Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 54

Skólablaðið - 01.05.1993, Qupperneq 54
SKÓLADLAÐIÐ í vikunni á eftir var Karaokee- kvöld í kjallara Cösu, sem var létt upphitun fyrir þá sem enn voru að æfa sig fyrir Söngkeppni hins íslenska Menntaskóla, sem var á Hótel Islandi þann 27. janúar ásamt dansleik. Þátt- takendur voru alls 17 og er haft eftir dómnefndinni að keppnin hafi verið á „háum standard“. Keppnin var glæsi- leg, og sú sem bar sigur úr býtum þetta kvöld var ung snót úr 3.-C, Þór- anna Kristín Jónbjörnsdóttir, sem söng lagið „Dimmar rósir“, áður flutt af Tatörum. Þóranna sýndi síðar, þann 18. mars að hún var ekki aðeins best í MR heldur best yfir alla framhalds- skólana, þegar hún sigraði söng- keppni framhaldsskólanna svo fræki- lega. Var þetta annar sigur MR-inga í röð í söngkeppninni. Ekki lakur ár- angur það! MR-ingar hafa það orð á sér að vera gjamir á að halda í hefðimar, og næsti stóratburður varð bara til að kynda undir þessa staðhæfingu frekar en hitt, þegar haldið var Þorrablót í kjallara Casa Nova. Sérstakur gestur kvöldsins var Sveinbjöm Beinteins- son allsherjargoði. Þorri var blótaður að heiðnum sið, hefðbundinn þorra- matur snæddur (þó var íslenska brennivíninu sleppt!), íslenskar þjóð- sögur voru lesnar og það var sungið. Tveimur dögum seinna, eða 4. mars var Stórlistakvöld í Tónabíói í sam- vinnu við Listafélag MH. Mjög góð mæting var og heppnaðist dagskráin með ágætum. En þá var komið að því að drátt- hagir nemendur fengju að njóta sín. Þeir fengu tækifærið og gripu það þegar myndlistarsýning nemenda hófst í kjallara Cösu í kjölfar Kaffi- húsadags 10. mars. Meðal verka á sýningunni var eitt sem var að þróast fram á síðasta dag; pappír var hengd- ur á vegg og var gestum og gangandi með sköpunargleði boðið að mála að vild. Margir höfundar að því verki ! Sýningin stóð í rúma viku, og stóð enn þegar skemmtinefnd og tónlistar- deild höfðu síðasta tónlistarkvöld vetrarins í röð sinni um tónlistarkvöld tengd mismunandi tónlistarstefnum, á Salsa-kvöldinu. Þar lék hljómsveit James Olsen undir, og hafði ein við- staddur það að orði, að hann hefði í stutta stund haldið, að hann væri kominn í regnskóga S,- Ameríku, svo suðræn var sveiflan. I vikunni 14.-20. febrúar var haldið uppá 110 ára afmæli Framtíðarinnar. Haldið var upp á atburðinn með ýms- um hætti, meðal annars með vel p * heppnaðri veislu í Tjamarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Seinni árshátíð vetrar- ins, árshátíð Framtíðarinnar var svo 24. febrúar. Þótti hún takast með ágætum. Fyrsti stóratburður mars-mánaðar var þegar Megar kom og spilaði og söng í kjallaranum. Daginn eftir, 4. mars framsýndi á Herranótt Drekann eftir Jewgeni Schwarz. Næstu daga bauðst mönnum svo að fara á sýning- una, og nýttu sér velflestir það tæki- færi. Ekki var ónýtt að geta brugðið sér ögn úr grámyglulegum hversdags- leikanum inn í töfraheim leikhússins. Og þá var komið að því að taka fram íþróttaskóna. Niðurtalning fyrir íþróttahátíð hófst í Nemanum 9. mars með kappáti kroppatemjara Mennta- skólans, þeirra Rögnu Láru og Hauks. Matseðilinn: Hamborgari, franskar, kokteilsósa (324 kkal) og kók (215 kkal). Haukur sigraði, og það gerðu einnig ýmsir aðrir sem öttu kappi í Valsheimilinu á þróttahátíðinni dag- inn eftir. Ragna Lára vinnur bara næst. Hún þarfnast augljóslega meiri æfingar! Stórrokktónleikar Tónlistardeildar voru 11. mars og komu þar fram nokkrar hljómsveitir. Og þá var kominn kosningarandi í loftið. Kynningarrit fyrir kosningar, Cursus Honorum, leit dagsins ljós, framboðsfrestur rann út og kosninga- blaðið kom út. Kunnugir telja að aldrei hafi jafnmargir verið í framboði og einmitt þetta vor. Voru kosningar og að kvöldi sama dags, 24. mars var kosningavaka Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Ekkert aðgöngumet var slegið í kjallara Cösu það kvöld, en hugsanleg skýring á því er að beint kosningaútvarp var sent út að öldum ljósvakans, nánar tiltekið á UTRAS. 