Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 51

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 51
þeirra er aðeins um 30% við fyrstu sæðingu. Við stigun á bilinu 3-3,5 er fangprósenta á bilinu 60-70% en verði kýmar mjög feitar um burð, þannig að þær stigast með 4 eða hærra fellur fangprósent í um 50%. I þessari tilraun eru feikilega ná- kvæmar mælingar á fjölmörgum efnaskiptaþáttum og frjósemisþátt- um, sem eiga að geta veitt nýja þekkingu um hvað það er sem í raun fer úrskeiðis hjá gripnum. Lyfjafyrirtæki í nautgriparækt Erfðatækni hefur verið notuð til að framleiða nautgripi, ær og geitur sem framleiða í mjólk ýmis verð- mæt efni fyrir lyfjaiðnað. Þessum gripum er oft fjölgað með klónun. Sagt er frá því að margir af lyfjaris- unum séu nú að koma upp fjósum víða um lönd til slíkrar framleiðslu. Ljóst er að dreifingin á þessari starfsemi er þáttur í áhættudreif- ingu. Áhrif nythæðar á bætiefni í mjólk Gerð er grein fyrir niðurstöðum úr tilraun þar sem könnuð voru áhrif nythæðar á magn af E-bæti- efni og beta karótíni í mjólk. Þessi efni eru þekkt andoxunarefni og hafa því mikla þýðingu í sambandi við geymsluþol mjólkurfitunnar. í ljós kom að hlutfallslegt magn þessara efna lækkar eftir því sem nyt hækkar. Vísbendingar fundust um að hámark þessara efna, sem gripnum er mögulegt að skilja út í mjólk á dag, væri fyrir hendi og eft- ir því sem það þynnist í meira mjólkurmagni verður magn í hverj- um lítra því rninna. Um leið kom í ljós að verulegur munur virtist vera milli gripa í framleiðslu þessara efna og hann virtist erfðabundinn. Mismunandi fóðrun á kvígum Greint er frá tilraun með Ayrshire kvígur þar sem fóðrað var mismun- andi á meðgöngutíma kvígnanna. A 2.-6. mánuði var fóðrað annars veg- ar hæfilega (M) og hins vegar kröftug fóðrun (H) og tilsvarandi flokkaskipting var í 7.-9. mánuði meðgöngu. Þannig fengust fjórar mismunandi hópmeðferðir gripa, MM, MH, HM og HH. Niðurstöð- umar voru þær að engin áhrif voru af mismunandi fóðmn á fyrri hluta meðgöngutímans á afurðir kúnna á fyrsta mjólkurskeiði en kvfgumar sem fengu meiri fóðrun á síðasta hluta meðgöngutímans skiluðu 11% meiri afurðum á fyrsta mjólk- urskeiði. Fræðileg þekking og hagnýt reynsla um bráðadoða samþætt I áranna rás hafa verið settar fram fjölmargar kenningar um aðferðir til að fyrirbyggja bráðadoða hjá kúm. Einnig er fyrir hendi gífurlega mikil reynsla hjá dýralæknum og ráðunautum í þessum efnum. Danir vinna nú að því að samhæfa þessa þekkingu í „sérfræðikerfi“. Hér er vafalítið um mjög forvitnilegan hlut að ræða þegar niðurstöður koma. Lengri mjólkurskeið Umræðan um að ekki sé endilega heppilegast að stefna að burði hjá kúm með árs millibili hefur orðið almennari eftir því sem afurðir kúnna aukast. í Dan- mörku er nú hafin tilraun meðal bænda í lífrænni mjólkurfram- leiðslu þar sem bera á saman hag- kvæmni þess að kýrnar séu látnar bera á 12 mánaða fresti og 18 mánaða fresti. Viðskipti með búfé dreifa sjúkdómum FAO, Matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna, varaði nýlega við því að sala á lif- andi búfé um víða veröld leiddi til þess að sífellt fleiri sjúkdómar dreifast nú um heiminn. Ymsir búfjársjúkdómar hafa í seinni tíð komið upp á svæðum sem liggja langt frá þeim stöðum þar sem þeir hafa áður þekkst. í Jemen dóu fýrir skömmu 50 manns af Rift Valley hitasótt, jafnf- ramt því sem helmingur af búfé í héraði í vesturhluta Jemen hefur fallið fyrir þessum sjúkdómi. Þá hafa 16 manns einnig dáið úr sjúk- dómum í Sádi-Arabíu í héraðinu Jizan sem á landamæri að Jemen. Fram að þessu hefur sjúkdóm- urinn einungis fundist í Afríku. Rift Valley hitasótt er veirusjúk- dómur sem dreifist með bitmýi og milli smitaðra dýra eða manna. Nafn sitt dregur hann af Rift Valley í Kenya í Austur-Afríku þar sem hann fannst fyrst, árið 1930. Talið er að hann hafi annað hvort borist með fólki eða búfé til Jemen. Fyrir skömmu kom upp gin- og klaufaveiki á svínabúi í Suður- Afríku, 70 grísir drápust en 600 var slátrað. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1956 að sjúkdómurinn hafði komið þama upp og það af- brigði veirunnar, sem þama var á ferð hafði aldrei fundist í Suður- Afríku. Starfsmenn FAO grunar að svínin hafi smitast af fóðri sem flutt var inn ólöglega. Fyrr á þessu ári kom sjúkdóm- urinn bluetongue, eða „blátunga“ upp í Búlgaríu og eynni Sandíníu, sem heyrir til Ítalíu. Sjúkdómur- inn er banvænn og leggst einkum á sauðfé og veldur því að tungan og andlitið bólgnar upp og blæs út. Sjúkdómurinn hefur aldrei áð- ur komið upp á þessum stöðum. I Bretlandi hafa á þessu ári komið upp allmörg tilfelli af svínapest en talið var að henni hefði verið útrýmt þar fyrir löngu. (Landsbygdens Folk, nr. 39/2000). FREYR 11-12/2000 - 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.