert um leið og gefið var. Hvað
varðar umsjón með eftirliti kom
marktækur munur í ljós á milli hóp-
anna þar sem beiðsliseftirlitið var
meira í höndum sama aðilans hjá
háu búunum en dreifðist á fleiri á
lágu búunum. Um 60% bændanna
fannst kvígurnar halda jafn vel og
kýmar. Hinir töldu að kvígumar
héldu betur.
Langflestir miðuðu við að kvíg-
umar fengju við ákveðinn aldur en
tóku jafnframt tillit til þroska þeirra
og æskilegrar burðardreifingar í
fjósi. Miðað var við tæplega 20
mánaða aldur, ívið hærri á háu bú-
unum en munurinn ekki marktækur.
Vel flestir vildu að kvígurnar bæru
að hausti, gjarnan fyrr en kýmar ef
um haustburð var að ræða í fjósinu
og þær síðustu væru bomar um ára-
mótin. Rétt rúm 27% kvígnanna
náði ekki fangfestu við 20 mánaða
aldurinn (mynd 9) og eitthvað var
um förgun vegna þess að þær héldu
ekki. Uppgjafaraldurinn var í þeim
tilvikum 24-30 mánaða og lágu bú-
in höfðu tilhneigingu til að halda
lengur í þær.
Á um 60% búanna voru kvígurn-
ar fangskoðaðar. Lágu búin virtust
meðvituð um ástandið þar sem
hærra hlutfall þeirra lét fangskoða
gripina og kölluðu jafnvel til dýra-
lækni til þess. Á þeim búum var
líka meirihluti kvígnanna fang-
skoðaður en fangskoðunin var
meira bundin við einstaka gripi á
háu búunum. Þarna var marktækur
munur milli hópanna. Talað er um
að á bilinu 6-8 vikum eftir sæðingu
eigi að vera hægt að meta hvort um
fangfestu sé að ræða eða ekki.
Bændur voru mjög meðvitaðir um
I I % sem ekki festir
fang
□ % sem fær
slysafang
Mynd 9. Hlutfall kvígna sem ekki nœr að festa fang við 19,6 mánaða aldurinn,
auk Idutfalls kvíga sem festa fang fyrir œskilegan aldur.
32 - FREYR 11-12/2000