5 dögum fyrir kosningar hófst útvarp MR á ÚTRÁS. Þessa viku voru ein- ungis MR-ingar við dagskrárgerð, viðtöl voru tekin við frambjóðendur og fleira mætti telja. Menn gátu því varið tíma sínum sitjandi við viðtækin í teitum víðs vegar um bæinn kosn- ingakvöldið sjálft. Að kosningavök- unni lokinni var kosningaball á Ing- ólfskaffi. Ballið fór ágætlega fram og átti það sammerkt með Busaballinu að færri komust að en vildu. Ýmsir eru þeir atburðir sem náð hafa að skipa sér fastan sess í hugum Menntaskólanema í vetur. Efst ber að nefna kvikmyndakvöld sem kvik- myndadeild Listafélagsins hefur stað- ið fyrir á um hálfsmánaðarfresti. Kvikmyndadeildin hefur verið mjög öflug í vetur og hefur nemendum ver- ið gefinn kostur á að sjá ýmsar perlur kvikmyndanna. Einnig hafa verið haldin nokkur Listafélagskvöld með ýmsa listadagskrá. Neminn hefur verið á hverjum föstudegi í allan vetur í umsjá scribu og quaestors. Neminn hefur verið með hefðbundnu sniði; atriði hafa verið úr skólanum, leikhús borgarinn- ar hafa verið með kynningar, þeldökkur dansari hefur dansað í kjallaranum við takt bumbusláttar og fleira mætti telja. Selsferðir hafa verið famar, bæði með einstakar bekkjar- deildir og eins í afmarkaðar ferðir, eins og kvikmyndaferð, kórferð o.s.frv., og bekkjarráðin hafa haft skemmtikvöld. Af útgáfu er það að segja að áður- nefndar mánaðaráætlanir hafa birst sjónum nemenda mánaðarlega, Skólatíðindi hafa komið út svo að til hálfsmánaðarlega, 2 vegleg skólablöð hafa komið út á árinu og myndablaðið Vetur. Til viðbótar við það sem hér er að ofan talið, hefur Framtíðin staðið fyrir ýmissi starfsemi í vetur, hún hefur staðið fyrir ræðukeppni og spurninga- keppni bekkjardeilda, málfundum, námskynningu ræðunámskeiði Þórs- merkurferð og áðurnefndri árshátíð, gefið út söngbók, Skinfaxa, rit um ræðumennsku, Hannes í fjölda ein- taka og margt, margt fleira. Sú saga verður þó ekki sögð hér, það verður eftirlátið „Framtíðarmönnum.“ Að lokum má geta þess að ýmsir menn innan skólans grófu nú í vetur upp orðatiltækið (málsháttinn?) „MR- ingar þurfa ekki hroka, þeir eru best- ir“ í kjölfar velgengni skólans í hinum ýmsu viðureignum. Velgengni full- trúa MR hefur sett töluverðan svip á seinna misseri skólaársins, og óneit- anlega er listinn glæsilegur. Fulltrúar MR unnu stærðfræðikeppni fram- haldsskólanna, eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna og ljósmyndasam- keppni framhaldsskólanna sem Ljós- brot stóð fyrir. Við unnum róðra- keppni framhaldsskólanna í bæði karla- og kvennaflokki, MR-ingur vann söngkeppni framhaldsskólanna, við urðum í 2. sæti í MORFÍS og síð- ast en ekki síst unnum við spuminga- keppni framhaldsskólanna 2. april síðast liðinn, þegar lið MR og Versló áttust við í beinni útsendingu í Sjón- varpinu. Og hvernig tökum við MR-ingar svo þessu? Af landsþekktri hógværð! En það er von mín og trú að haldi MR-ingar áfram að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og gera það vel, þá má sjá félagslífið og sigurgöngu MR-inga á næstu árum björtum aug- um.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.