Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1993, Side 19

Skólablaðið - 01.05.1993, Side 19
Páll Árnason, 4.-U. - Henrik Boldvin-Björnsson, 4.-C:. Hver er sinnor gcefu smiður? Umfjöllun um listokvöld MR-MH Á dögunum var haldið listakvöld sem MR og MH stóðu að. Aðsókn var með besta móti og var Tónabíó, sem breytt hefur verið í bingósal, þéttsetið nemendum þessara tveggja ólíku skóla og öðrum listunnendum. Dag- skráin var þétt og tjölbreytt en kynnir var hinn góðkunni Bogomil Font. Fyrstur á svið var allsherjargoðinn sjálfur Sveinbjöm Beinteinsson. Hann fór með rímur sem hefðu þótt klúrar og sniðugar ef heyrst hefðu orða skil en þar sem talað var óskýrt og ofan í hljóðnema varð útkoman bjöguð búkhljóð sem vörðu drjúga stund. Var honum vel fagnað. Síðan tók við sýning á einni af þremur stuttmyndum sem voru á dag- skrá þetta kvöld. Hét hún því viðeig- andi nafni „Ökuleyfið afturkallað“. Fjallaði hún um tvo ofbeldisseggi í undirheimum Reykjavíkur sem hafa það áhugamál að limlesta varnarlausa meðaljóna og kasta síðan þvagi á fórnarlömb sín. Átti Árni stjömuleik sem fómarlamb misyndismannanna og vann sig inn í hug og hjörtu áhorf- enda er hann horfði þegjandi upp í bununa sem dundi á honum. Næstur steig á stokk Dr. Gunni og frumflutti nokkur frábær rokklög. Að vísu stóð hann í því allan tímann að bæla niður uppreisn í magnaranum en það hindraði hann ekki í að flytja lýrískan boðskap í lögum eins og „Mr. Motherfucker“ og „Rassmaður- inn ógurlegi“. Hlaut hann góðar und- irtektir. Næsti dagskrárliður var stuttmynd- in „Up Yours“ en rauði þráðurinn í henni var ofneysla hægðarlyfja og áhrif þeirra á einstaklinginn í neyslu- samfélaginu. Túlkun Ingó „kúks“ á hlutverki sínu olli hneykslibland- inni aðdáun í salnum eins og glöggt mátti heyra á viðbrögðum áhorfenda. Skriðbeltaþrungin ástarljóð frá hinum stríðshrjáðu lýðveldum fyrrverandi Júgóslavíu voru næst til að skemmta áheyrendum og flutti Hrafn Jökuls- son með þeim ádeilu á stríðsrekstur og félags- Fyrsfur ó svið vor ollsherjorgoðinn sjolfur Sveinbjörn Beinfeinsson. Honn fór með rímur sem hefðu þóff klúror og sniðugor ef heyrsf hefðu orðo skil. lega firringu sem þar viðgengst nú. Að margra mati var pistill Páls Óskars Hjálmtýssonar um svonefndar „splattermyndir“ hápunktur kvölds- ins. Páll hafði góð tök á efninu og Heyrði ég einn ðhorfendo segjo oð omobo frö Mors gæfi gerf befri mynd þóff hún væri í spennifreyju. virtist kunna vel við sig á sviðinu því hann sprakk út eins og illgresi þegar hann ræddi um gildi mannslíkamans í „splattermyndum“ og hvemig óhugn- aðurinn væri matreyddur ofan í áhorf- andann þannig að honum ekki aðeins ofbyði heldur grenjaði einnig af hlátri. Síðan sýndi hann valin atriði úr „splattermyndasafni“ sfnu og ræddi þau fram og aftur. Eftir sýninguna, sem ekki verður lýst hér, svaraði hann spumingum áhorfenda. Var umfjöllun hans flestum til skemmtunar en nokkrar smáar sálir, sem virðast vera fastar í smáborgaralegum gildum kristins samfélags, ofbauð þessi sýn- ing svo að þær kvörtuðu við lögreglu- yfirvöld. Kom þetta alveg flatt upp á aðstandendur listakvöldsins því þeir höfðu sérstaklega varað viðkvæmar sálir við að koma í útvarpinu. Hefði betur farið á því að þessir þröngsýnu einstaklingar, sem hér áttu í hlut, hefðu farið með tíu maríuvers afturá- bak til bjargar sálu sinni. En nóg um það, næst kom Sverrir Stormsker íslandus á sviðið. Hann hafði ýmislegt í pokahominu, m.a. drepfyndna málshætti og hjartnæm ástar-ljóð (!). Brutust út mikil fagnað- arlæti er Islandus lauk munnhægðum sínum. Eftir að áheyrendur voru búnir að jafna sig eftir flogaveikiskennda hlát- urskrampa steig hinn grænsprottni Óttar Proppe á svið og fór með út- hugsuð ljóð sem svifu eins og regnský yfir salinn en er skýfall varð drukn- uðu áheyrendur úr hlátri. Þá kom Bogomil á örk sinni, en um leið og hann birtist gufaði hláturinn upp og áheyrendur vöknuðu til lífsins. Örk Bogomils strandaði. Lauk dagskrá kvöldsins á stutt- mynd Péturs Ingva og Barða, „Plobb, Plobb, Fizz, Fizz.“ Heyrði ég einn áhorfenda segja að amaba frá Mars gæti gert betri mynd þótt hún væri í spennitreyju. Það þarf þó ekki að vera slæmur vitnisburð- ur því við vitum ekkert um amöbur frá Mars. Óhætt er að segja að þeir listunnendur sem mættu í Tónabíó þetta fimmtudagskvöld hafi skemrnt sér vel. Þó voru skiptar skoðanir um skemmtanagildi sumra atriðanna en einróma álit manna var að spenni- treyjuatriði Adams frá Brimum hefði verið best... Skriðbeltoþrungin ostorljóð fró hinum stríðshrjóðu lýðveldum fyrrverondi Júgóslovíu voru næst til oð skemmto óheyrendum og flutti Hrofn Jökulsson með þeim ódeilu ó stríðsrekstur og félogslego firringu sem þor viðgengst nú. SKOLADLADIÐ

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.