Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 105
ÞJÓÐRÆIvNISSAMTÖK
103
um séra GuSmundur Árnason, er lesið
hafði guðfræði við prestaskólann í
Meadville og Berlínarháskóla á Þýzka-
landi. Þjónaði hann söfnuðinum til
ágústmánaðarloka 1915, að séra
Rögnvaldur tó'k við að nýju, og héfir
hann verið prestur safnaðarins síðan.
Öll starfsemi safnaðarins hefir jafnan
farið fram á íslenzlku.
Sumarið 1904 seldi söfnuðurinn
kirkju sína og kom sér upp annari, er
stendur við Sargent og Sherbrooke
stræti. Var smíði þeirri lokið og kirkj-
an vígð haustið 1905. Er það mynd-
aflegt hús, grunnurinn úr steini og
kirkjan sjálf úr múrsteini, og var önn-
ur dýraSta kirkjan, er íslendingar
höfðu reisa látið fram til þess tíma.
Sunnudagaskóli hðfir jafnan staðið við
söfnuðinn og öll kensJa farið íraim á
Íslenzku. Haustið 1906 var sto'fnað
fyrirlestrafélag við söfnuðinn, er síð-
ar var nefnt “Menningarfélag”, eftir
hinu forna “Menningarfélagi” í Da-
kota, er það var sniðið elftir- Fyrir
félagssto'fnun þessari gengust aðallega
Skafti B. Brynjólfsson (er áður er get-
ið; voru þau hjón þá flutt til Winnipeg
og sezt þar að) ; Dr. Þorbergur Þor-
valdsson (frá Hofdölum í Skagafirði,
Þorvaldssonar, nú kennari við háskóla
Saskatchewanfylkis í Saskatoon);
Hannes Pétursson (frá Ytribrekkum í
Blönduhlíð í Skagafirði. Bj örnssonar) ;
Stéfán (Þórðarson) Thorson, (Jóns-
sonar frá Bryggju í Biskupstungum),
og fleiri, er eigi þýðir að tilgreina'
Stofnun félagisins var fyrst hrevft á
safnaðarfundi eftir messu 7. okt 1906.
Var þar skipuð þriggja manna nefnd til
þess að semja frumvarp til grundvall-
arlaga. í nefndina voru skipaðir S. B.
Brynjólfsson, Þorb. Thorvaldsson og
Rögnv. Pétursson. Hélt nefndin fund
með sér að heimili S. B- Brynjólfsson-
ar hinn 10. s. m. og kvað svo á, að í
félaginu gætu allir staðið, hverra
kirkjulegra skoðana sem væri' TiJ-
gangsgreinin hljóðaði svo: “Að afla
þe'kkingar og auka víðsýni”. Er félag-
ið svo stofnað 21. okt. og nefnt “Ung-
mennafélag”, en rnargir voru eigi á-
nægðir með nafnið. I félaginu stóðu
karlar og konur, jafnt eldri sem yngri.
Til forseta var kosinn Sakfti B. Brynj-
ólfsson, varaforseta Hannes Pétursson,
skrifara-féhirðis Þorb. Thorvaldsson.
Fundir voru ákveðnir hálfsmánaðar-
lega frá 1. okt. til 1. júní ár hvert, og
skyldu fyrirlestrar ifluttir á hverjum
fundi, er því yrði við komið, um eitt-
hvert fræðandi efni, af þar til kjörnum
ræðumönnum er nefndm hefði til þess
fengið. Á öðrum fundi er félagsnafn-
inu brey-tt og það nefnt “Menningar-
félag”. Var bent á af uppásíungu-
manni, að það nafn ætti bezt við' Væri
forseti félagsins ihinn sami og verið
hefði forseti hins gamla “Mennmgar-
félags”, tilgangur félagsins hinn sami
og það laust við öll flokkamál, eins og
hitt hefði verið. Félágið var starfand:
í níu ár, og á þeim tíma hafði það
gengist Ifyrir því, að fluttir voru um 80
fyrirlestrar um ýms elfni, þar með talin
tvö minningarerindi um þá meistara
Eirík Magnússon bókavörð í Cam-
bridge á Englandi (1. febr. 1913) og
skáldið Þorstein Erlíngsson (25. nóv.
1914). Fyrirle’strascunkomur þessar
stóðu ávalt opnar almenningi án end-
urgjalds, og umræður voru leyfðar að
'loknum fyrirlestrunum. Utdrátt fyrir-
lestranna fluttu blöðin íslenzku jafnan
í viikunni naestu á eftir. Alls fluttu er-
indi á 'fundum félagisins 38 manns; þar