Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 24

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 24
miðjum skala, 5, er það sem þar er krafist. Þá er metið hvemig festa á júgri við búkinn er. Þama viljum við sjá sterklega festingu og há gildi eru það æskilega. Þá er júgur- band metið. Eins og að framan er nefnt er þetta sá þáttur sem viðhorf gagnvart því æskilega hafa mikið verið að breytast. Hjá hámjólka kúm er sterkt og greinilegt júgur- band ómetanlegur kostur og þarna eru há gildi því vafalítið af hinu góða. Síðasti þátturinn, sem metinn er, er júgurdýpt og þar er ljóst að há gildi eru það æskilega. Þess má geta að í erlendum rannsóknum á síðustu ámm kemur mjög glöggt fram að júgurdýptin er sá þáttur í útlitsmati kúnna sem virðist hafa langsamlega mest samhengi við júgurheilbrigði kúnna og endingu þeirra. Sama vísbending kemur fram í athugun sem Jóhannes Sím- onarson vann í lokaverkefni sínu frá búvísindadeildinni á Hvanneyri þar sem hann bar saman útlitsmat og frumutölumælingar hjá kvígum á fyrsta mjólkurskeiði. Þegar spenar eru skoðaðir við línulegt mat em tölur settar á fimm þætti. Spenagerðinni er lýst. Rétt er að vekja athygli á að þetta er lýsing en þessi þáttur er yfirleitt ekki með við línulegt mat á kúm af erlendum kúakynjum. Hér er samt vafalítið æskilegt að sjá spenagerð með gild- um sem næst miðjum skala. Lengd spena er því næst metin. Algengur galli hjá íslenskum kúm eru of langir spenar. Ljóst er að skoðun mjög margra bænda er sú að spenar megi ekki verða of stuttir. Gildi á bilinu 6-8 er því líklega það sem flestir mundu telja æskilegt. Þá er þykkt spena metin. Þama eru gildi nálægt miðju kvarðans það æski- lega. Næst er það staða framspena sem er skoðuð. Akaflega erfitt er að á grunni erlendra rannsókna að meta hvaða spenastaða er æskileg- ust en vísbendingar em samt úr sumum slíkum rannsóknum um að þétt settir spenar séu jákvæðir gagnvart júgurhreysti. Fullyrða má að lægri gildi en 5 eru galli hjá ís- lenskum kúm, en erfiðara að meta hvort hærri gildi séu jákvæð. Hér er ef til vill ástæða til að nefna að hjá mörgum erlendum kúakynjum hafa orðið vemlegar breytingar í þessum efnum á seinni ámm en ef til vill um of þannig að afturspenar eru orðnir mjög þétt settir og vísa sam- an. Þetta kemur sumsstaðar upp sem vandamál með nýrri sjálfvirkri mjaltatækni og er þess vegna farið að meta þennan þátt einnig hjá þessum kynjum. Að síðustu er gerð á spenaoddi lýst. Þennan þátt er yf- irleitt ekki að sjá í mati á erlendum kynjum, en hér em gildi á miðjum skala hið æskilega. Mjaltir og skap eru á línulega skalanum í raun það sama og í dómstiganum, aðeins kvarðað á annan hátt. Þama er að vísu við dóm á mjöltum verið að kvarða hve fljótt kýrnar mjólkast, en fleiri þættir geta komið inn í stigun eftir dómstiganum. Þegar skap er kvarð- að línulega er einnig horft til við- kvæmni kúnna, en skapharka ekki með í myndinni eins og getur verið við mat eftir dómstiga. Að síðustu eru aukaspenar ná- kvæmlega skráðir þó að þar sé aug- ljóslega ekki um hliðstætt línulegt mat að ræða og um önnur atriði. Þama er gildið 1 ef kýrin er án aukaspena, 2 er gefið ef nánast er aðeins um að ræða vörtu, 3 ef er einn greinilegur aukaspeni, 4 táknar að um er að ræða einn aukaspena með greinilegum kirtli, 5 táknar tvo aukaspena, 6 táknar tvo aukaspena þar sem um leið er kirtill við auka- spena, 7 er gefið þegar aukaspenar em fleiri en tveir, 8 þegar eru fleiri en tveir aukaspenar og auk þess kirtill við aukaspena og 9 er að síð- ustu gefið þegar um er að ræða aukaspena sem er samvaxinn við annan hvorn afturspenann hjá kúnni. Það er ljóst að í línulega matinu er ekki mögulegt að fá neinn heildardóm um kúna með því að leggja saman einstakar einkunnir eins og hægt er við dómstigann. Þess vegna fæst enginn slíkur dómur um kúna úr línulega mat- inu, þó að það sé miklu nákvæmari lýsing á gripnum, og eins og áður segir að reynslan sýn- ir að fellur betur að því að fram- kvæma t.d. mat á afkvæmahópum (vegna hærra arfgengis). Ljóst er að mikilvægasti þáttur dómanna verður ætíð að geta með þeim fengið sem nákvæmast mat á þá eiginleika sem þar eru metnir vegna afkvæmadóma á nautum. Aðeins á þann hátt er hægt að vænta einhverra áhrifa í ræktunar- starfinu. Erlendis þar sem línulegt mat hefur lengi verið í notkun og gagnagrunnur í slíkum dómum er mjög víðfemur eru reiknaðar heildareinkunnir fyrir einstakar kýr á grunni línulega matsins. Þær byggja þá á því að gefa einstökum þáttum í línulegu mati mismun- andi vægi. Einnig þarf að skil- greina skýrt kjörgildi allra þeirra þátta sem eiga að vera með í eink- unn. Rannsóknir hafa sýnt að slík einkunnagjöf er ákaflega næm fyrir því að slík kjörgildi sé ná- kvæmlega rétt skilgreind fyrir þá eiginleika sem hafa kjörgildi ein- hvers staðar inni á skalanum, sem er tilfellið fyrir mjög marga af þeim þáttum sem verið er að dæma eins og fram kemur hér að framan. Þá sýna erlendar rannsóknir einn- ig að línuleg kvörðun á sumum eig- inleikum er verulega háð ýmsum föstum umhverfisþáttum, eins og t.d. aldri kúnna eða stöðu á mjólk- urskeiði. Þess vegna er nauðsynlegt við útreikning á heildareinkunn að geta gert leiðréttingar vegna slíkra þátta og þau áhrif verða því að vera þekkt af nægjanlegu öryggi. Enn sem komið er er sá gagna- grunnur sem við eigum úr línulegu mati á íslenskum kúm of takmark- aður til þess að þessir tveir þættir, kjörgildi eiginleika og leiðréttingar vegna ýmissa ytri þátta, verði metnir af nægjanlegri nákvæmni til að byggja megi upp trausta heildar- einkunn fyrir einstaka gripi á grunni línulega matsins. 24 - FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.