Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 30

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 30
□ Rýgr.+ Kál + Korn □ Rýgr.+ Korn m Rýgr.+ Kál □ Næpa □ Hafrar □ Rýgresi □ Kál (repja/fóðurm.kál) Mynd 6. Grœnfóður til beitar að hausti. truflunar á hormónakerfinu eða galla í frjóvguðu eggi/sæði. Reynt var að komast að því hvað bændur á háu búunum gera öðru- vísi við beiðslisgreiningu og það sem að henni snýr en bændur á lágu búunum. Það snertir hinn mann- lega þátt sem er illmælanlegur og erfitt að draga fram í dagsljósið. Mikill meirihluti búanna notar gangmáladagatal sem gjarnan er staðsett í mjólkurhúsinu. Tæplega 70% töldu sig nota það mikið og vera góða hjálp. Þá höfðu allir burðarskrá í einhverju formi, lang- flestir skráðu burðinn á gangmála- dagatalið eða á sér spjald og færðu í skýrslu. Rétt rúmlega helmingur- inn leit á beiðslisgreiningu sem ákveðinn verkþátt (endurspeglar þann fjölda sem fer kvöldferðimar) þó svo að oft væri það tekið sam- hliða öðrum fjósverkum. Flestir töldu sig verja um 10 mínútum á dag að meðaltali til verksins þegar það tímabil stæði yfir. Eftirlitið var að stórum hluta í höndum sama eða sömu tveggja aðila þó að los kæm- ist á það yfir sumartímann þar sem sumarvinnufólk kom inn í mynd- ina. Þetta var svipað milli hópanna. Helst var litið eftir beiðsli fyrir morgunmjaltir, um miðjan dag og á kvöldin. Að meðaltali töldu bænd- ur sig vera að huga að beiðsli ríf- lega þrisvar yfir daginn og ábú- endur lágu búanna fóru frekar oftar ef eitthvað var. Algengast var að bóndinn hringdi sjálfur snemma morguns í frjó- tækni. Flestir gáfu upp hvenær sást á kúnni, oftar þeir úr háa hópnum. Marktækur munur var á hópunum þegar frjótæknir var kallaður til. Meirihluti háu búanna kallaði hann til strax og sáust beiðsliseinkenni á kúnum samhliða því að fylgjast með hvemig gripurinn hegðaði sér, skráði jafnvel ferlið milli ára hjá sér. Þannig eru meiri líkur á að sá hópur hafi hitt á öruggt beiðsli. Lágu búin hallast frekar að því að láta sæða fljótt í beiðslinu á sama tíma og þau háu eru meira að lenda á miðju beiðsli. Það er í samræmi við mat fijótækna í spurningakönn- un um búin. Þeir telja hærra hlut- fall kúa vera vel eða alltaf að beiða á háu búunum og er sá munur marktækur. Munur var á milli hóp- anna þegar kom að því að skil- greina hvað væru fyrstu beiðslis- einkenni. A lágu búunum var lögð meiri áhersla á horfa eftir slími og slímtaumum. Háu búin litu hins vegar fyrst til hegðunar kúnna, s.s. riðli og öðmvísi háttarfari (selja illa, svitna meira, óróleiki o.s.frv.) áður en kom frá þeim slím. A mynd 7 má sjá dreifinguna milli viðkom- andi hópa. Yfir sumartímann lögðu hins vegar báðir hópamir svipaða áherslu á riðl og óróleika í hjörð- inni. Tvö lágu búanna höfðu jafn- framt beiðslismæli sér til halds og trausts. Ekki er mikið um að frjó- tæknar séu að sæða fengnar kýr en 30 - FREYR 11-12/2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.