Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 76
74
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Þegar heim kom, helti hún vatninu
í kagga, sem stóð í eldhúshorninu,
gekk svo rakleitt inn í baðstofu —
tveggja stafngólfa herbergi, — kotið
hafði upphafl'ega verið sjóbúð — og
sagði við mann sinn — Davíð Petu í
Brattholti, eins og Brimtangabúar al-
ment kölluðu hann, eftir að hann varð
fyrir slysinu, — að hann yrði fram-
vegis að sofa á legubekksskriflinu;
hún ætlaði að láta Bekku sofa hjá sér,
svo það færi betur um hana.
“Hvað sagði læknirinn, kona?” —
“Já, hvað sagði hann, mamma'”’
“Hann ætlar að senda þér meðöl
með bátnum til baka, lambið mitt.”
Davíð fékk ekkert svar. Hann tók
fast um hækjuna, staulaðist yfir að
ofninuim og settist þar. Hann var
orðinn því vanur, að hlýða at'huga-
semdalaust, eftir að hann varð fyrir
sly^’nu. Það hafði dottið ofan á hann
vöiL’.kassi, orðið að taka af honum
fótinn — iþann hægri — upp við
mjöðm. Þriðja slysið við “Víking”
hans Hólm — eða réttara sagt: Hal-
vorsens verzlunarinnar.
Bekka 'horfði á eftir pafoba sínum
— leit til mömmu sinnar; skildi ekkert
í þessari nýbreytni.
Davíð fór að sýsla við bókapress-
una. Hann íhafði tekið upp fyrri iðn
sína — bókband — 'begar heim kom
af s júkrahúsinu. Hólm hafði gefið
honurn hækjuna, og tuttugu og fimm
krónur í peningum, og sagt að telpan
og Petrína skvldu ætíð ganga fyrir
vinnu, meðan hann mætti ráða. Það
hafði hann sannarlega efnt. Víst hafði
honum farist heiðarlega við þau, hvað
sem hver segði; borgað spítalaskuld-
ina í bili, og verið vægur um borgun til
baka. Ef óvildarmenn verzlunarinnar
hefðu ekki verið að spýta því í Petu„
að Hólm hefði verið skyldugur til að
borga allan ko'stnaðinn, og jafnvel
einhverjar skaðabætur! — Eins og
Hólm gæti gert að því, þó það dyttí
cfan á 'hann vörukassi við uppskipun!
— En það var elcki ihægt að maéla
Petu máli, þegar hún tók eitthvað í
sig. Fólk hafði verið honum batra en
hann átti skilið. Presturinn gefið
honum fimm krónur, og kvenfélagið
“Vonarljósið” í Sandfirði fimtíu
krónur, þó — eins og frúin hafði saert
sem færði honum þær — að það hefðí
gert sér að reglu, að hiálpa aðeins
Sandfirðingum. Og læknirinn —
blessaður öðlingurinn sá! — hafðí
ekkert tekið fyrir álla sína fyrirhöfn,
nema band á fáeinar bækur. “Ekkí
vil eg verða til að setja yður á sveit-
ina,” hafði hann saf?t. Það væri fróð-
legt að vita, hvie mörg dagsvierk lækn-
arnir leggja árlega í guðskistuua! —
Fn hvað átti þetta uppátæki með
Bekku litlu að þýða, og iþví var Peta
svona áhvggiufull? Ónota geigur
læddist að Davíð, og gerði hann
skjálfhentan.
Hann ihélt áfram að handleika bóka-
pressuna. Eirðarileysi sótti á hann,
honum fanst hann ekkert geta gert,
fyr en hann vissi eitthvað ger um á-
stand Bekku Jitlu. Peta var svo ó-
venjuleua þösul og hægfæra. Lækn-
irinn hafði þó vonandi ekki búist við
langri legu?
Þegar Peta var búin að búa um,
og flytja Bekku yfir í rúm þeirra hjón-
anna, tók hún óhreinu rúmfötin í
svuntu sína, gekk fram í eldhúsið, en
kom að vörmu spori inn í gættina og
saf honum bendingu um að koma
fram.