Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Side 86
84
TÍMARIT ÞJÓÐRÆIvNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ingar fari vestur og austur og snjallir
fræðimenn. — Það verður álíka á-
rangur og þegar krummi var sendur út
af örkinni, að íþví einu undanteknu, að
þeir koma þó heim til sín aftur.
Heídur ekki trúi eg á neina nauð-
ungarkenslu í !barnaskólum eða ný
stafrofs'kver (með myndum eftir As-
grím) — og enn síður á málfræðis-
kenslu með beygingu sterkra sagn-
orða, hljóðvarpi og réttritunarreglum.
Það þarf meira til — og skulum við nú
stutllega íhuga, hvernig aðrar þjóðir
hafa á undan okkur reynt að viðhalda
sínu þjóðerni.
III.
Frá alda öð'li hefir hver þjóð, sem
nokkur kraftur bjó í, barist fyrir við-
haldi síns þjóðernis. Barist 'hefir ver-
ið með hnúum og íhnefum, grjótkasti
og steinvopnum, eir og járni, eldi og
brennisteini (þ. e. púðri), á láði og
legi og í lofti, og nú síðast með eitur-
mökkvum. Allra ráða hefir verið
neytt og ölluim djöfuls'kap beitt, ekk-
ert kák hsfir dugað til að vernda þjóð-
ernið. Baráttan hefir ætíð verið hörð,
og því harðari, sem þjóðernistilfinn-
ingin hefir verið ríkari, heitar og kröft-
ugri. Og baráttan hefir ætíð verið
blóðug, nema þar sem þjóðernið
verndaði'st af sjálfu sér, t. d. einangrað
á umflotinni eyju “norður við heim-
skaut í svalköldum sævi” — eyju, sem
lá “langt frá öðrum þjóðum” og eng-
inn s'kifti sér af; norðan við alla að-
gæzlu, ágirnd og ásælni annara. Þegar
til lengdar lætur, duga þó heldur ekki
“bláfjötur Ægis” fremur en nckkur
kínverskur múr.
En þegar nokkur hluti af sömu eyjar
þjcðerni er fluttur inn í hjarta annars
víðáttumikils lands, og er umsetinn og
aðlþrengdur á alla vegu af öðru vold-
ugu þjóðerni og ýmsum þjóðum; þá
hlýtur 'sá sarni litli þjóðernispartur að
eiga í vök að verjast. Þá skyldi maður
halda, að hendur yrðu að standa út úr
ermum, því baráttan hlyti að verða
hörð, Iíklega blóðug, ef alt á að ganga
eins og í sögu. Kemur sér þá ilia að
hafa enga æfingu heiman að úr ætt-
landinu í neinum vopnaburði, því póli-
tískt kjaftæði dugar ekki þar eingöngu
eins og í viðskiftunum við Dani, þó að
vísu dygði það þar.
Það er vissulega mikið í ráðist, að
ætla sér að vernda íslenzkt þjóðerni
vestan hafs um margar ókomnar aldir.
En þó má það takasþ “ef fólkið þor-
ir,!’ og vill.
IV.
Ekkert fæst fyrir ekki neitt. Við-
hald þjóðernis sízt af öflu. Ef vér Is-
lendingar alir, austan ’hafs og vestan,
féllum fram á ásjónu vora, og það
dags daglega nokkurn tíma, og fram-
segðum einróma þessa bæn: Ó, guð
vors lands, lít'tu í náð til vors litla
vesturíslenzka þjóðernishluta og virztu
að viðhalda hionum á ókomnum öldum
(að minsta kosti eins lengi og í heima-
högunum, því við gerum ráð fyrir að
þjóðernið spjari sig þar um Íangan ald-
ur) — Amen.
Hvað þá? Eg segi fyrir mitt leyti,
að eg hevri strax svarið í rnínu hug-
skoti: “Þetta er undlr sjálfum ykkur
komið, góðir íslendingar. Guð hjálp-
ar þeim, sem hjálpar sér sjálfur.”
Nú er eftir að vita, hvað miklð við
þurfum á okkur að leggja. En senni-
lega er það engin fjarstæða, sem
franska spakmíælið fullyrðir: “Vouloii