Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 36

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA 34 svo miklu leyti sem unt er nú um að dæma, virðist hún harðla áreiðanleg. Þið verðið að muna eftir því að frænd. semi og ætterni var miklu meira metið þá heldur en nú er það- Ættin var skoðuð eins og ein heild eða félag gagnvart öllum öðrum. Sæmd og vansæmd hennar varpaði birtu eða skugga á hvern, sem í henni var, og frægð ‘hvers manns var um leið sómi ættar hans. Það var því sameiginlegt hugðarmál allrar ættarinnar, að halda á lofti afreksverkum barna sinna, yngri og eldri, og höfuðskemtun og líklega höfuðfræðsla, sem börnin fengu hjá foreldrum og fóstrum, voru frásögur um það, sem drifið hafði á dagana fyrir þeim. Um þetta lærðu menn sög- ur, vísur og kvæði, og iþar sem þá voru engar bækur til að lesa og eng:n blöð, og fá fræði önnur á minnið að leggja, þá sat það þar fastara, sem numið var, heldur en í okkur nútímamönnum, sem altaf erum að lesa og þannig sííelt að skrifa nýtt og nýtt hvað ofan í annað, Þá var ekki pappír, blek né prentsverta til að geyma orð og sögur; ekki öðru að treysta en minninu, og það var því sjálfsagt mörgum sinnum trúrra en nú hjá almenningi. Auðvitað var það nú einn höfuð- viðburður í æfi landnámsmanns að skifta um bústað, og það því fremur sem numið var nýtt land og oft einhver svaðilverk og stórtíðindi, sem ollu; má nærri geta, að afkomendurnir í nýja landinu hafa fengið að heyra frá þeim sagt, og atburðirnir, svo áhrifa- miklir sem þeir voru, mótast í minni þeirra mann fram af manni, og það því fremur, sem bæði var fáment og sam- göngur strjálar, en staðirnir jafnan fyrir augum, þar sem atburðirnir höfðu gerst, og örnefnin til að minna á. Landið hefir því verið krökt af sögum og vísum, hver fjörðurinn, dal- urinn og hreppurinn geymt sínar. Svo líður og bíður; frásögnum fjölgar; einlægt bætast nýjar við. Menningvex, bækur koma, menn læra að lesa og skrifa; þeir kynnast sögum frá fjar- lægum löndum og þjóðum, og þar kemur, að þeim hugkvæmist að færa líka í 'letur það, sem hér er til frá- sagnar- Þá er það á seinni ihluta 1 1. aldar, að ungur sveinn vestan frá Helgafelli af göfugu og fornu Breiðfirðingakyni er að læra til prests austur í Haukadal í Biskupstungum- Aðalkennarinn var Tetiur frá Skálholti, sonur Isleifs bisk- ups, lærður heima hjá föður sínum og forvitri. Ekki var annað kyn betra á öllu Islandi. Þeir langfeðgar höfðu verið friðsamir höfðingjar og göfug- menni og spakir að viti og allan aldur setið næstir öllum stórtíðindum, er gerst höfðu í lögum og landstjórn og málaferlum, tæplega dagleið frá Þing- völlum, og sennilega verið á hverju þingi frá því er það var sett á stofn. Þar í Haukadal var þá líka gamall bændaöldungur, er Hallur hét Þórar- insson, og hafði þar allan sinn aldur alið, nema meðan hann var í förum á unga aldri. Hann var líka vitur mað- ur og stálminnugur; mundi eftir því er Þangbrandur skírði hann, rúmri öld eftir að landnám hófst. Það var ekki tóm Latína og guðfræði, sem Ari hinn ungi fékk að 'hlusta á í Haukadal. Þar hefir borið margt fleira á gómu, og Ari ekki lagt síður sólgin eyru við sögum og ljóðum um atburði þá, er gerst höfðu um þessar slóðir og víðar. Og þegar hann iheyrði sagt frá afrekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.