Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Síða 11

Skólablaðið - 01.05.1993, Síða 11
Hólmfríður Krisfjonsdórrir: Lúðrosveil FrQmtíðQrinnQr K ! Það var á haustdögum að Guðjón Leifur kom að máli við undirritaða og færði í tal stofnun lúðra- sveitar. Sem lúðrasveitaaðdáandi leist mér vel á hugmyndina, en þó fannst mér ólíklegt að uppá- tækið yrði auðvelt í fram- kvæmd. Að sjálfsögðu viss- um við að í skólanum er mikið af góðum hljóðfæra- leikurum en sú vitneskja var afar gloppótt, þ.e.a.s. við vissum ekki hversu margir lúðurþeitarar væru við skól- ann. I stað þess að setja upp auglýsingar um stofnun lúðrasveitar (sem myndi fara fram hjá sumum, aðrir myndu gleyma að mæta og enn aðrir ekki þora) var reynt nýtt herbragð. Fram- tíðin lét ganga lista í alla bekki, þar sem fólk átti að skrá niður alla sína tónlist- arkunnáttu, söng og hljóð- færaleik. Listar þessir gáfu mjög góða mynd af hlutfalli tónelskra nemenda í skólan- um og það kom á óvart hve margir tónlistar- menn „skriðu út úr skápnum". Með þessar upplýsingar undir höndum fórum við að telja sam- an það fólk sem nothæft var í lúðrasveit. Niður- staðan varð sú, að við gætum stofn- að sveit með 15 klarinettur, 13 flautur, 9 saxa- fóna, 5 trompeta, 1 horn og 8 trommur. Þar sem þessi samsetning hefur aldrei verið reynd, ákváðum við að hætta okk- ur ekki út í til- raumr með hina LiiÖvctsvcit Fi QititiÖQi innat. nýstofnuðu lúðra- sveit. Þess vegna komum við að máli við nokkra kunningja okkar utan skól- ans og báðum þá um styrk á „bassann'1 Það var auðsótt mál og við fengum lánaða tvo básúnu leikara, túbu og horn. Svo hófst erfiðasti hlutinn: að sannfæra MR-ingana um að þá hefði einmitt langað til að spila í lúðrasveit. Sumir voru strax til en aðrir þrættu fyrir að kunna á hljóð- færi (jafnvel þó við otuðum að þeim listunum góðu, þar sem nöfn þeirra stóðu blátt á hvítu) en eftir mikið þref höfðu rúmlega 30 manns látið tilleiðast. Svo var boðað til fyrstu æfingarinnar og mættu þar fáir, en það stappaði í okkur stálinu að h.u.b. jafn margir og mættu höfðu boðað for- föll og lofað að koma næst. A komandi dögum var nót- um að Gaudanum og öðrum „standördum“ dreift og svo var fyrsta aðalæfingin (sem allir mættu á) og fyrstu op- inberu tónleikamir haldin í einu, á afmæli Framtíðar- innar hinn 15. feb. Þar með var fyrsta framhaldsskóla- lúðrasveit landsins orðin að veruleika, og meira að segja fjölmennari en Lúðra- sveit Reykjavíkur. Strax eftir hina glæsilegu kynningartónleika, þar sem sveitin hlaut einróma lof viðstaddra var ákveðið að skipta um tónlistarstefnu; úr ættjarðarlögum í alvöru lúðrasveitarmarsa og stefn- an sett á Arshá- tíð Framtíðarinn- ar sem vænlegan vettvang fyrir sveitina. Akveð- ið var að láta sveitina marsera inn á svið og var það mikið um- stang að kenna þeim að marsera sem aldrei höfðu gert slíkt áður. Samt tókust þessir aðrir tón- leikar L.F. vel. Vegna verkefna- skorts hefur starfsemi lúðra- sveitarinnar leg- ið niðri frá árs- hátíð, en ég vona að næsta vetur sjái einhverjir sér fært að halda starfi hennar áfram, svo að fyrsta og eina framhaldsskólalúðrasveit landsins geti vaxið og dafnað. Hólmfríður Kristjánsdóttir, formaður L.Þ.S.A.O.S.F.R.A.V.F. (Lúðraþeytara Samkundu Og Sálarfrœði Rannsókna Akademíu Vísindafélags Framtíðarinnar). 11 SKÓLADLADID

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.