Freyr - 01.12.2000, Blaðsíða 8
lega best. Þær kvígur, sem eru
fæddar á tímabilinu seinni hluta
mars og fram í júlí, þær bera á bil-
inu 20. júlí og þangað til fyrst í
september. Síðan eru kvígurnar sem
fæðast í ágúst, og þær eru langflest-
ar, þær bera í september. Þær sem
eru fæddar í september eða október,
bera í þessum mánuðum og eru þá
rétt tveggja ára. Kvígur sem fæddar
eru í nóvember til febrúar bera
gjaman 22 til 24 mánaða.
Það skal tekið fram að það þarf
að ala kvígukálfa vel. Nú er maður
farinn að vanda sig meira við það
og þá koma gripimir miklu vænni
og betri í framleiðsluna.
Mér finnst afleitt að láta kvígurn-
ar bera eldri en 28 mánaða, þær
verða þá feitar og erfiðar og fá
gjarnan klaufsperru og mjólka ekki
mikið meira. Eg segi hiklaust við
menn að láta kvígurnar bera
tveggja ára, en vanda uppeldið
kannski aðeins meira.
Ber þá ekkert hjá þér frá því í
desember ogfram á sumar?
Jú, ég er með básafjós og til að
nýta framleiðslugetuna þá verð ég
að láta bera allt árið. Segja má að á
tímabilinu 15. júlí - 15. nóvember
beri 75 % kúnna hinar dreifast
nokkuð jafnt á aðra mánuði utan
maí og júní, þá mánuði ber helst
ekki kýr hjá mér.
Hvað gamlar verða kýrnar hjá
þér?
Kýmar, sem endast lengst, verða
mjög gamlar, ég lógaði t.d. kú á síð-
asta ári sem var 18 ára og tveggja
mánaða og hafði borið 16 sinnum
og bar alltaf á sama tíma eða í byrj-
un ágúst. Þetta var mjög sérstakt en
meðalfjöldi burða er ekkert hærri
hjá mér en öðrum eða um 4 burðir á
kú. Maður er orðinn það harður á
kröfum til afurða að þær fara strax í
sláturhús ef þær skila ekki sínu.
Þú elur þá mikið upp?
Já, ég set alla kvígukálfa á, núna
er ég t.d. með um 15 kvígur sem
bera á næstunni en ég sé fram á að
Komsnigill sem flytur komið í geymslu.
þurfa ekki að nota nema hluta af
þeim. Það er ekkert vandamál því
að þetta er góð söluvara, tryggasta
söluvara í landbúnaði er fyrir kelfd-
ar haustbærar kvígur. Það er alltaf
skortur á þeirn og þær fara ekki
langt. Ég er þó að letjast við að
setja svona margar kvígur á, það er
svo mikil vinna við uppeldið eins
og aðstaðan er hjá mér en ég hef
ekki pláss fyrir þær í fjósinu. Ég
hef þær í gömlu hesthúsi þar sem
þær eru bundnar á bás. Þær fá að
vísu góða tamningu, verða þúfu-
gæfar og treysta manni alveg.
Vetrarfóðrunin hjá mér er svo
mjög sambærileg hjá mér við það
sem gengur og gerist, held ég. Við
gefum kúnum þrisvar á dag, en
fóðrið er mjög fjölbreytilegt og oft-
ast gefum við fimm sortir af gróf-
fóðri yfir daginn. Það er þá tvær
tegundir af há, tvær tegundir af fyrri
slætti og grænfóður. Ef ég er svo í
einhverjum vandræðum með beiðsli
á kúm þá set ég þær út á vetuma.
Endist grœnfóðrið allan vetur-
inn?
Já og ég fyrndi meira að segja í
ár. Ég slæ alltaf blönduna, þ.e. 5 kg
af sáðbyggi, 2 kg af repju og 25 kg
af rýgresi. Þetta slæ ég einu sinni
og beiti síðan á endurvöxtinn frá
um miðjan september og út mánuð-
inn og er þá gjaman með hreina
repju með.
Þetta er athyglisvert með það
sem þú kallar tamningu á kvígun-
um.
Já, en ég verð að taka fram að
faðir minn er með mér í verkunum
og sér að miklu leyti um þessa
tamningu, eins og aðrar tamningar
á þessum bæ. Ég tel þessa tamningu
grundvallaratriði í búskapnum,
ásamt því að láta þær bera strax við
tveggja ára aldur. Hagkvæmni bú-
skaparins byggist mjög á þessu. Ég
heyri bændur halda því fram að því
eldri sem kvígan er við burð, því
betri. Ég er alls ekki sammála
þessu.
Við eigum eftir að rœða vorbeit-
ina.
Já, ég er í sumar í fyrsta sinn með
fjölært rýgresi til vorbeitar. Það er
mjög snemma til á vorin. Mér sýn-
ist það mjög álitlegur kostur til vor-
beitar. Einnig má nota háliðagras
sem líka er rnjög fljótt til á vorin.
Mér virðist við bændur binda
okkur alltof mikið við að grasfræ-
blöndur eigi að endast og endast.
Þetta er misskilningur. Það kostar
u.þ.b. 50 þúsund kr. að rækta hekt-
arann og ef maður byltir túni að
hausti þá er hægt að taka meiri upp-
skeru árið eftir heldur en fékkst af
gamla túninu. Þessu átta ménn sig
ekki á og halda að þeir verði hey-
lausir ef þeir fari að rækta.
Ég mæli með því að menn séu
8 - FREYR 11-12/2000