Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 45

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 45
Æfintýiri iQftir J- Magnús Bjarnason. .. Það var um vorið í leysingum. Fljótið rann frá norðri til suðurs. Mitt á milli óss og upptaka fljótsins var afarmikill foss. Hann var nefndur “Þjóðafoss”- Það var ennlþá breið ís- spöng við upptök fljótsins. Við og við brotnuðu úr henni stórir og smáir jakar, og rak þá fyrir straumnum of- an fljótið. Það söng ömurlega í spönginni í hvert sinn, þá er jaki brotnaði úr henni og flaut í burtu- “Við ,'komum aftur!” sögðu jak- arnir einum rómi. “Við komum aft- ur, móðir góð, og fyilum í skörðin!” En spöngin vissi það vel, að þeir mundu aldrei koma aftur, því að ferð þeirra var heitið suður að Þjóðafossi, en þar týndust ailir jakar. Og jakarnir bárust með straumfall- inu suður, suður, s u ð u r! — Straumurinn var altaf að verða þyngri, veðrið varð heitara, og vatn- ið volgnaði meir og meir. “Við komum aftur!” sögðu stærstu jakarmr, þegar þeir voru kommr góð- an spöl. En þeir voru ekki eins dig- urróma og áður. Og þeir tóku nú eftir því alt í einu, að þeir voru að verða litlir vexti, og að minstu jakarnir voru ekki lengur til — voru orðnir að vatni. Þeir litu til baka. En þeir eygðu ekki Iengur hana móður sína — ís- spöngina- “Við komum!” hrópuðu stærstu jakarnir, sem í rauninni voru nú orðn- ir harla litlir. “Vertu óhrædd, móðir góð, við komum!” Eikitrén á bökkunum báðumegin brostu í kampinn. Þau vissu, hvað um jakana mundi verða. Þau höfðu stað- ið þarna í heila öld og séð sama jaka- hlaupið á hverju vori, en höfðu aldrei séð neinn jaka berast til baka móti straumnum frá Þjóðafossi. Straumfallið varð altaf stríðara og þyngra, eftir því sem sunnar dró. Það heyrðist þungur og dimmur vatnanið- ur í suðurátt. Þjóðafoss var skamt frá og féll fram af blágrýtishömrum með meira vatnsmagni en þúsund Níagara- fossar. Vesalings jakarnir voru nú orðnir fáir og — smáir. “Við kom—um!” sögðu aumingj- arnir Iitlu um leið og þeir bárust fram af fossinum. Og röddin var eins og andvarp deyjandi álftar, og enginn heyrði það nema andvarinn, því að drunurnar í Þjóðafossi gleypa öll hljóð — jafnvel gný og skruðninga skrugg- unnar. Og hringiðan fyrir neðan fossinn, hviklynd og ofsakát, steig dansinn hvíldarlaust daga og nætur, og kysti alla, sem fossinn hafði fleygt yfir blá- grýtis-hamrana — kysti alt kossi gleymskunnar- En ís-jakana hafði hún aldrei séð né heyrt. — Þeir voru allir orðnir að vatnsdropum, og þekt- ust ekki frá öðrum vatnsdropum f hinu straumharða, skolmórauða stór- fljóti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.