Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 9
Máttuar oifíSsSims
Eftir Kjartan Helgason.
Ram-ísienzk saga.
Einu smni kom skip af hafi til Nor-
egs. Það var frá íslandi. Fyrir skip-
inu réð maður, er Þorleifur hét. Hann
var bóndason norðlenzkur, ættaður úr
Svarfaðardal, en hafði alist upp á
Reykjum í Miðfirði hjá Miðfjarðar-
Skeggja. Þorleifur var skáld gott og
margkunnandi, hafði numið margt í
fornum fræðum bæði af föður sínum
og fóstra.
Þegar Þorleifur kom til Noregs, réð
þar ríkjum Hákon Hlaðajarl. Þorleif-
ur lenti skipi sínu í Vík austur. Þar
var jarl þá staddur. Þorleifur gekk á
land og hitti jarl að máh. Jarl tók hon-
um vel og spurði tíðmda af Islandi.
En svo lauk samtah þeirra, að jarl bað
Þorleif að Iáta sig sitja fyrir öðrum
um kaup á þeim vörum, er hann hefði
til sölu frá Islandi. Þorleifur kvað sér
aðra kaupanauta hentugri, sagðist og
vona, að hann væri sjálfráður um það,
hverjum hann seldi vöru sína. Jarli
líkaði illa, er Þorleifur svaraði svo; en
þó hálfu ver daginn eftir, er 'hann
fréttir, að Þorleifur er kominn í kaup-
staðinn og kaupslagar þar um vörur
sínar við hvern, sem honum sýndist.
Þá varð jarl svo reiður, að hann fór
með fjölmenni til skips Þorleifs, lét
ryðja skipið og rælna öllu því, er hon-
um þótti fémætt, en brenna síðan skip-
ið til kaldra kola. Félaga Þorleifs, er
á skipinu voru, lét jarl taka og hengia.
Þorleifur var ekki nær staddur með-
an þetta gerðist, en kom að litlu síð-
ar. Honum þótti köld aðkoman, en
hann stilti sig vel og hafði fá orð um,
kvað vísu: “Hrollir hug minn illa”,
o. s. frv.
Má heyra á vísunni, að honum er
þungt í skapi og hyggur á hefndir. En
þar var ekki við lamb að leika, er við
Hákon jarl var að eiga, en sjálfur var
Þorleifur umkomulaus og allslaus í
ókunnu landi. Enda hafði hann eng-
in ráð önnur en að hröklast burt í það
sinn; fór suður til Danmerkur og var
um tíma við hirð Danakonungs. En
þegar leið að jólum næsta vetur, tók
hann sér aftur ferð á hendur til Nor-
egs. Hann tók á sig dularbúning, bjó
sig stafkarls-gervi, batt á sig skegg og
gekk við hækjur; hélt síðan beina leið
heim að Hlöðum. Þar var þá veizla.
Þorleifur gekk inn í höllina og settist
meðal annara stafkarla, gerði þar ó-
skunda og var harðleikinn, til þess
að eftir honum væri tekið. Hákon
jarl lét þá kalla þenna óróasegg fyrir
sig og töluðust þeir við. Að lokum
bað karl þess, að hann mætti flytja
jarli kvæði, er hann hefði ort um hann.
Það var honum leyft. Hefir karl þá
upp kvæðið, en jarlinn situr og hlýðir
á. Líkaði honum vel í fyrstu, þótti
snjalt kveðið og lof um sig í hverri
vísu. En þegar fram í sótti, tók jarli
að verða óvært, og þótti lofið tvírætt,
svo að það mætti eigi síður heita níð
en lof. Kallaði hann þá til karlsins og