Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 53
hjá gemlingum er ekki eins mikil
og síðar. Hér getur verið um eðlileg
lífeðlisfræðileg áhrif að ræða.
Niðurstöður
skoðanakönnunnar um
stöðuna á hollenskum
kúabúum
Niðurstöður skoðanakönnunar
byggja á svörum við mjög ítarleg-
um spumingalista frá fast að því
þúsund búum. Könnunin er gerð í
árslok 1998.
A búunum vom að meðaltali rúm-
lega 50 mjólkurkýr og landstærð
þeirra var að meðaltali um 32 ha.
Að meðaltali var burður kvígnanna
á þessum búum við 25,6 mánaða
aldur. Meirihluti bændanna sagðist
hafa skýrar viðmiðanir um það að
hverju væri stefnt um aldur kvígn-
anna við burð. Yfir helmingur
stefndi að burði við tveggja ára ald-
ur þó að aðeins 24% þeirra næðu
því marki. Á þeim búum, sem höfðu
markmið til að stefna að, voru
kvígumar raunhæft yngri við burð
en á hinum búunum.
Bændumir hugleiddu greinilega
minna þunga kvígnanna við burð
og raunverulegar þungatölur voru
aðeins fyrir hendi á rúmu einu pró-
senti kúnna.
Förgun á kúnum á þessum búum
var að jafnaði um 32% á ári. Af
kvígunum er um 19% sem er fargað
á fyrsta mjólkurskeiði. Ástæður
fyrir förgun þeirra eru að um þriðj-
ungur fer vegna ófrjósemi og annar
þriðjungur vegna ónógra afurða, en
hjá fyrstakálfs kvígunum er um
17% förgunar vegna júgurbólgu og
þátta sem tengjast júgri og spenum.
Ásetningshlutfall á kvígukálfum
er það sama og þekkt er hér á landi
eða tæp 80% kvígukálfanna eru
aldir til ásetnings.
Að jafnaði voru ásetningskvíg-
urnar teknar af mjólk við 10,4
vikna aldur, en hollenskar ráðlegg-
ingar hljóð hins vegar upp á að það
skuli gert fyrr eða við 8-9 vikna
aldur.
Aldur réð mestu um það hvenær
farið var að halda kvígunum, en
einnig var tekið tillit til þroska
þeirra og á 22% búanna var tekið
tillit til árstíma við þá ákvörðun. Á
nokkuð innan við 20% búanna voru
heimanaut notuð fyrir kvígumar.
Merkilegustu niðurstöður úr þess-
ari könnun meðal bændanna eru
þegar kernur að mati bænda á kostn-
aði við uppeldi. Um 36% bændanna
mátu uppeldiskostnað á kvíguna
1500 hollensk gyllini eða lægri, en
höfundur fullyrðir að raunverulegur
uppeldiskostnaður við þær aðstæður
sem um ræðir sé 2000-2500 gyllini á
hvem grip. Höfundur segir þennan
kostnað greinilega stórlega
vanmetinn og miklu meira en annan
kostnað á kúabúunum. Hann segir
að flestum sé ljós aukinn kostnaður
vegna lengri uppeldistíma þegar
kvígurnar eru gerðar eldri. Hitt
dyljist flestum að eftir því sem
kvígurnar verða eldri við burð,
miðað við fast förgunarhlutfall, þurfi
fleiri kvígur til endumýjunar. Segir
hann að á 100 kúa búi þurfi þannig,
miðað við 30% förgunarhlutfall
kúnna, sex kvígum fleira til end-
umýjunar ef þær em 26 mánaða að
meðaltali þegar þær bera fyrsta kálfi
í stað 24 mánaða.
Hér verður ekki fjallað um hið
umfangsmikla líkan sem höfundur
hefur byggt upp til að meta mis-
munandi valkosti í uppeldinu. Meg-
inniðurstaða hans er að hagkvæm-
ast sé að stefna að mun yngri kvíg-
um í framleiðslunni en nú gerist.
Hagkvæmdustu niðurstöðu fær
hann með kvígum sem eru tæpra 23
mánaða þegar þær bera fyrsta kálfi.
Hann segir að lenging á meðalaldri
kvígnanna, þegar þær beri fyrsta
kálfi, um einn mánuð lækki meðal-
tekjur á dæmigerðu hollensku kúa-
búi um rúm 4% á ári.
Þessar niðurstöður eru fengnar
miðað við dæmigerðar aðstæður í
hollenskri mjólkurframleiðslu.
Þær verða aldrei skoðaðar sem
annað en vísbendingar. Höfundur
hafði samt einnig reynt líkanið
með gögnum frá Pennsylvaníu í
Bandaríkjunum, þar sem beit er
mikið notuð og fékk mjög sam-
hljóðandi niðurstöður.
Lá
Lamadýr gæta
sauðfjár
Lamadýr geta eftir nokkur ár
orðið jafn útbreidd í Noregi og
smalahundar, að áliti Jan Martin
Amemos, dýralæknis og eiganda
lamadýra, í Tynset í Noregi, en
hann hyggst nú skrifa bók um
uppeldi lamadýra.
Jan Martin Amemo hefur meiri
trú á lamadýrum en hundum til að
gæta sauðfjár á beit. Lamadýrið
er grasæta eins og féð, það er að-
lagað erfiðu umhverfi og samlag-
ast auðveldlega fjárhópnum.
Lamadýrið heldur hópnum saman
og er ágengt gagnvart ógnandi
dýmm og mannfólkinu, en í Nor-
egi stafar sauðfé á sumarbeit
hætta af ýmsum rándýrum, svo
sem úlfi, birni og gaupu.
í Noregi eru nú um 100 lama-
dýr, en einungis 4-5 bændur
stunda ræktun á þeim.
(Bondebladel nr. 45/2000).
Litlar heyrúllur
Nokkrir sænskir bændur hafa
fundið sér þá aukabúgrein að
framleiða litlar plastaðar heyrúll-
ur, 55 cm að þvermáli sem vega
40 kg. Kaupendur eru hestaeig-
endur sem eiga allt upp í 5-6
hesta. Fyrir þá eru hinar hefð-
bundnu rúllur of stórar og fóðrið
getur skemmst áður en tekst að
nýta það að fullu. Verðið er allt að
1.000 kr. á rúllu og margir hesta-
eigendur telja þetta góðan kost, að
sögn sænska blaðsins Land.
(Bondevennen, nr. 46/2000).
FREYR 11-12/2000 - 53