Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1993, Síða 12

Skólablaðið - 01.05.1993, Síða 12
SKÓLADLAÐID Jóhann H. Sigurðsson, 5. Z. Skók og mát Skákkeppni kennara og nemenda fór fram þriðju- dagskvöldið 16. febrúar. Var hún liður í hátíðahöld- um vegna 110 ára afmælis Framtíðarinnar. Keppni þessi var áður árviss viðburður hér í skólanum en hefur fallið niður í nokkur ár. Stjórn Skákfélags Framtíðarinnar með formanninn, Lárus Knútsson, í broddi fylkingar bar veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd keppninnar og smalaði sam- an liði nemenda. Bragi Flalldórsson, kennari og skákmeist- ari, hóaði kennaraliðinu saman og hlýtur bestu þakkir fyr- ir. Effirfoldir seffusf oð fofli fyrrnefnf kvöld: Fyrir hönd kennara: Þór Rögnvaldsson, Gylfi Guðna- son, Bragi Halldórsson, Skarphéðinn Pálmason, Helgi Ingólfsson og Þorsteinn Jónsson. Fyrir hönd nemenda: Alfreð Hauksson, Sigurður K. Eg- ilsson og Jóhann H. Sigurðsson, 5. bekk, Baldvin Gísla- son, Lárus Knútsson, Eyjólfur Snjólfsson, Páll Arnason og Ámi Þorvaldsson, 4.bekk og Eyjólfur M. Kristinsson, 3.bekk. Áður en skákklukkurnar voru settar í gang sáu kennarar sér leik á borði. Bragi Halldórsson kvað sér hljóðs og minnti á, að kennarar ættu eftir að gefa árseinkunnir og því skyldu nemendur ekki teygja sig of langt við skákborðið. Að sjálfsögðu kom þetta nemendum algjörlega í opna skjöldu. Þrátt fyrir yfirlýsingar kennara náðu nemendur forskoti strax í fyrstu umferð, 4-2. í annarri umferð héldu kennarar jöfnu en í þeirri þriðju unnu nemendur aftur og þá var staðan orðin vænleg hjá þeim, 11-7. Nú var að duga eða drepast hjá kennaraliðinu en það sýndi gífurlegan styrk í tveimur næstu umferðum og náði forystunni, 14-16. I sjöttu umferð varð jafnt en í sjöundu og jafnframt næstsíð- ustu umferð náðu nemendur að klóra í bakkann. Staðan fyrir lokaumferðina var 20,5-21,5 kennurum í vil. Eftir gífurlega baráttu, afleiki, hrókeringar og mannsfómir kom í ljós að bræðrabylta hafði orðið niðurstaðan í síðustu um- ferðinni. Því var keppninni lok'ið með naumum sigri kenn- ara, 23,5-24,5. Keppnin fór hið besta fram og var öllum til sóma. Von- ast ég til að hefðinni hafið verið komið á að nýju og að keppnin megi verða haldin um ókomin ár. Umferð Úrslit 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Kennarar 2 3 2 5 4 3 2,5 324.5 Nemendur 4 3 4 1 2 3 3,5 323.5 Árangur einstakra skákmanna (vinningar/tefldar skák- ir): Kennarar: Bragi Halldórsson............................... 7/8 Skarphéðinn Pálmason.......................... 4,5/8 Gylfi Guðnason.................................. 4/8 Þór Rögnvaldsson................................ 4/8 Helgi Ingólfsson.............................. 3,5/8 Þorsteinn Jónsson............................ 1,5/8 Nemendur:.................................... Lárus Knútsson................................ 5/6 Jóhann H. Sigurðsson............................ 5/6 Páll Árnason.................................... 5/7 Baldvin Gíslason.............................. 2,5/5 Árni Þorvaldsson.............................. 2,5/6 Eyjólfur M. Kristinsson......................... 2/6 Sigurður K. Egilsson............................ 1/5 Alfreð Hauksson............................... 0,5/5 Eyjólfur Snjólfsson............................. 0/2 Hulda Árnadórtir og Asrhildur Sturludórrir, fimmrabekkjarróði Úískriftorferð / Iársbyrjun brugðu meðlimir fimmtabekkjarráðs undir sig betri fætinum og heimsóttu allar helstu ferðaskrif- stofur á höfuðborgarsvæðinu. Erindi þeirra var að leita hagstæðra tilboða í útskriftarferð sem farin skal næst- komandi sumar. í upphafi vetrar var mikið gælt við þá hugmynd að fara til Grikklands, bekkjarráð lagði vitaskuld mikið á sig til að verða við óskum árgangsins en þegar öllu var á botninn hvolft reyndist mun vænlegra að heimsækja spænsku eyna Mallorca, sem undanfama áratugi hefur átt gífurlegum vinsældum að fagna meðal landsmanna. Þann 8. ágúst munu því um 100 sólþyrstir menntskælingar leggja af stað í þriggja vikna menningarferð til gleðibæjar- ins Magaluf á suðurströnd Mallorca, viku síðar munu svo 40 bætast í hópinn. Dvalið verður á gistiheimilinu Royal 4 Magaluf er getið hefur sér orðs sem gleðistaður mikill. I m Fyrir áhugasama verður auk þess unnt að fara í stuttar ferð- ir bæði til Barcelona og Ibiza gegn vægu gjaldi. Fyrir orlof þetta þurfa menntskælingar einungis að reiða af hendi 55.600 krónur fyrir þrjár vikur og 48.900 fyrir tvær vikur. Söfnunarstarf hefur verið með hefðbundnum hætti. Fyr- ir áramót seldu ferðalangar bæði rækjur og jólapappír, stuttu eftir áramót tók svo við lakkríssala og fyrir nokkru hófst rækjusala á ný. I sameiginlegan sjóð hefur einnig nokkuð safnast, þá einkum með derhúfusölu, stutterma- sölu, pennasölu og dósasöfnun. Auk þessa rann ágóðinn af eftirminnilegu kvöldi í Hressingarskálanum í sameiginleg- an sjóð. Ymsir hafa safnað dágóðri upphæð, aðrir hafa á engan hátt verið nóg ötulir við að pranga margvíslegum varningi inn á vini og ættingja. Hvað sem því líður hefur fimmtabekkjarráð enn ýmislegt í pokahominu og hyggst halda söfnunarstarfi áfram af sömu einurð eitthvað fram á sumar.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.