Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 60
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGiS ÍSLENDINGA
urðsson hélt þar um stjórnvölinn, og
ef þjóðkjörinn þingmaður brást trausti
flokksins, þá átti hann oftast örðugt
með að ná kosningu aftur. Konung-
kjörni flokkurinn var líka fastur í rás-
inni, og það var fátítt að konungkjör-
inn þingmaður gæfi atkvæði á móti
því er stjórnin danska vildi vera láta.
Fyrsta dæmi þess mun hafa verið er
hinn göfugi höfðingi séra Halldór
Jónsson (iþá prestur og prófastur í
Glaumbæ, síðar á Höfi í Vopnáfirði)
stóð upp með þjóðkjörnu þingmönn-
unum á þjóðfund’num 1851, er þeir
tóku undir með Jóni Sigurðssyni og
hrópuðu: “Vér mótmælum al'lir”!
Stjórnin tók svo hart á þessari fram-
komu séra Halldórs, að hún svifti hann
ekki einungis þingmensku, heldur ætl-
aði einnig að víkja honum frá prests-
embættinu. En Monrad biskup, sem
þá var kenslumálaráðherra Dana, kom
í veg fyrir það gerræði; var sagt
hann hefði svo um mælt, að séra Hall-
dór gæti verið góður prestur þó hann
dygði ekki til að vera konungkjörinn
þingmaður. Síðar á þinginu 1886, gaf
Hállgrímur biskup Sveinsson, systur-
sonur séra Halldórs, atkvæði með
þjóðkjörnum þingmönnum í stjórnar-
skrármálinu, og var hann þá ekki skip-
aður konungkjörinn þingmaður næst.
En báðir náðu þessir menn er stjórn-
in útskúfaði, kosningu síðar sem þjóð-
kjörnir þingmenn og voru báðir sæmd-
ir þeim heiðri að vera forsetar al-
þingis. 1 ýmsum algengum efnum ætla
eg að Kristján Jónsson, sem nú er
æðsti dómari íslands veitti þeim þjóð-
kjörnu að málum, t. d. í málinu um
stofnun lagaskóla og búsetu fasta-
kauprnanna. En á því tók stjórnin ekki
ems hart, eins og ef um stjórnarskrár-
málið var að ræða, enda mun hún
fremur hafa dignað með að beita
þannig lagaðri kúgunaraðferð, er fram
í sótti, heldur en á þjóðfundinum
1851, því þá mun hún háfa ætlað að
hún gæti kyrkt í fæðingunni þessa
þjóðernis og .sjálfstæðisþrá sem vökn-
uð var á íslandi. En mist vonina um
það er fram í sótti.
Þessi flokkaskipun hélzt óbreytt öll
ráðgjafaþing’n fram að 1874, þegar
réttur þjóðarinnar var viðurkendur
þannig, að ísland væri “óaðskiljan-
legur hluti Danaveldis, með sérstökum
landsréttindum,” og þingið fékk lög-
gjafarvald, og fjárumráð. Jafnvel
mál eins og fjárkláðamáhð, sem vakti
svo miklar æsingar um nokkurn hluta
landsins, hafði engin áhrif á flokka-
skipunina né kosningar. Það var
stjórnarskrármálið sem flokkum og
kosningum réð?; þó var Jlokkurinn
þjóðkjörni nokkuð lausari í sér á því
tímabili, og greindi mjög á um bar-
áttu aðferðina í stjórnarbaráttunm, þó
allir vildu stefna að því sama; hefir sá
er þetta ritar í stuttu máli vikið að því
í ritgerð um “ísland fullvalda ríki” í
1. árg. þessa tímarits, og skal það
ekki endurtekið hér. Um ait þetta tíma-
bil var það aðallega stjórnarskrármál-
ið, baráttan um það við Dani, sem
flokkaskipun og kosningum réði, og
þe;r höfðu jafnaðarlega beZtan byr
við kosningar, sem lengst gengu í
þjóðréttindakröfunni, og bezt þóttu
fylgja stefnu Jóns Sigurðssonar. Inn-
lendu málin réðu ekki flokkaskipun
eða kosningum, þótt á því tímabili
væru ýms stórmál til meðferðar, t. d.
samgöngumál, stofnun banka, skóla-
mál o. fl.
Það var styrkur íslendinga í bar-