Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 5

Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 5
Ég tók þátt í bústörfum á ungl- ingsárunum, eins og aðrir unglingar í sveit, en árið 1990 kaupi ég búið af foreldrum mínum, jörð, bygging- ar, áhöfn og vélar, en það má segja að ég hafi tekið við búinu að miklu leyti strax þegar ég kom frá Hólum árið 1985. Fómð þið þá ekki illa út úr kvót- anum þegar hann er settur á? Jú, það var náttúrlega alveg hlá- leg útreið sem við fengum út úr því og mikil barátta að halda velli. Þetta gerðist skref fyrir skref, fjósið hér var byggt á árunum 1985-1986. Það var með 20 bása og rými fyrir uppeldið. Þá var framleiðsluréttur á jörðinni 70 þúsund lítrar af mjólk. Ég man það vel þegar ég var að ræða við ráðunautana um hvað ég ætti að byggja stórt að þá töldu þeir óráð að ég byggði yfir meira en 12 kýr og ráðlögðu að hafa kýr á bás- um, tíðarandinn var þá þannig og ekkert um það að fást. Ég þóttist hins vegar stórhuga að byggja fyrir 20 kýr, en það leið ekki á löngu áður en það varð alltof lítið. Ég keypti náttúrlega ffamleiðslurétt eftir því sem ég komst yfir, eftir að við- skipti hófust með hann. Núna er þetta sama fjós orðið 36 bása og það hýsir eingöngu mjólkandi kýr og ég er bara með gamaldags rörmjaltakerfi. Það má segja að nú sé bráða- birgðaástand hjá mér. Fjósið var ein- stætt, þ.e. fóðurgangur í miðju og 20 básar á aðra hlið en geldneytapláss á hina. Geldneytaplássinu breytti ég líka í bása fyrir mjólkurkýr og kom uppeldinu fyrir í hesthúsinu og að hluta í fjárhúsunum. Þetta er auðvitað ekki aðstaða sem hægt er að búa við í 30-40 ár, þannig að ég stefni að því að byggja nýtt fjós strax og ég teysti mér til þess fjárhagslega. Þar verður efst á blaði að hafa sem besta vinnuað- stöðu. Kvótinn hjá mér er núna rúmlega 165 þús. lítrar og í raun og veru þarf ég að vera kominn í 200-220 þús. lítra kvóta þegar ég byggi nýtt fjós. Með því að ná fyrst upp kvót- anum er ég að dreifa fjárfesting- unni á lengri tíma, og kvótinn er nú einu sinni þannig að hann er fjárfest- ing sem borgar inn á sig, þó að hann sé ekki fullnýttur, í gegnum bein- greiðslurnar, en ekki er skylda að framleiða nema upp í 85% af kvót- anum. Ég ætla mér að kaupa 115% kvóta miða við það sem ég get framleitt núna áður en ég legg út í fjósbyggingu. Sindri og Hrafnhildur heilsa upp á kýrnar. Hvað finnst þér um hið háa verð á mjólkurkvótanum, 200 kr. á lítra? Ég hef svo sem enga skoðun á því aðra en að það endurspeglar þá bjartsýni sem ríkir í greininni. Ég játa þó að ég er ekki tilbúinn að greiða hæstu verð sem ég hef heyrt, nema þá mjög lítið í einu, þ.e. e.t.v. 2-3% af þeim kvóta sem fyrir er. Má ekki réttlœta kvótakaup, þar sem bú eru rekin með hagnaði, með því að með þeim séu skattar minnk- aðir? Jú, þetta hef ég margrætt við bændur, en mér hafa oft þótt þeir svo vélaglaðir. Ein af röksemdun- um fyrir því að kaupa vél er sú að það sé hægt að fá þær endurgreidd- ar með minni sköttum. Ég hef hins vegar alltaf haldið því fram að þetta sé afar óheppileg leið til að lækka skatta vegna þess hve vélar eru dýr- ar í rekstri, það sé miklu betra að fjárfesta í því sem borgar sjálft með sér eins og kvótinn gerir. Auk þess rýmar verðgildi véla með tímanum uns þær verða einskis virði. Þú ert líka með fjárbú? Já, og það hefur lítið breyst síðan ég tók við, utan þess að ég byggði yfir féð árið 1990, sambyggða véla- skemmu og fjárhús undir einu þaki, hafði æmar öðru megin og lét þær hita upp vélaskemmuna. Mér sýn- ist það hafa tekist mjög vel því að vélaskemman er alltaf frostlaus. Þannig að þar fæ ég mjög góða vinnuaðstöðu á veturna. Hitann leiðir þama á milli þó að steyptur veggur sé upp í loft á milli fjárhúss- ins og vélaskemmunnar. Fjárhúsið tekur um 150 fjár. Það er hagur að því að hafa féð með kúnum því að það nýtir fóður sem kýrnar nýta ekki. Þannig er að hey, sem ég fæ, er tvenns konar. Hey af sléttunum hér niður við Hér- aðsvötnin er ekki lystugt kúahey. Féð kann hins vegar vel að meta það og skilar af því ágætum afurðum. Þetta hey er elftingarskotið og kalk- snautt en kalírík, það getur verið skýringin á lystarleysi kúnna á það. Hrossaeign þín? FREYR 11-12/2000 - 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.