Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 52
50 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA og væri öllum, sem kyntust honum, sérkga hlýtt til hans, en að hann væri fremur ómannblendinn og fálátur. Svo kom sá dagur, sem eg hafði til tekið. Kvöldið áður kom sendi- maður herra Carsons, ög var það sami unglingurinn, sem komið hafði með bréfið. Hann kom ríðandi á brúnum hesti og hafði annan hvítan í taumi. Var mér æltlaður 'hvíti hesturinn. Hann var einhver hinn ágætasti reiðhestur, sem eg 'hefi séð, eldfjörugur og út- haldsgóður, en þó þýður og viðráðan- legur. Við ‘lögðum af stað frá Ashcroft snemma morguns. Þá var skýjað loft og köld gola á norðan. — Það var seint í septembermánuði. E'ftir að við vorum komnir yfir brúna á Thomp- sonsfljótinu, lá leið okkar í fyrstu um htal gráa, skóglausa hóla og sefi- vaxnar, djúpar dældir, og var leiðin- legt mjög að fara þann veg. En þeg- ar á leið daginn, fór útsýnið að breyt- as't, og komu nú í ljós smátt og smátt hálsar vaxnir s'kógi og grösugir dalir, smávötn og lækir og fögur sveitabýli, og sást þar víða “fénaður drejfa sér um græna haga”. Fylgdarmaður minn hét Dominík, ;af ítölskum ættum. Hann var á átj- ánda ári, fríður sýnum, heldur smár vexti, en knálegur. Hann talaði mjög fátt við mig, en svaraði þó þýðlega, þegar eg ávarpaði hann. Og hann mælti á góða ensku. Svör hans voru samt mjög stutt og á stundum tvíræð, einkum ef eg spurði hann um herra Carson og heimilis-ástæður hans. “Herra Car'son er stór,” sagði Dominík æfinlega, þegar eg nefndi húsbónda hans á nafn. “Er hann þá stór í lund?” spurði eg einu sinni. “Hann er bara stór,” svaraði Dominík. “Er hann stór í öllum skilningi?” sagði eg. “Stór!” sagði Dominík. — Og svo kom löng þögn. -— Eg spurði hann einu sinni, hvort hann þekti marga ís- lendinga. “Eg hefi aldrei séð fslend- ing,” sagði Dominík. “Er þó ekki ein- hver fslendingur í nágrenni við þig?” spurði eg. “Enginn,” svaraði Dom- iník. “Þú hefir ef til vill aldrei vitað, að íslendingar voru til?” sagði eg. “Aldrei,” endurtók Dominík. — Nú kom aftur Iöng þögn. Og eg fór að hugsa margt. Und:r kvöldið komum við niður í fagran dal allstórann, sem lá frá austri til vesturs. Á rann eftir dalnum, og var mikið graslendi báðumegin við han'a. Sauðfé, nautgripir og hestar voru á beit þar á grundunum. En í skógarlundi í nyrðri íhlíðinni stóð hvítt og reisulegt íbúðarhús úr timbri, og skamt frá því voru nokkur úthýsi, og voru þau öll rauð á lit. Var þetta bú- garður herra Carsons og minti mig á hin fornu íhöfuðból á fslandi. Þegar við vorum næstum komnir heim að íbúðarhúsinu, gætti eg að því, að maður stóð við hliðið á girðing- unni, sem var í kringum húsið, og hélt hann á sjónauka í vinstri hondinni. Maður þessi var á að gizka um fimtugt. Hann var í hærra lagi með- almaður á vöxt og 'kraftalegur, dökk- ur á brún og brá og alskeggjaður. Andlitið lýsti óbifanlegri staðfestu og einbeitni og sýndi, að hann var vel til foringja fallinn. Augun voru þó frem- ur daufleg, eins og hann hefði vakað nóttina áður, eða væri við öl, en þau báru sam't vott um það, að maðurinn væri hygginn vel og athugull með af- brigðum og sérlega dulur. Hann var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.