Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1993, Side 15

Skólablaðið - 01.05.1993, Side 15
ert næsta misseri þar á eftir enda var ég að gera annað. Finnbogi Rútur Þorvaldsson (faðir Vigdísar Finn- bogadóttur) hélt að ég gœti lært meira en ég gerði og sagði mér að það vantaði menn í veðurfræði sem á þessum árum var mjög ung og eigin- legt veðurfrœðinám raunar nýtilkom- ið. Það var til marks um það að veð- urstofustjóri fram til þessa hafði ekki lært veðurfræði sem slíka heldur eðl- is- og efnafrœði. Eg beit á agnið og fór til Svíþjóðar, fyrst í heldur styttra nám af því að veðurfræðinga vantaði sárlega. Það gekk prýðilega og ég dúxaði þótt allir aðrir nemendur væru innfœddir. Eg byrjaði að vinna á Veðurstof- unni áður en égfór í nám. Eg var al- inn upp í sveit þar sem veðrið er afar mikilvægt og þess vegna renndi ég fljótt hýru auga í þessa átt. I mennta- skóla las ég Sjó og loft eftir Bjarna Sæmundsson og gat leyst úr próf- spurningu frá Pálma um vindátt, sem var viss áfangi út affyrir sig . Það er helst á þessu sviði sem ég skil eitthvað eftir mig. Sem dæmi má nefna (nú er maður á raupsaldrin- um!) að á fyrstu árum tölva, sem þá voru með lömpum og síbilandi, gerði ég ásamt Svía nokkrum kefi til að reikna út þrýstilínur ef fyrir hendi voru óreglulega dreifðar athuganir. Upp úr því varð til fyrsta tölvuspáin sem var gerð eftir nýjum gögnum og án þess að mannshöndin snerti á und- irbúningi kortsins sem var gengið út frá. Enn í dag nota margir þetta kerfi í bœttri mynd og vitnað er í það í veðufræðitímaritum. Fyrir um aldarfjórðungi varð ég líka umdeildur fyrir að spá hafís eftir kulda á Jan Mayen og það gekk mað- ur undir manns hönd til að skopast að þessu. Afþvíað ég er pínulítð sérvitur og þrjóskur hélt ég fast við þetta þangað til andmælendur mínir gáfust upp, enda er hægt að skýra fyrir- brigðið eðlisfræðilega. Raunar tel ég það mannkosti að vera svolítið sér- vitur og þrjóskur og standa fast á skoðunum sínum í stað þess að elta hjörðina. “ Þetta hefðum við gjarnan viljað ræða nánar en vísamir á klukkunni voru farnir að snúa heldur ólánlega og neyddumst vijð því brátt til að þakka fyrir okkur og kveðja. PqII er áhugamaður um íslenskt mál og ágærlega hagmæltur. Efrir hann liggja allmargar lausavísur. Sú sem hér birrist varð ril er kunningjar hans hjá úrvarpinu voru eirrhvað að hnýra í veðurfræðingana. Að nokkur opni útvarp mætu undrum gegna ef það væri ekki vegna auglýsinga og veðurfregna. Og slíkur er boðskapur Páls um ýmsar stéttir viðreinsaráranna: Mér finnst það stundum skrítið, þegar mætir menn og góðir af miklum fjálgleik tala um heimsins píndu þjóðir. Þeir óska þess, að styrjöldin enda taki senn, þeim ægir þetta brjálæði, sem hefur gripið menn. En brjálæðið og stríðið hefur bjargað íslendingum frá bráðu fjárhagshruni með ráðstöfunum slyngum. Og varla getur minna verið en við þökkum það þeim, sem komu vopnunum og herjunum af stað. Og þótt þeir væru snjallir, sem stýrðu okkur áður, og allur þeirra stjórnarferill væri mikið dáður, þá fundum við þó muninn, þegar stríðið tók í taum, því tókst að láta rætast svo margan fagran draum. Já gott er blessað stríðið, það sætti heiminn hálfan og Hitlersfriðinn stofnsetti-, því fagnar gervöll álfan. En fslendingar kvarta um óáran og stríð. Þeir ættu að læra viðkvæðið frá gamalli tíð: Blessað stríðið. Páll Bergþórsson SKÓLADLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.