Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1993, Side 16

Skólablaðið - 01.05.1993, Side 16
SKÓLADLAÐIÐ Bókoskaltur - Viðureign MenntQskólons og VerkmenntQ- skólons ó Akureyri Öm Úlfar Sævarsson, tímavörður scholae, gekk fram á sviðið. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Hann þag^aði niður í æstum múgnum og settist við háborðið. A þennan hátt hófst 2. umferð Morfís þar sem Mennta- skólinn og Verkamenntaskólinn á Akureyri öttu kappi saman. Keppnin fór fram með hefðbundnu sniði nema hvað fyrri stuðnings- mannsræða Menntskælinga var ekki með hefð- bundnu sniði. 1/3 hluti félagsskapar- ins Merkustu menn skólans sýndi geysimikla tækni, kunnáttu og áður óþekkta hæfileika í hlut- verkum spyrils, dómara og spum- ingaliðsmanns í „Gettu Pétur“. Margur er knár þótt hann sé smár, með krullur, gler- augu og heiti Stef- án Pálsson. En lið Mennta- skólans hafði á að skipa fleiri mekt- armönnum; Ingvi Hrafn Óskarsson var frummælandi liðsins eins og hans er von og venja, stóð hann sig með afbrigðum vel og það var ekki að ósekju er spámaðurinn sagði Ingva vera einn besta fmmmæl- anda á landinu í dag. Dagfinnur Sveinbjömsson stýrði liði Menntaskólans og er ekkert nema gott um það að segja. Hetja kvöldsins var þó Úlfur Eldjám en hann var einmitt meðmælandi liðs MR. Hann las ljóð, fordæmdi föður sinn og var valinn ræðumaður kvöldsins. Aldeilis á- gætis árangur á aðeins einu kvöldi. Lið VMA skipuðu fjórir pilfor Líkt og áður sagði fór keppnin fram með nokkuð hefð- bundnu sniði. Mikið var skrafað og skeggrætt, sumir vom með, aðrir á móti, mönnum var heitt í hamsi meðan aðrir létu gamminn geisa. Málin voru rædd í hléi. Upphófst svo sama ferlið. Öm Úlfar Sævarsson, tímavörður scholae, gekk fram á sviðið, fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna o.s.frv. Hvílík keppni. Henni lauk þó á endanum og lítið annað að gera en að bíða eftir að úrslit væru kunngjörð. Biðin varð þó ekki löng þar til oddadómari steig í pontu: „Góð keppni og jöfn. Gefin voru 2321 stig. Annað liðið hlaut 1240 stig, hitt liðið 1081 stig. Ræðumaður kvöldsins með 470 stig... Úlfur Eld- jám.“ Hróp 09 köll „Sigurliðið í kvöld með 1240 stig er lið Mennta- skólans í Reykja- vík.“ Amsrur hversdQgsins rók við ó ný. En gleðin vorðveirisr í hjörrum okkar um qIIq ríð og Ijúfr verður oð rifja upp sælar minningor úr Marmarahöllinni. Lérr verk og löðurmannlegr, Blírr og lérr. Amstur hvers- dagsins tók við á ný. En gleðin varð- veitist í hjörtum okkar um alla tíð og ljúft verður að rifja upp sælar minningar úr Marmarahöllinni. Létt verk og löð- urmannlegt, Blítt og létt, Þjóðarsál- in, Um daginn og veginn. Þannig fór nú keppnin. Dalla Olafsdóttir.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.