Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 13

Skólablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 13
Sigurður Óli Sigurðsson., 5.-A: Kúrekarounir Nú var að duga eða drepast fyrir Atla Sigurð Björnsson, beitingamann frá Stöðvarfirði. Ef allt gengi vel í kvöld væri frama hans borgið. Allt frá því að hann vann hæfileika- keppnina í félagsheimilinu var hann viss um að hann væri fæddur skemmtikraftur. Hann varð enn vissari í sinni sök þegar hann vann svo sýslukeppn- ina í Molakaffi á Eskifirði. Þá söng hann Stand by your man í karaoke. Nú var hann kominn í landsúr- slit hæfileikakeppni áhugamanna í beinni útsend- ingu og var orðinn frekar heitur eftir einn öllara á Ljóninu. Hans atriði nálgaðist óðfluga svo hann yfirfór fötin einu sinni enn. Hvítu kúrekastígvélin brakandi ný og silf- urhúðin á tánni glansaði. Uppábrotin á gallabuxunum voru jöfn og upp á miðjan sköflung. Allt í fína þar. Rennilásinn uppi og talan fest, sokkurinn á sínum stað og sylgjan, sem hefði sómt sér prýði- lega á hvaða nýma- belti sem var, glitraði sem aldrei fyrr. Allar tölur rétt hnepptar á kakóbrúnni skyrt- unni, rauði tóbaks- klúturinn snyrtilega hnýttur um hálsinn og leðurhatturinn hallaðist kæruleysis- lega aftur. Hann hafði líka hugsað sér að vera með biksvört flugmannasólgler- augu, en ákvað að halda sig við fjar- sýnigleraugun, til þess að sjá nú alveg örugglega strengja skil. Hann hafði nefnilega tekið sig til, lært nokkur vinnukonugrip og samið lag um ein- mana kúreka sem reið inn í sólarlagið. Það var aðeins eitt sem hann var ekki fyllilega ánægður með. Gítarólin var hálf-ókúrekaleg, svart leður með göddum. Hann hafði alltaf gleymt að kaupa sér nýja, svo hann taldi sig verða að láta sér nægja þessa lánsól sem hann hafði fengið hjá frænda sínum. Svo var það nokkrum sekúndum áður en hann átti að koma á sviðið, að hann sá lausn á vandanum. I ruslahrúgu við hliðina á búningsherbergjunum sá hann glitta í bastkoll. Nú þyrfti hann ekki að líta út eins og norskur djöfladýrkandi, heldur var trúbadorsímyndin full- komnuð. Hann hafði séð svo marga slíka styðja hægri fæti á koll og láta gítarinn svo hvíla á fætinum. Nú gat ekkert klikkað. Hann greip gripinn og var mættur tímanlega við sviðsinnganginn. Það mætti honum drynjandi lófatak og hann gekk fremst á sviðið svo sem flestir gætu séð hann. Hann setti kollin niður og sveiflaði fætinum í stórum boga og stígvélið lenti á setunni. Þar gerði það stuttan stans, því setan gaf sig og Atli steig niður úr stóln- um, missti við það jafnvægið og hrundi bölvandi fram af sviðinu. Hann fór af landi brott með næstu vél, til Slagelse. SKÓLADLADID

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.