Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 51
Eftir J. Magnús Bjarnason.
Ashcroft er smábær í British Col-
umbia og stendur við Kanada-Kyrra-
hafsjárnbrautina, á syðri bakka
Thompsons-fljótsins, réttar 204 mílur
enskar frá Vancouverborg, og um eitt
þúsund fet fyrir ofan sjávarmál. Bær-
inn er langur og mjór, og er eins og
honum sé smeygt líkt og fieyg inn á
miili fljótsins og járnbrautarinnar.
Hefir hann margt til síns ágætis, og
ekki sízt það, að þaðan koma ein-
hver hin beztu jarðepli, sem til eru í
heimi, og draga þau r.afn sitt af bæn-
um. Frá Ashcroft liggur akvegurinn,
sem er farinn norður til Cariboo og
Omineca-gullnámanna. Fara þaðan
og koma þangað daglega stórar hesta-
og múiasna-lestir, sem flytja ýmsan
varning milli þessa bæjar og námanna.
Landið umhverfis bæinn er mjög hól-
ótt og þurt, en þó er þar töiuverð
garðyrkja og kvikfjárræk.t.
Haustið 1911 dvaldi eg rúman
mánuð í Ashcroft og var íbúatala bæj-
arins þá um 600 manns. Engmn Is-
lendingur var þar búsettur um þær
mundir, svo eg vissi. En ekki var eg
búinn að vera þar marga daga, þegar
flastum eða öilum bæjarbúum var orð-
ið kunnugt, hvað eg hét, og hverrar
þjóðar maður eg var. Samt hafði eg
mjög lítið saman við aðra að sælda
þann tíma, sem eg var þar. Eg hélt til
í gistihúsi bæjarins og vann þar við
ritstörf frá morgni til kvölds alla virka
daga, en á sunnudögum gekk eg mér
til heilsubótar og afþreyingar um hól-
ana fyrir sunnan bæinn.
Nokkrum dögum áður en verki
mínu í Ashcroft var Iokið, kom ung-
lingspiltur með bréf til mín frá manni,
sem nefndist William Carson og átti
heima rúmar fjörutíu mílur enskar
fyrir norðan bæ:inn. Var bréfið þecs
efms, að herra Carson bað mig að
finna sig, áður en eg færi alfarinn frá
Ashcroft, og dvelja hjá sér nokkra
daga. Kvaðst hann hafa frétt, að eg
væri Isfendingur, og langaði sig til að
tala við mig um mikilsvarðandi mál-
efni, er snerti íslending nokkurn, sem
væri sér sérlega kær. En sjálfur
kvaðst herra Carson ekki geta komið
til Ashcroft og fundið mig, sökum
þess, að hann hefði nýlega dottið af
hestbaki og meitt sig allmikið innvort-
ís. Bað hann mig að senda sér línu
með bréfberanum og láta sig vita, «
hvaða dag hann mætti senda mann og
hesta eftir mér.
Eg skrifaði herra Carson nokkrar
Iínur með sendimanninum og gat þess,
að eg væri fús á að heimsækja hann,
þegar starfi mínu í Ashcroft væri lok-
ið. Tiltók eg þann dag, sem hann
mætti senda eftir mér, og hét því, að
dvelja hjá honum tvo daga. — En
áður en eg skrifaði bréfið, fann eg
eiganda gistihússins að máli og spurði
hann um þenna William Carson. Sagði
hann, að herra Carson væri ríkur
hjarðeigandi og mesti ágætismaður,.