Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 102
100
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
kirkjustjórn vorri eftir eigin geðþótta
og kringumstæðum vorum, en að láta
þrýsta á oss framandi oki í þeim efn-
um. Kom þá fram uppástunga um, að
Islendingar í Nýja íslandi mynduðu
kirkjufélag út af fyrir sig, sem sé a'I-
veg óhátt öllum trúarfélögum og játn-
íngum . )
Lýsir þetta hinum algengu skoðun-
um manna á þeim árum.
Skýrt er frá því, að Ieitað hafi verið
aðstoðar tveggja guðfræðinga Við að
semja grundvallarlaga frumvarpið
(Halldórs Briem og séra Jóns Bjarna-
sonar?). I “frumvarpinu” er svo á-
kveðið, að félagið skuli heita “Hið
Lútherska kirkjufélag Islendmga í
Vesturheimi”, og gera grein fyrir trú
sinni svo: “að hin heilaga ritning sé
guðs opinberaða orð og játningarrit
lútersku kirkjunnar mikilsverðir vitnis-
burðir um, hvernig kirkjan á ýmsum
tímum hefir skilið og kent lærdóm’a
heilagrar ritningar”. Tilgangur kirkju-
félagsins skuh vera sá: “að vinna að
fsálarheiH meðlima þess og annara
útífrá”, og skuli saman síanda af
mönnum, sem í það ganga af fr jálsum
vilja, aif áhuga fyrir vexti og viðgangi
kristilegrar kirkju, af trú á kenningu
hennar og von um blessunarríka ávexti
'aif starlfi hennar”. Skyldur félags-
imanna eru þá taldar að vera: 1. Að
lifa kristilegu lílfi. 2. Efla frið og ein-
drægni. 3. Iðka guðsorð á heimilum
'sínum. 4. Sjá börnum fyrir kristilegri
uppfræðingu. 5. Leggja fé til kir'kju-
þarfa. 6. Hjálpa bágstöddum. 7.
Sækja safnaðarlfundi. 8. Eftir mætti
styrkja ifyrirtæki félagsins”. — Oll
kirkjustjórn er í höndum safnaðarins
'sjálfs og “eru konur jafnt sem karlar
5) “Framfari”, I. ár. nr. 2.
félagslimir, og hafa þær sömu réttindi
ög skyldur sem þeir”.
Aðrir vildu halfa félagsböndin á-
kveðnari og s'kilja sem minst eftir áf
sjá'lfsvafdi einstaklinganna. Gætti þar
áhrifa frá hinu norska kirkjufélagi í
Missouri (sýnódunni). Er og orðun-
um“ innlendu kirkjufélagi”, í frum-
varpinu beint að því. Þeir, sem fyrir
“Frumvarpmu” stóðu, kölluðu séra
Jón Bjarnason til sín sem prest’ en hin-
ir sömdu sér önnur safnaðarlög og
kölluðu til sín séra Pál Þorláksson- Er
komist svo að orði í þessu síðara ‘laga-
frumvarpi “að söfnuðurinn viðurkenn-
ir trúarjátningaritin isem hreina og rétta
framsetnmgu Guðs orðs, isem aldrei
breytist.” Eru játningaritin talin að
vera: “1. Hin po'stullalega trúarjátn-
ing. 2' Nísenska trúarjátningin. 3.
Trúarjátning Athanasiusar. 4. Ágs-
borgar trúarjátningin óumbreytt. 5.
Lúters litli Katilkismuis”. I 9. gr- er
tekið fram, að söfnuðurinn skuli hafa
“hið æðsta vald til þess að stjórna og
skera úr öllum safnaðarmálum; en þó
hefir hann ekki leýfi til að ákveða
r-okkuð gegn guðs orði og trúarjátn-
ingunum.” I 1 7. gr. er tekið fram,
“að rétt til þess að tala og greiða at-
kvæði á fundum hafi aðeins karlmenn
safnaðarins”, og er þar vitnað til I'
Korintubréfsins 14. kap. 33—37 v.
(“með því Guð er ekki óeirðar heldur
friðarins Guð, eins og viðgengst í öll-
um söfnuðum kristinna manna, ber
konum yðrum að þegja í söfnuðunum,
því þeim er ekki leyft að talla’ eins og
líka lögmálið býður, en ef þær vilja
fræðast í einhverju, spyrji þær menn
sína heima, því 'konum sæmir ekki að
taía í söfnuðinum o. s. frv-”). I 21.
gr. er til tekið, að játningargreinar
N