Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 31

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 31
80 70 ---------r 60 50 40 30 20 10 0 J®—-—------------- Há bú Lág bú Mynd 8. Helstu beiðslisvandamál sem upp koma á búunum. □ Halda ekki □ Ekkert blóð mi Beiða óreglulega I I Útferð lengi □ Lítil útferð □ Sýna ekki beiðsli □ Beiða ekki þó kemur það fyrir og þá oftar á lágu bæjunum. Yfir helmingur frjótækna telur bestan árangur í sæðingum nást í lausagöngufjósum vegna hreyfing- ar og samneytis kúnna. Tæp 40% þeirra telja hins vegar mjaltabása- fjósið best því að þá sé bóndinn til staðar þegar kýrin sýnir beiðslisein- kennin. Yfirleitt fengu frjótæknar aðstoð og það var oftast bóndinn sem aðstoðaði við sæðingu. Gripi í lausagöngu var þó sjaldnast búið að handsama áður en frjótækni bar að garði, aðeins í um 12% tilvika var hægt að ganga út frá því. Um helmingur búanna taldi sig fá leiðbeiningar hjá frjótækni er varða sæðingatíma, beiðslisgreiningu og nautaval en minna væri um leið- beiningar frá þeim tengdar ófrjó- semi. Helst töldu frjótæknamir vera rætt um almenna hluti og þá einnig vikið að frjóseminni. Þeir segja til um ef þeim fínnst kýmar, sem þeir eru kallaðir til, ekki vera að beiða og tæp 70% þeirra hætta stundum við að sæða þær kýr. Jafn- framt biðja þeir bóndann um að fylgjast vel með þeim kúm sem þeim finnst vera verið að sæða of snemma í beiðslinu og um það bil helmingur frjótækna vill ekki sæða kýr sem blóð er komið frá. Rúm- lega helmingur bændanna óskaði eftir nautum annað hvort, við pönt- un á sæðingu, eða þegar frjótæknir kom og einhver hluti bað frjótækni um að velja naut. Reyndu nautin em gjaman valin fyrst, næst er tek- ið tillit til ákveðinna gæðaþátta og loks koma ungnautin í röðina. Fá- einir velja naut með tilliti til lita. Mat frjótækna var að almennt sé fóðrun og umhirða góð á viðkom- andi búum en væru athugasemdir um lélega umhirðu var það á lágu búunum. Meirihluti búanna taldi haustið æskilegastan burðartíma, sum hver lágu búin vildu láta burð hefjast strax í ágúst en háu búin töldu sept- ember betur til þess fallinn. Tæp- lega 70% búanna vildi að burði yrði lokið um áramótin. Til að ná settu marki var meirihlutinn fylgjandi því að flýta kúnum ef hægt væri og byrja að sæða strax 6 vikum eftir burðinn. Minnihlutinn var tilbúinn að seinka kúnum til að ná markinu, allt frá einum upp í fjóra mánuði. Þumalfingurreglan var þó sú að sæða ekki strax á fyrsta beiðsli og töldu flestir réttast að bíða í um það bil 60 daga frá burði þar til fyrsta sæðing ætti sér stað. Þegar bændur voru inntir eftir því hversu langur tími ætti að líða frá burði að fyrstu sæðingu, ef öruggt væri að gripur- inn héldi, þá virtist þolinmæðin meiri á háu búunum. Lágu búin töldu 2 mánuði mega líða en háu búin leyfðu sér að fara upp í 2,4 mánuði. Munurinn var marktækur. Einhver munur var á mati bænda í hópunum tveimur þegar meta átti hvert væri helsta beiðslisvandamál- ið þó svo að hann mældist ekki marktækur. A mynd 8 má sjá að vandamálin eru meira á lágu búun- um. Vandamálakýr háu búanna sýndu ekki beiðsli og lítil útferð kom frá þeim. Vandamálakýr lágu búanna héldu ekki við sæðingu, auk þess að þær sýndu ekki beiðslisein- kenni. Lágu búin töldu fleiri beiðslisvandamál fyrir hendi hjá sér í samanburði við þau háu. Þau gáfu vandamálkúm lengri tíma og sæddu 4,2 sinnum á móti 3,5 sinnum hjá þeim háu áður en gripið var til að- gerða. Þær fólust í að kalla til dýra- lækni sér til hjálpar gagnvart grip- unum en háu búin slátruðu oftar þeim kúm. Þannig mælist mark- tækur munur á fjölda samstilltra kúa meðal lága hópsins sem, þrátt fyrir það, halda verr en kýr sam- stilltar á háu búunum. Þetta er í samræmi við svör frjó- tækna sem telja tvísæðingar og samstillingar oftar nýttar meðal búa í lága hópnum. Þeim finnst kýmar oftar vera vel að beiða við gorma- notkun í samanburði við samstill- ingarsprautur og þeir telja kýrnar vera frekar að beiða fyrri daginn í báðum tilfellum. Reynsla lágra búa af samstillingarsprautum og gorm- um er því mun meiri en hárra búa en árangur misjafn. Lítil reynsla var af legskolun og notkun egglos- hormóns meðal búanna. Þó höfðu fleiri lág bú prófað það með góðum árangri. Bændur hafa mismunandi við- horf og ástæður fyrir því hvort þeir láta kýmar bera sem flestar á sama tíma eða dreifa burðinum yfir allt árið. Sé ætlunin að gripurinn beri einu sinni á ári þarf hann að festa fang 85 dögum eftir burð. Háu bú- in byrjuðu að meðaltali að sæða kýmar fyrst 84 dögum eftir burð- inn, lágu búin 76 dögum eftir burð. Mikill meirihluti búanna nýtti sér fangskoðun á kýmar, ívið fleiri lág FREYR 11-12/2000 - 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.