Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
34
svo miklu leyti sem unt er nú um að
dæma, virðist hún harðla áreiðanleg.
Þið verðið að muna eftir því að frænd.
semi og ætterni var miklu meira metið
þá heldur en nú er það- Ættin var
skoðuð eins og ein heild eða félag
gagnvart öllum öðrum. Sæmd og
vansæmd hennar varpaði birtu eða
skugga á hvern, sem í henni var, og
frægð ‘hvers manns var um leið sómi
ættar hans. Það var því sameiginlegt
hugðarmál allrar ættarinnar, að halda
á lofti afreksverkum barna sinna, yngri
og eldri, og höfuðskemtun og líklega
höfuðfræðsla, sem börnin fengu hjá
foreldrum og fóstrum, voru frásögur
um það, sem drifið hafði á dagana
fyrir þeim. Um þetta lærðu menn sög-
ur, vísur og kvæði, og iþar sem þá voru
engar bækur til að lesa og eng:n blöð,
og fá fræði önnur á minnið að leggja,
þá sat það þar fastara, sem numið var,
heldur en í okkur nútímamönnum, sem
altaf erum að lesa og þannig sííelt að
skrifa nýtt og nýtt hvað ofan í annað,
Þá var ekki pappír, blek né prentsverta
til að geyma orð og sögur; ekki öðru
að treysta en minninu, og það var því
sjálfsagt mörgum sinnum trúrra en nú
hjá almenningi.
Auðvitað var það nú einn höfuð-
viðburður í æfi landnámsmanns að
skifta um bústað, og það því fremur
sem numið var nýtt land og oft einhver
svaðilverk og stórtíðindi, sem ollu;
má nærri geta, að afkomendurnir í
nýja landinu hafa fengið að heyra frá
þeim sagt, og atburðirnir, svo áhrifa-
miklir sem þeir voru, mótast í minni
þeirra mann fram af manni, og það því
fremur, sem bæði var fáment og sam-
göngur strjálar, en staðirnir jafnan
fyrir augum, þar sem atburðirnir
höfðu gerst, og örnefnin til að minna
á. Landið hefir því verið krökt af
sögum og vísum, hver fjörðurinn, dal-
urinn og hreppurinn geymt sínar. Svo
líður og bíður; frásögnum fjölgar;
einlægt bætast nýjar við. Menningvex,
bækur koma, menn læra að lesa og
skrifa; þeir kynnast sögum frá fjar-
lægum löndum og þjóðum, og þar
kemur, að þeim hugkvæmist að færa
líka í 'letur það, sem hér er til frá-
sagnar-
Þá er það á seinni ihluta 1 1. aldar,
að ungur sveinn vestan frá Helgafelli
af göfugu og fornu Breiðfirðingakyni
er að læra til prests austur í Haukadal
í Biskupstungum- Aðalkennarinn var
Tetiur frá Skálholti, sonur Isleifs bisk-
ups, lærður heima hjá föður sínum og
forvitri. Ekki var annað kyn betra á
öllu Islandi. Þeir langfeðgar höfðu
verið friðsamir höfðingjar og göfug-
menni og spakir að viti og allan aldur
setið næstir öllum stórtíðindum, er
gerst höfðu í lögum og landstjórn og
málaferlum, tæplega dagleið frá Þing-
völlum, og sennilega verið á hverju
þingi frá því er það var sett á stofn.
Þar í Haukadal var þá líka gamall
bændaöldungur, er Hallur hét Þórar-
insson, og hafði þar allan sinn aldur
alið, nema meðan hann var í förum á
unga aldri. Hann var líka vitur mað-
ur og stálminnugur; mundi eftir því er
Þangbrandur skírði hann, rúmri öld
eftir að landnám hófst. Það var ekki
tóm Latína og guðfræði, sem Ari hinn
ungi fékk að 'hlusta á í Haukadal. Þar
hefir borið margt fleira á gómu, og Ari
ekki lagt síður sólgin eyru við sögum
og ljóðum um atburði þá, er gerst
höfðu um þessar slóðir og víðar. Og
þegar hann iheyrði sagt frá afrekum