Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 34

Skólablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 34
SKÓLADLAÐID Helgi Ingólfsson: LEIKDÓMUR Frumsýning Herranæfur fór fram með pomp og pragr 4. mors síðosrliðinn. í ór vor sýndur „Drekinn"- efrir rússnesko skóldið Jewgeni Schworz Drekinn er gott leikrit í þeim skilningi að það hefur merkingu á ýmsum svið- um. Ytri um- gerð verksins er klassískt miðaldalegt ævintýri, en grunnt er á hárbeitta ádeilu á éinræði,-Þetta býður upp á margháttaða ánægju fyrir ólíka áhorf- endur. Vil ég nefna, máli mínu til stuðnings, að ég tók ellefu ára dóttur mína með mér á sýninguna og skemmti hún sér konunglega, ekki síður en ég, þótt ég efist um að hún hafi lesið sömu merkingu úr verkinu. „Drekinn“ var ritaður 1942 og fel- ur í sér óvægna gagnrýni á ráðstjórn Stalíns. Leikritið hefur þó víðari skírskotun með greiningu sinni á eðli einræðis. Dreki drottnar yfir þegnum ónafngreindrar borgar með ógnar- valdi, en þegar hann er drepinn hefst nýr harðstjóri til valda sem frelsari borgarbúa. Leikritinu lýkur að sjálf- sögðu vel, þegar Lancelot, hinn raun- verulegi drekabani, snýr til baka. Orsakir einræðisins eru sterklega gefnar í skyn í verkinu, en þær virðist höfundur telja vera hverflyndi, dáð- leysi og undirlægjuhátt lýðsins. Við leikslok er áhorfandinn skilinn eftir með þá tilfinningu að nýr einræðis- herra geti risið úr öskustónni, ef ekki er vel haldið á spöðunum. „Drekinn“ er lofgjörð til hetjulegr- ar uppreisnar gegn ranglæti (Lancelot er „hetja að atvinnu“), jafnvel þótt einstaklingurinn verði að standa einn og óstuddur. I leikritinu er enginn skortur á slíkum hetjum. Má þar nefna Lancelot, Elsu, Elísabetu móð- ur hennar og borgarana sem færa riddaranum hugprúða vopn undur- samlegrar náttúru. Þó má vart á milli sjá hvort sigrar, hið góða eða hið illa, því hetjumar mæta margvíslegu mót- læti og rangindum, ekki eingöngu af hálfu valdhafanna, heldur ekki síður vegna þýlyndis og aðgerðaleysis þegnanna. Schwarz lætur einkar vel að færa ádeilu sína í búning ævintýris, enda var hann fyrst og fremst bamabóka- höfundur. I leikritinu má finna mörg minni ævintýra; einlita baráttu góðs og ills, dreka og riddara og hjarta- hreina yngismær, töfrateppi og hul- iðshjálm. I ævintýrum verða litlar kröfur gerðar til djúpra sálarlífslýs- inga og gætir þess í „Drekanum“. Margar persónur verksins eru staðlað- ar manngerðir, fremur táknrænar en sannferðugar og skortir sálræna vídd. Þetta gildir þó ekki að öllu leyti og vil ég taka tvö dæmi. Svo einkennilegt sem það kann að virðast er drekinn sjálfur sú persóna verksins sem býr yfir dýpstu sálarlífi. Hann er gæddur hvikulum gáfum og skyggnist djúpt í eðli mannfólksins. Gáfur sínar og slægð nýtir hann sér til hins ýtrasta, og drottnar fremur í krafti þrælsóttra borgarbúa en vegna eigin yfirburða. Drekinn óttast hinn hugrakka aðkomumann og þýtur um loftin með vængjagný í leit að upplýs- ingum um andstæðing sinn fyrir bar- dagann. í ljósi þessa hljómar fyrri upptalning hans á fomum sigrum sem raupsögur einar. Drengilegur er drek- inn ekki sem sést á framkomu hans gagnvart Lancelot er hann reynir að fá Elsu til að myrða riddarann. Drekinn er illur, en þó ekki alvondur. Hann hefur - a.m.k. samkvæmt munnmæl- um - bjargað borgarbúum frá kóleru-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.