Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1993, Side 2

Skólablaðið - 01.05.1993, Side 2
SKÓLADLAÐIÐ SKÓlABtAÐIÐ 69. árgangur • 1. tölublað • Maí 1993 Útgefandi: Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík Ritnefnd: Erla Skúladóttir, 5.Z, ritstjóri, Hrannar Már Sigurösson, 5.A, ábyrgðarmaður, Benedikt Ingi Tómasson, 4.R, Borgar Þór Einarsson, 4.U og Úlfur Eldjárn, 3.H. Ljósmyndarar: Magnús Þór Ágústsson, 6.X, Guðjón Karl Þórarinsson, 6.Z og Sólveig L. Guðmundsdóttir, 4.A. Teikningar: Pétur Arnar 5.Z og SLB Prófarkalestur: Ritnefnd Umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Ritnefnd þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við gerð þessa blaðs. Editor dicit „MR - ingar þurfa ekki hroka, þeir eru bestir“!?! Agœti lesandi Eftir lágdeyðu undanfarinna ára hafa MR-ingar loks sýnt alþjóð hvað í þeim býr; sigur í „Gettu betur“ og Söngkeppni framhaldsskólanna, annað sæti í MORFÍS og framúrskarandi árangur í stærðfræði- og eðlisfræði- keppnum vetrarins eru rósir í hnappagöt MR-inga. Þessi velgengni hefur óhjákvæmilega sett mark sitt á félagsstarf Menntaskólans í vetur og því hlýtur Skóla- blaðið að vera sama marki brennt; í blaðinu má meðal annars finna umfjöllun um MORFÍS, spumingaliðið, Söngkeppni Menntaskólans og Litháenreisu nokkurra stærðfræðinga. Nokkrar smásögur og ljóð eftir nem- endur eru í blaðinu en mér býður svo grunur að ófáir nemendur skólans lumi á gullmolum sem vel ættu heirna í blaði sem þessu. Af því tilefni vil ég benda á að kassinn sem hangir í anddyri Gamla skólans og á stendur „Skólablaðið“er ætlaður fyrir efni í blaðið en ekki rusl, eins og margir virðast ætla. Glöggir lesendur taka eflaust eftir því að Quid novi?, sem verið hefur fastur liður í Skólablaðinu um nokkurt skeið, er sleppt í þessu tölublaði - það er álit undirritaðrar að slíkur dálk- ur eigi fremur heima í Skólatíðindum. Reynt hefur verið að draga úr fjölda umfjallana um einstaka smáat- burði félagslífsins enda telur ritnefnd að slrkt ætti frek- ar að vera í verkahring Skólatíðinda. Með von um að blaðið falli þér vel. Erla Skúladótttir, ritstjóri

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.