Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 7

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 7
úrulega eftir umfangi heyskapar þeirra. Eg hef sagt að hann þurfi að bagga a.m.k. 15.000 bagga árlega til að fullnýta afkastagetu tækja sinna. Bessi er auðvitað lykilmaðurinn í öllu þessu, það þurfa að vera til menn eins og hann, a.m.k. einn í hverju héraði, sem eru tilbúnir að taka áhættu. Svo heyjar hann sjálfur í Vall- hólma, þar sem graskögglaverk- smiðjan var rekin þangað til í ár. Já, hann er með um 200 ha af túni þar á leigu og heyjar þar til að selja, en hluta af þeim túnum endurleigir hann til bænda jafnframt því að selja þar sína eigin vinnu, en megn- ið heyjar hann fyrir eigin reikning. Afköstin hjá útgerð hans eru svo mikil að hann ræður við þetta. Svo þarftu að flytja baggana heim? Já, það fer mestur tími í það, til þess þarf greip á dráttarvél og vagna, en það má gera það í hvað veðri sem er og það er best í rign- ingu. Hvaða munfinnurþú á kringlóttu rúllunum eða ferköntuðu böggun- um eins og Bessi er með? Eg geri ekki mjög mikið upp á milli þeirra en ferköntuðu baggam- ir geymast betur, þeir em það þéttir. Þó að það komi slysagat á þá þá skemmist sáralítið. Auk þess taka baggamir minna pláss í stæðu og staflast mjög skemmtilega og þeir riðlast síður. Auk þess er miklu auðveldara að gefa úr þeim en það liggur í því að ekki þarf að rista þá í sundur eins og rúllumar, heyið liggur í lögum. Með því að hlaða upp tveimur böggum þá er sá efri í vinnuhæð og það munar heilmiklu, þá er helmingurinn af gjöfinni í þægilegri hæð, en ég nota hjóla- kvísl til að gefa kúnum en ber á garða fyrir féð. Er staðið félagslega að endur- rœktuninni hér um slóðir? Já, sú hefð er hér í góðum far- vegi. Við bændur í þessum hreppi rekum saman jarðvinnslutæki. Þessi tæki em: Plógur, þrjú herfi, flagjafnari og fleiri tæki. Það er búnaðarfélag hreppsins sem stend- ur að þessu og við leigjum tækin gegn daggjaldi. Eg er ákaflega ánægður með þetta fyrirkomulag. Með þessu móti lækkar stofnkostn- aður hvers bónda verulega og nýt- ing tækjanna eykst. Plógurinn er t.d. notaður í um 35 daga á ári og sum hinna tækjanna álíka mikið. Fóðrun kúnna Hvernig hagar þú fóðrun kúnna hjá þér? Eg bý þröngt, eins og komið er fram, og er með mikið grænfóður og gef allmikið af heimaræktuðu byggi en aftur lítið af heyi. Kýmar byrja á grænfóðurbeit um miðjan júlí að jafnaði, eftir það má segja að þær fari ekki á tún til beitar. Grænfóðrið endist oftast út október. Auk þess rúlla ég töluvert af grænfóðri í kým- ar sem endist langt fram á vetur. Eg er með úrvalsland niður við Héraðsvötnin sem flæðir á vetrum og ég get því ekki ræktað gras þar vegna kalhættu. Eg nota það hins vegar fyrir grænfóður og beiti kún- um grimnit á það. Þetta land gefur óhemju uppskeru. Eg beiti fyrst á sumrin á bygg og rýgresi síðan tek- ur við rýgresi og vetrarrepja. í allt grænfóður sem ég sái set ég svolítið Kýrnar á leið heim til mjalta. bygg, með eða um 5 kg á ha, til að fá tréni í fóðrið. Ég hef lent í tals- verðum vandamálum út af klauf- sperru, einkum í fyrstakálfs kvíg- um. A eftir rýgresinu og repjunni tek- ur svo við beit á næpu. Ef vel tekst til endist hún fram í nóvember. Grænfóðrið sem ég slæ er blanda af rýgresi repju og byggi, þar sem rýgresið er aðaluppistaðan. Þetta gefur alveg feykilega góða upp- skeru og góðan endurvöxt, sem ég beiti. Kýmar fá alltaf fulla gjöf af heyi á kvöldin allt sumarið og eru hýstar, þannig eru sáralítil viðbrigði fyrir þær að koma inn á haustin og einn- ig ef hret gerir síðsumars. Ég tel mjög mikilvægt að fá rófur eða næpur sem vetrarfóður, en hingað til hefur okkur skort tækni til að sá, uppskera og geyma þær í stórum stfi. En ég er sannfærður um að ekki verður langt þangað til við fömm að líta á þetta fóður sem sjálfsagt vetrarfóður. Ég hef verið með næpur í mörg á og uppskeran hefur alltaf verið mjög mikil. Kýmar eru úti á beit á daginn langt fram á haust. Ég læt sæða þær á síðasta gangmáli útigangsins eða um 20. október. Kvígumar tek ég inn til kúnna um mánuði fyrir Best er að kvígumar beri 25 mán- aða gamlar, kostnaður við þær er þá minnstur og þær mjólka þá tiltölu- FREYR 11-12/2000 - 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.