Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 68

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 68
66 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKUISFÉLAGS ÍSLENDINGA giasrækt og fóðurframleiðsla í land- inu, sem landið á efni til, er bundin við það, að notkun rafmagns verði al- menn í sveitum á Islandi. Og fyrst það er sannað, að ísland á gott gróðrarafl í jarðveginum, og ótakmörkuð skilyrði til að auka og bæta gróðraraflið, þá er það þjóðarinnar skuld, en ekki landsins, ef framleiðslan getur ekki margfaldast og orðið vissari. Auk þessa hefir ísland nóg rafmagnsaf'l til reksturs járnbraufca, þó þær væru um alt land, og til iðnaðarfyrirtækja, t. d. verksmiðja til að vinna ullina, sjóða niður 'kjötið og ef til vill fisk, til að gera það að dýrari vöru og efla at- vinnu í landinu. Við það eykst fólks- fjöldinn og ríkistekjurnar aukast, svo að þjóðfélagið fær meira fjárafl til að hagnýta sér gæði landsins. Og mér sýnist hyggileg og sí aukin rafmagns- notkun vera einn ábyggilegasti horn- steinninn undir svona gerðri þjóð- félagsbygging. Eg hefi kastað þessum athugasemd- um fram til að sýna fram á það, að ís'land sé ekki kostalaust land, eins og ýmsir álíta, og eg vona að það sannist æ betur, eftir því sem íslenzku þjóð- inni vex starfsþróttur og víðsýni, og þekking til að hagnýta kosti landsins. Eg hefi enn þá trú, þó mér og fleirum hafi mistekist búskapur á íslandi, að það geti þrifist þar notasæll og skemti- legur búskapur, ef alt það er réttilega notað, sem landið hefir að bjóða. Ó- höppin okkar, sem landbúnaðarlegt skipbrot liðum þar, oftast meira að kenna okkur sjálfum og “aldarandan- um”, en kostaleysi landsins. Þjóðin íslenzka þarf að hefja merk- ið hátt og bera það fram með dugnaði og varfærni í landbúnaðarmálum, eins og í öðrum efnum. Efnamestu sveit- irnar þurfa að ganga á undan með góðu eftirdæmi, um það að nota raf- magnið og auka grasræktina, og sýna, hvað hægt er að gera í þeim efnum. Fyrir þá, sem unna íslandi af alhug, og það gera líka margir íslendingar, sem í fjarska búa, er það gleðileg hugsun, að landið hefir þá kosti að bjóða, ef ékki skortir dug og hagsýni til að nota þá til fulls, að hvert heimili gæti haft rafafl til lýsingar, hitunar og matvælasuðu, og öflin til þess geymast víða ónotuð rétt að kalla hjá bæjar- veggnum; og að landið hefir að bjóða gróðrarmagn og gróðurauka. Magn, svo að, væri það notað, þyrfti ekki að slá nema ræktaðar, véltækar slægjur. Þegar sú stund rennur upp, að hægt er að líta yfir raflýsta bæi og rafhitaða og rennislétt, ræktuð slægjulönd, þá sæjust ekki börn og fullorðnir bláir af kulda í húsunum í vetrar- og vornæð- ingunum, né harðindin í högunum. Og þá mundi rísa upp í landinu framtaks- meiri og vonglaðari kynslóð, og “vaxa meiðir, hvar vísir er nú”. Það tekur marga tugi ára, jafnvel aldir, að koma þessu í fullkomna framkvæmd. En “það verður, ef þjóðin er sjálfri sér trú” (St. Th.). Ef að þjóðin fer nú að hefjast handa og stefnir í áttina, og fylgir einnig í þessu efni síðasta heilræði hins ástsæla foringja síns, Jóns Sigurðssonar, að “halda horfi meðan rétt stefnir”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.