Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 21

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 21
Áhrif aldurs við burð á 1. mjólkurskeiði Mynd 6, sjá texta. Áhrif burðarmánaðar á 1. mjólkurskeiði Ljóst er að í þessum efnum hefur markviss þróun verið í gangi. Þetta má sjá glöggt á mynd 5 þar sem sýnd er burðartímadreifing annars vegar hjá kvígum sem báru árið 1991 og hins vegar þeim sem báru árið 1998. Þar sést glöggt að hlut- fall af haustbærum kvígum hefur aukist talsvert á þessu tímabili. Áhrif aldurs og burðartíma á afurðir Þegar þessir þættir eru ræddir er eðlilegt að þeir séu skoðaðir í sam- hengi við þau áhrif sem þeir hafa á afurðir hjá kvígunum á fyrsta mjólkurskeiði. Þessir þættir eru vel þekktir vegna þess að við kynbótamat kúnna eru þessi áhrif metin hverju sinni. Á mynd 6 eru sýnd áhrif aldurs kvígnanna við burð á afurðir þeirra á fyrsta mjólkurskeiði. Eins og vænta má eru afurðir meiri eftir því sem kvígumar eru eldri þegar þær bera fyrsta sinni. Nærri lætur að af- urðir á fyrsta mjólkurskeiði aukist um 50 kg fyrir hvern mánuð sem kvígan er eldri við burð. Þetta er fyrst og fremst skýrt sem áhrif þess að eftir því sem kvígumar em eldri eru þær einnig að öðm jöfnu betur þroskaðar þegar þær bera. Þessi áhrif hér á landi eru ákaflega lík því sem þekkt er í öðrum löndum. Sam- hljóða niðurstöður þaðan eru hins vegar að meiri afurðir hjá eldri kvígunum nái aldrei að greiða auk- inn uppeldiskostnað þeirra. Rétt er að minna á það að áhrif burðarald- ursins á afurðir á síðari mjólkur- skeiðum em nánast engin. Mynd 7 sýnir þau áhrif sem fram koma hjá íslenskum kvígum af burðartíma þeirra á afurðir á fyrsta mjólkurskeiði. Þar sést yfir 500 kg munar á afurðum á „besta“ burðar- tíma og þeim „versta". Mestum af- urðum skila kvígurnar sem bera að hausti og snemma vetrar en þær sumarbæru skila minnstum afurð- um. Full ástæða er til að benda rækilega á það að þessi áhrif eru meðferðaráhrif en ekki líffræðileg áhrif. Fyllilega eðlilegt virðist vera Mynd 7, sjá texta. að þær kvígur sem bera að hausti og snemma vetrar fái að jafnaði betri aðbúnað en aðrar vegna þess að meginframleiðsla þeirra fellur á þann tíma sem mjólk er greidd hæstu verði. Kvígumar sem bera að vori og um sumarið virðast hins vegar verða homreka. Þessar kvíg- ur koma með meginframleiðslu sína undir lok kvótaársins og verða því áreiðanlega margar mjög af- skiptar um fóðrun og meðferð í samanburði við aðrar kýr á búinu. Umfjöllun Þær niðurstöður sem hér hafa verið kynntar sýna að feikilega miklar breytingar hafa orðið á burðartíma og burðaraldri hjá fyrsta kálfs kvígum hér á landi á síðust tveimur áratugum. Þessar niðurstöður benda ein- dregið til að burðartími sé orðinn ráðandi þáttur við stjómun á burði hjá kvígunum. Það er orðið svo að á ótrúleg háu hlutfalli búa í landinu bera allar fyrsta kálfs kvígur á tímabilinu september til desember. Full ástæða er til að reyna að meta það hvort þessi þróun, sem hér er gerð grein fyrir, sé að öllu leyti æskileg eða hvort eðlilegt sé að endurskoða hana. Það er ljóst að í þessum efnum hafa aðstæður á hverju og einu búi vemleg áhrif þannig að um þetta verða ekki settar fram neinar niður- stöður sem eiga við á öllum búum. Þáttur í þeim breytingum, sem hér er gerð grein fyrir, eru tilraunir bænda til að jafna mjólkurfram- leiðslu eftir árstímum og auka mjólkurframleiðslu á þeim tíma árs sem hún er greidd hæstu verði. Frh. á bls. 36 FREYR 11-12/2000-21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.