Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Síða 3

Skólablaðið - 01.05.1993, Síða 3
Meðal efnis: Árshátíð - Viltu dansa? Þcgar grá- mygla hversdagsins er orðin þrúgandi birtir skyndilega til og við fáum afsök- un til að slá öllu upp í kæruleysi. Ingólfur B. Sigfússon segir okkur frá árshátíð framtíðarinnar bls. 6 Kúrekaraunir: Sigurður Óli Sigurðs- son 5-A er löngu heimskunnur fyrir óvenjulegar smásögur. Þessi héma er engin undantekning bls. 13 Úr einu í annað: Páll Bergþórsson veðurfræðingur tekinn tali í stór- skemmtilegu viðtali þar sem allt er lát- ið flakka. bls. 14 Morfís: Frábær árangur MR-inga í mælsku- og rökræðukeppni framhalds- skólanna hefur ekki farið framhjá nein- um. Hér getur að líta sigurgöngu í máli og myndum. bls. 16 Sérstæð sakamál: Hvarf Pallas Aþenu. Haustið I972 var höfuðprýði skólans stolið. Heimildarmaður skóla- blaðsins tók viðtal við þá sem stóðu að stuldinum.. bls. 20 Frá árshátíð. Á Herranótt. Pallas Aþena. Jeppaferð: Kristján.Guy og Öm Úlfar eru góðir strákar. Þetta kemur vel fram í ofur venjulegri grein um ævintýralega jeppaferð og fjölmargt annað bls. 24 Drekinn: í ár réðst Herranótt í upp- færslu á verkinu Drekinn eftir Jewgeni Schwarz. ítarleg umfjöllun birtist í blaðinu bls. 32 Mambó: í þriðjabekk eru nokkrir þenkjandi drengir. Þeir mynda með sér félagsskap sem nefnist Mambi. En hvað er þetta Mambó? bls. 37 Af draugahvölum dulhyggju, skrímslum og skyggnilýsingum: Gauti B. Eggertsson lýsir ferð sinni á miðilsfund. bls. 40 Stanley Kubrick. Stanley Kubrick: Forvitnileg umfjöll- un um þennan fræga leikstjóra. bls. 43 Játning rottu: Páll Hilmarsson segir okkur frá nýjustu aðferðinni í póst- þjófnaði. Sériega athyglisverð grein. bls. 45 Sú mynd er prýðir forsíðu þessa blaðs er tekin af Magnúsi Þór Agústssyni. Myndin sýnir systur Magnúsar í skógi nærri Gautaborg dag einn í janúar 1993. Þessi mynd var valin besta myndin á sýningu Ljósbrots 1993. Fyrir áhugafólk um Ijósmyndun má geta þess að myndin er tekin á Kodak T-Max 400 filmu og framkölluð á Orienta-Seagull pappír. Ritnefnd Skólablaðsins óskar Magnúsi til hamingju. 3 SKÓLADLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.