Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 20

Skólablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 20
SKÓLADLAÐID Sérstæð sakQmol Hvorf PqIIqs Aþenu sjálfri, eins nákvœmlega og þú manst < hana? „Það var þannig að við vorum með stóran jeppa og keyrðum niður eftir um nótt, þá var hægt að bakka alveg upp að styttunni. Bandi var slegið um Aþenu blessaða og henni kippt niður af stallinum með bflnum. Styttan hafði verið fest niður með nokkrum boltum en þeir gáfu sig við átakið. Nú, svo var búið að gera ráðstafanir til þess að við kæmumst inn í skólann, ég ætla nú ekki að upplýsa hvernig það var allt saman - en inn komumst við með styttuna og grófum hana í kolabing í kjallara gamla skólans. Við vissum að það yrði uppistand þegar hvarf Pallas Aþenu uppgötvað- ist og höfðum hugsað okkur að skila henni aftur að nokkrum dögum liðn- um, en eins og ég segi: málið varð svolítið stærra en við bjuggumst við. Það var kallað á lögreglu og blöðun- um þótti málið hið athyglisverðasta, ýmsir komu með tillögur og vísbend- ingar um það hvar styttuna væri að finna. Einhver þóttist hafa séð menn henda stórum hlut í Tjömina og í framhaldi af því var hún margslædd, þetta var voðalegt tilstand og málið fór stækkandi með hverjum deginum. Blöðin héldu áfram að fylgjast með og birta fréttir af framvindu mála og Rannsóknarlögreglan var komin í málið. Við vorum orðnir skíthræddir um að við fengjum þetta rækilega í hausinn aftur en ákváðum að bíða með frekari framkvæmdir og sjá hvort ekki róaðist. Svo leið einhver tími, umtalið hafði minnkað og við ákváð- um að láta til skarar skríða. Við fór- um nokkrir niður í kjallara, tókum styttuna og færðum hana inn á skrif- stofu til rektors. Af einhverjum á- stæðum komumst við inn óséðir, Guðni hafði sennilega gleymt að læsa, og stilltum styttunni upp á skrif- stofustólinn.“ Hvað fannst fólki um þetta allt saman ? „Nú, öllum í skólanum þótti þetta æðislega sniðugt en við pössuðum vel upp á að enginn kæmist að því hverjir hefðu verið að verki, enginn utan hópsins vissi neitt og ég held að ekk- ert hafi spurst út um skólann. Þó lagði Guðni mikla áherslu á að hinir seku fyndust, mig minnir meira að Þetta var á tímum '68 kynslóð- arinnar, þegar ungt fólk gerði uppreisn gegn hefðum . og borgaralegum gildum, og fyrir mörgum var Menntaskólinn útvörður gamalla hefða og íhaldssemi. Unga fólkið tók upp á ýmsu og gaf ímynd- unaraflinu lausan tauminn. Ymsir at- burðir áttu sér stað, sem seint líða mörgum úr minni. Einn þeirra er stuldur Pallas Aþenu haustið '72. Skólaárið var nýhafið þegar undarleg- ur atburður átti sér stað. Morgun einn þegar nemendur komu í skólann blasti við þeim heldur óvenjuleg sjón: Pallas Aþena, stolt og höfuðprýði skólans var horfin! Landsmenn stóðu á öndinni og dagblöðin fylgdust grannt með framvindu mála. Skóla- blaðið komst í samband við einn þjóf- anna eftir miklum krókaleiðum, af skiljanlegum ástæðum er nafni hans haldið leyndu. Hér á eftir birtist saga þess sem raunverulega gerðist. Hvaða ástæður lágu að baki því að Pallas Aþena var fjarlœgð? „Nú, þetta byrjaði sem létt grín í einhverju partýi og snerist svo upp í að menn æstu hver annan upp í að framkvæma þetta. Mig rekur ekki minni til að nokkrar sérstakar ástæður hafi legið að baki þessu, þetta voru engin mótmæli eða slíkt. Við gerðum þetta bara til þess að hafa gaman af því. Úr stuldinum varð miklu meira mál en við ætluðum, þetta vatt upp á sig og endaði svo sem heljarinnar lög- reglumál.“ Gœtirðu lýst framkvœmdinni

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.