Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 13

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 13
markaðinn í raun miklu breytilegri en áður var. Krafan um matvöru sem er ein- föld og þarfnast lítils undirbúnings fyrir neyslu er stöðugt vaxandi. Þá er ljóst að kröfur um matvæla- öryggi aukast stöðugt og neytand- inn verður meira og meira upptek- inn af hollustu og uppruna mat- væla. Sífellt meira af matvælum er neytt tilbúinna. Það verður aukin samkeppni á milli verslana og mat- sölustaða (hótel, skyndibitastaðir o.s.frv.) um að bjóða neytendum tilbúna málsverði. Mjólkurvörur eiga mikla mögu- leika á slíkum markaði, þær eru góðar, hollar og næringarríkar. Mjólkuriðnaður á Norðurlöndum er vel í stakk búinn til að mæta nýjum og breyttum kröfum neytenda og þess vegna á að vera fyrir hendi traustur grunnur fyrir mjólkurfram- leiðslu á komandi árum í þessum löndum. Síðari hluta mánudagsins fóru ráðstefnugestir í feikilega vel heppnaða ferð í Skagafjörð og um- hverfis Tröllaskaga sem ekki verð- ur fjallað um hér. Þjónusta við kúabændur Aðalefni ráðstefnunnar að þessu sinni var sú mismunandi þjónustu- starfsemi (netið), sem snýr að kúa- bændum í dag. Um það var fjallað frá ólíkum sjónarhomum. Að von- um var umfjöllun hvers og eins nokkuð bundin við þann sjónarhól, það land, sem viðkomandi kom frá. Þegar umræðan var skoðuð í heild kemur hins vegar í ljós að vanda- málin, sem hver og einn er að fást við, em ótrúlega lík og mikið þau sömu frá landi til lands. I þessari umfjöllun reið á vaðið ungur finnskur bóndi, kona að nafni Barbro Sumelius-Koljonen. Hún er ekki neinn dæmigerður finnskur bóndi því að hún bjó við tæplega 125 mjólkurkýr og virtist eftir upp- gefnum tölum vera með fram- leiðslu eitthvað á aðra milljón lítra mjólkur á ári. Bú af þessari stærðar- Setning 27. NÖK-þingsins i' hátíðarsal gráðu eru enn ákaflega fá í Finn- landi. Hún fjallaði þarna um mis- munandi þætti; mjólkurbú, slátur- hús, sæðingarstarfsemi, ráðgjafa- þjónustu á ýmsum sviðum, endur- menntun o.s.frv. Yfirleitt fékk flest af þessari þjónustu góða einkunn hjá henni þó að ýmsar ábendingar kæmu einnig fram um hluti sem betur mættu fara. Sá þáttur, sem að hennar mati var lakastur í þessu þjónustuneti, var starfsemi sem snýr að styrkjakerfi, sem eftir inn- göngu í EB er stórt og mikið kerfi. Það var talið alltof skrifræðislegt og svifaseint. Einnig var hún óánægð með stuttan pönturtíma á hverjum degi hjá frjótæknum. Þá taldi hún kostnað við að losna við gripi sem drepast eða þarf að farga vegna slysa óheyrilegan, en í þeim efnum búa bændur í öðrum löndum við mun strangari reglur en eru hér á landi. Forvitnilegt var að heyra umfjöll- un hennar um viðleitni til að koma á gæðastýringu í mjólkurfram- leiðslu í Finnlandi. Þar hefur verið í gangi mikil endurmenntun í tengsl- um við það. Grunnhugmyndimar vefðust því miður of fyrir sumum. Að sjálfsögðu væri færsla á gæða- handbók ekki ávísun á hærra afurðaverð. Tilgangur gæðastýring- arinnar er að byggja upp hjá bænd- um betri afkomu með bættum Mennaskólans á Akureyri, „Hólum “. (Ljósm. Jóhannes Torfason). vinnubrögðum í daglegu starfi og því að draga úr því tapi sem yrði vegna þess að gæði framleiðslunnar færu úrskeiðis. í lok erindisins lagði hún áherslu á að hugurinn mætti ekki eingöngu vera bundinn starfinu, fólk yrði einnig að veita sér afslöppun og ánægju í tómstundum. Erindinu lauk hún með þeim orðum að kúa- bændur mættu alls ekki einskorða umræðu sínu við það hversu slít- andi og erfið vinnan í mjólkurfram- leiðslunni væri, uppskera þess yrði aðeins að gera unglingana afhuga búskap. Líf bóndans er fjölbreytt og sjálfstætt. Menn njóta þess að búa í sveitinni. I raun er ekkert þægilegra en að búa með kýr. Magnús B. Jónsson, rektor á Hvanneyri, fjallaði um menntun í landbúnaði og gerði grein fyrir uppbyggingu búnaðarmenntunar hér á landi. Finn Strudsholm frá Danmörku fjallaði um rannsóknir fyrir naut- griparæktina. Hann er forstöðu- maður fyrir nýrri rannsóknarmið- stöð nautgriparæktarinnar í Dan- mörku og var meginmál í erindi hans að gera grein fyrir uppbygg- ingu hennar. Eins og sumir lesendur þekkja er miðstöð hinnar ríkisreknu tilrauna- starfsemi í landbúnaði í Danmörku á Foulum á Jótlandi. Árið 1998 FREYR 11-12/2000 - 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.