Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 55
ÍIERRA KARSON
“Hann hefir þá kostast innvortis?”
sagði eg.
“Nei, hann virtist heldur ekki hafa
kostast neitt innvortis. En það leið
yfir hann, og hann lá lengi í öngviti.”
“En fann hann ekki til einhvers
sársauka, þegar hann raknaði við ’”
sagði eg.
“Hann virtist engar þrautir hafa,
þegar hann raknaði við úr öngvitinu.
En hann var um tíma á eftir máttminm
en áður.”
“Þetta slys hefir þá ekki verið svo
mjög alvarlegt,” sagðj eg.
“Það er nú eftir því, sem hver vill
um það clæma,” sagði herra Carson
og hnyklaði brýrnar ofurlítið. “En
mitt álit er það, að fáir hafi orðið
fyrir svo alvarlegu slysi, sem þessi Is-
lendingur, er hrapaði í Fraserár-gilinu
haustið 1885.”
“En hvernig gat þetta slys verið svo
alvarlegt, fyrst hann meiddist ekk-
ert?” sagði eg og Ieit stórum augum
á herra Carson.
“Afleiðingar þess voru mjög alvar-
legar,” sagði herra Carson. “Þær voru
svo alvarlegar að þessi samlandi þinn
hefir enn ekki beðið þess bætur. Og
hann ganli Flanigan — verkstjórinn
— kendi sér um þetta slys, og hefir
uagað sig í handarbökin fyrir það, alt
fram á þenna dag.”
“Hratt nokkur piltinum fram af
kletta-snösinni?” spurði eg.
“Nei. Hann stóð aleinn á kletta-
stallinum, þegar hann hrapaði. Og
enginn hefir enn hina allra minstu hug-
mynd um það, af hverju hann datt
íram af brúninni. En gamli Fianigan
sór og sárt við lagði, að það hefði ver-
uð sér að kenna, og þó var hann um
53
hundrað faðma frá kletta-stallinum,
þegar pilturinn hrapaði.”
“Hefir þá þessi íslendingur verið
heilsulaus síðan?”
“Þvert á móti. Hann hefir altaf
verið stáihraustur, og var um mörg ár
málmnemi — fór til Karibou og Klon-
dyke — og stóðst allar eldraunir gull-
nemanna, án þess að verða nokkru
sinni misdægurt.”
“Hvaða tjcn beið þá pilturinn við
það, að hrapa í gilinu, fyrst hann
misti ek’ki heilsuna né meiddist á
minsta hátt?”
“Hann misti samt mikið.”
“Misti hann atvinnuna? Eða hvað'”’
“Hann misti það, seim var ennþá
dýrmætara en atvinna við járnbraut.”
“Einmitt það! ” sagði eg. “Vissu-
lega varðar mig ekkert um að vita það
og vil eg biðja þig, herra Carson, að
fyrirgefa mér, hvað eg er spurull og
forvitinn.”
“Þú þarft ekki að biðja mig fyrir-
gefningar,” sagði herra Carson. “Eg
vil út af lífinu að þú spyrjir mig sem
allra mest um þetta, því að eg sendi
eftir þér til þess að þú fengir að vita,
hvað fyrir þenna landa þinn kom. Mín
er þægðin að þú fáir rétta hugmynd
nm málið. En eg get ekki sagt þér
neitt greimlegt um það nema þú spyrj-
ir mig. — Eg hefi þegar sagt þér,
hvaða ár pilturinn kom hingað í fjöll-
in, hvað hann nefndi sig, þegar hann
kom hingað, hvað húsibóndi hans hét,
hverjir samverkamenn hans voru, hvar
hann stóð, þegar hann hrapaði, og
hvað mörg fet hann datt. Og eg hefi
tekið það fram, að hann hafi ekki
kostast neitt innvortis, né beinbrotn-
að, né manst, né orðið sár á mmsta
hátt. Og eg hefi líka staðhæft það,