Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 38
Það veltur síðan á fram-
leiðsluaðstæðum á hverju búi hvort
skynsamlegt er að hámarka fóður-
framlagið á lítra, mjólkurkú eða ha
ræktarlands.
Áhrif sláttutíma og
endurræktunartíðni á
framlag fóðurs
Akvarðanir um sláttutíma og
tíðni endurræktunar eru veigamest-
ar varðandi ákvörðun á gæðum fóð-
urs. Gæðafóðri má ná með því að
slá tún snemma eða endurrækta tún
ört og auka þannig hlutfall orkuríks
sáðgresis í fóðrinu. Endurræktun
túna kostar fjármagn sem fylgir því
að vinna upp tún og sá nýjum teg-
undum í það. Snemmslátturinn
kemur niður á endingu sáðgresis og
dregur úr uppskeru og því verður
hvert þurrefniskg af snemmsleginni
uppskeru dýrara en ef seinna er
slegið. Verðmætið eykst hins vegar
vegna hærri meltanleika og þar
með hærra fóðrunarvirðis. Nokkurt
samspil getur verið á milli heppi-
legasta sláttutíma og endurræktun-
artíðni og jafnvel á milli burðar-
tímaskipulags, afurðastigs, endur-
ræktunartíðni og sláttutíma. Hér
verður framlag fóðurs á lítra skoð-
að við mismunandi afurðastig og
burðartímaskipulag.
Burðartímaskipulagið er tvenns
konar:
1 Haustburður: 80% kúnna bera 1.
október, 10% 1. febrúar og 10%
1. júní.
2 Jafn burður: 34% kúnna bera 1.
október, 33% 1. febrúar og 33%
1. júní.
Afurðastigin eru tvö:
1 4500 kg meðalnyt
2 5500 kg meðalnyt.
Miðað er við tveggja slátta kerfi
þar sem seinni sláttur er sleginn 20.
ágúst og fyrri sláttur á bilinu 15.
júní til 25. júlí. Endurræktunar-
kerfin eru á 5-10-20 og 40 ára
fresti.
* Aðrar forsendur:
* Greiðslumark 100 þús. lítar
* Kjamfóðurverð 30 kr./FEm
* Fymingar em núllaðar
* Landleiga er engin
* Tapávellil5%
* Rýrnun fóðurgæða í geymslu
5%
* Heygjöf m. beit 2 kg/kú/dag
* 25% af uppskeru endurræktunar-
árs nýtist
* Við endurræktun er sáð vallar-
foxgrasi
* Miðað er við rúlluverkun heys.
Við haustburð virðist ekki vera
mikill munur á framlagi fóðurs eftir
afurðastigi (/. mynd). Þó virðist
lægra afurðastigið skila heldur
hærra framlagi. Þetta er eðlilegt
miðað við forsendur útreikning-
anna þar sem meira kjamfóður þarf
við hærra afurðastigið en á móti
kemur að hlutfall viðhaldsfóðurs
verður lægra með meiri afurðum og
það skilar sér til baka í minna flat-
armáli túna (5. mynd). Við jafnan
burð skilar lægra afurðastigið hærra
fóðurframlagi og einnig virðast
vera samspilsáhrif á milli endur-
ræktunartíðni og sláttutíma (2.
mynd). Á 2. mynd sést að hag-
kvæmni tíðrar endurræktunar vex
með vaxandi afurðum sem ekki
þarf að koma á óvart. Hagkvæm-
asti meðalsláttutími er í öllum til-
fellum á bilinu 25. júní til 5. júlí
(miðað við að skrið vallarfoxgrass
sé viku af júlí).
Jafn burðartími skilar að jafnaði
hærra fóðurframlagi en haustburður
sem bendir til þess að greiðsla fyrir
vetrarmjólk nái ekki að greiða mun
á framleiðslukostnaði.
Á 3. mynd má sjá áhrif meðalnyt-
ar á fóðurframlag og landnotkun.
Með aukinni meðalnyt dregur úr
landþörf þar sem hlutfall viðhalds-
fóðurs fer lækkandi og gróffóðri er
skipt út fyrir aðkeypt kjamfóður.
Gripum fækkar einnig svo að fóð-
urframlag deilt á gripi og ræktað
land fer hækkandi. Erfitt er að
meta kostnað þess að nota stærra
ræktunarland þar sem fjölmargir
þættir spila inn í. I fyrsta lagi er
erfitt að meta langtímaleigu ræktar-
lands sem líta má á sem afskriftir
frumræktunarkostnaðar. í öðru lagi
verður að huga að launakostnaði
vegna fóðuröflunar sem ekki er tek-
inn inn í útreikningana. Annað,
-e—5 ár —h—10 ár —e—15 ár —x—20 ár
-e—5 ár —h—10ár —e—15ár —*—20 ár
1. mynd. Framlag fóðurs við mismunandi endurrœktunartíðni og sláttutíma -haustburður, 4500kg meðalnyt til hœgri
og 5500 kg meðalnyt til vinstri.
38 - FREYR 11-12/2000