Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 72

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 72
TÍMARIT ÞJÓÐR.SKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA 70 ykkur í síðasta sinn á þessum stöðv- um. Eg iþakka ykkur ifyrir alt gott, gamalt og nýtt. iMér fanst ætíð, þeg- ar þið komuð á vorin og létuð til ykk- ar tieyra, mér fanst þá adfinlega rödd hljóma úr betri veröld. Bíbí, dírin- dírin, sögðuð þið og segið enn. Eg lifi a'Idrei glaðan dag í nýja landinu, ef þið komið ekki þangað. Eg vonast eftir ykkur og þrái röddina ykkar ljúfu og yndislegu. Vorenglar og sumardís- ir, sólskmsbörn og gróðurboðar! Komið þið til mín vestur við hafið! Ef þið komið ekki til mín, þá kem eg til ykkar, í endurminningunni.” Lóu-unginn tístir í egginu og vil! út — þangað sem spóarnir vella, fug!- arnir langleggjuðu, háfættu og spík- nefjuðu. Svanfríður rekst eigi á þeirra hreiður. Spóinn er kænri og kann að hylja dyngju sína. Svanfríð- ur þekkir listirnar hans. Hann fK’gur af eggjum sínum, þegar óvinurinn er í fjarska. Spóinn fer þá langan sveig og kemur úr öfugri átt, þögull. Svo laiigvellur ihann upp úr þurru, þegar hann er seztur, og lætur þá móðan mása, Iengi, lengi. Svanfríður lætur spóann eiga sjálf- an sig. Hún starir inn í heiðageiminn, þar sem þúfnamergðin og skorninga- fjöldinn sitja og Iiggja og bíða þess, að þeim verði sómi sýndur annar en sá, sem snjódyngjan hefir á boðstól- um og moldrykið. Nú málar miðnæt- ursólin hæðirnar og stráir á þær purp- ura sínum. En sú mynd er hverful skyndimynd, sem fer að forgörðum næsta morgun. Svanfríður getur ekki handtekið hana, þótt hún leggi sig í líma. Hún fer slypp heim til sín að því leyti, hefir endurminninguna eina í eftirdragi, reykinn af réttunum — draumfegurð í staðinn fyrir vöku- myndir, skýjaborg í staðinn fyrir handfesti. Döggin glóir í lynginu, og ilmur frá reyr og blóðbergi berst að vitum Svanfríðar, þegar hún dregur andann djúpt og sækir í sig veðrið. Hún hefir farið fáklædd að heiman og nú kóln- ar henni í miðnætursvalanum. Hún snýr heim á leið, og hvílir sig á steininum Yra. Þá raknar upp í hugsikoti hennar einn vefur endur- minninganna. Hann er á þá Ieið, að eitt sinn sat hún þarna í heiðmyr'kurs- þoku, sem gerði 'hana loðna og gráa af úða. Hún sá ekki steinsnar frá sér, og henni varð skelkur í brjósti við þögnina og myrkrið. — Þá var hún hálfvaxin og blaut í fætur af úða- sjónum, sem var á jörðinni. Þá hljóp hún á fjárstiginn og vissi eigi réttar áttir. Ærnar voru þá horfnar inn í heiðavíðáttuna, svo að þær gátu ekki vísað veginn. Þá leit hún eftir spor- um ánna í leirgötunni, og sá á þeim, hvernig átti að stefna, að hún átti að fara í öfuga slóðina, til þess að rata heim. — Nú átti hún að stefna á sól- ina, til þess að komast heim. Heim! A morgun, að morgundeg- inum loknum átti hún að vera útilokuð frá því að geta komið heim. Henni verður kaldara en kalt við þá hugsun. Og geislar miðnætursólarinnar tindra í dögginni, sem féll af augum smala- stúlkunnar vöxnu, sem nú er orðin barn í annað sinn. — Þegar Svanfríður kemur heim að bænum, fær hún sig eigi til inngöngu. Hún er ekki syfjuð og þráir faðmlög við náttúruna. Skamt frá bænum, gannstætt Núpnum, rennur á djúp, err ekki ákafa straumhörð. Þangað 1 f
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.