Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1993, Page 52

Skólablaðið - 01.05.1993, Page 52
SKÓLADLAÐIÐ Guðjón Rognor Jónosson, skóIostjórnqrfu 11rrúi: Hagsmunamál nemenda - af sförfum skólQStjórnor Eins og svo oft áður hafa mætingarmál verið aðalvið- fangsefni skólastjómar í vetur, en í henni sitja auk rektors og konrektors: Birgir Guðjónsson og Þyrí Ámadóttir fyrir hönd kennara auk Ólafs Jóhannesar Einarssonar og undirritaðs, full- trúa nemenda í stjóm. I haust gengu í gildi lög er fjalla um hvemig meðhöndla skuli mál þeirra sem sýnt hafa vítaverða óreglu í skólasókn.. Eg legg eindregið til að þeir sem ekki hafa kynnt sér þessar reglur geri það, en þær er meðal annars að finna í Morkinskinnu, dagbók Menntaskólanema. Til glöggv- unar má geta þess að reglurnar gera ráð fyrir að sé skólasókn nemanda undir 80% skuli hann hljóta rektorsáminningu. Bæti nemandinn ekki ráð sitt við áminninguna skal skólastjóm meta hvort óregla hans teljist vítaverð. Tryggðartröllið Guðjón Á fundi sem haldinn var þann 3. febrúar síðastliðinn var samþykkt að þeir nemendur sem hefðu mætingu undir 80% og hlotið hefðu áminningu rektors yrði gert skylt að mæta a.m.k. 90% það sem eftir væri skólaársins. ella yrði þeim vís- að úr skóla. Var viðkomandi aðilum, 31 talsins, tilkynnt þetta bréflega. Þegar þessar línur eru skrifaðar hefur fjórum einstaklingum verið vísað úr skóla en þeim jafnframt verið gefinn kostur á að sækja um ut- anskólavist. Auk umræðna um mætinga- mál hefur skólastjóm veitt tólf nemendum leyfi til að sleppa vorprófum á grundvelli regla um einkunnir og próf. Einnig hafa nokkrir nemendur fengið leyfi til þess að keppa fyrir hönd Islands á erlendum vett- vangi.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.