Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 18

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 18
16 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFí:LAGS ÍSLENDINGA þeim, þegar þau stækka? Þær gætu sjálfsagt eins svæft krakka með því að þylja fyrir hann upp úr markaskrá, eða auglýsingar eða símfregnir úr blöðunum, en hvort áhrifin af því yrðu hin sömu, sem af fegurstu Jjóðum Jón- asar, Matthíasar, Hallgríms Pétursson- ar, það er annað mál. Það verður að vanda til þess sem þjóðinni er Jagt í munn til þess að fara með yfir barnsvöggunni. í það heiðurssæti eiga engin orð skiJið að komast, nema orð útvaldra snill- inga — og komast heldur aldrei; allur almenningur er svo skym gæddur. að hann finnur, að til þess verður ekki brúkað nema það bezta. Flestir foreldrar hugsa víst eins og Dr. Björn frá Viðfirði; hann skrifaði skömmu áður en hann dó í vísnabók ungrar dóttur sinnar: “Láttu eklci á bók þína rita nema það, sem geyma viltu gullstöfum greypt í hjartastað.” Það er óyggjandi sannleikur í vísu- helmingnum eftir Þorstein Erlingsson um uppvaxtar-ár biskupsdótturinnar í Skálholti: “Og þegar hún sat þeim hæglát hjá og hlustaði á kvæði og sögur, þeir fundu það aldrei eins og þá, hvað æskan er ljúf og fögur.” Eg gæti ekki 'hugsað mér, hvernig æska nokkurs mann gæti -orðið “ljúf og fögur,” ef sögur og Ijóð væru horf- in af vörum þjóðarinnar. Fyrir skömmu hefir ein bóndakon- an á íslandi sagt okkur frá því, hvern- ig henni varð við, þegar hún eignaðist eina nýju Ijóðabókina. Hún segir að bað hafi reyndar tafið sig dálítið, sér hafi fipast húsmóðurstörfin: “Eg brendi graut, svo brá hann lit, og bunu helti í eldinn; sem húsfrú misti eg hálft mitt vit, en — hlakkaði til á kveldin.” Sem betur fer, hefir ekki öllum ljóð- elskum konum farið eins og þessari, að þær hafi mist hálft húsmóðurvitið af lestrarfýkn. Margri konunni hefir þótt gaman að líta í bók og gengt skyldustörfunum engu ver fyrir það. En þeim hefir verið það ómetanleg glaðnmg og hressing að geta verið að hlakka til þess allan daginn að mega líta í bókina sína á kveldin, eða á sunnudaginn, eða á öðrum tómstund- um. Og þær tómstundir hafa ekki orðið arðlausar, ekki arð-litlar, sem íslenzku konurnar hafa -haft af ljóða- bókunum og sögubókunum sínum. Eg er viss um, að ekki lítið af því bezta, sem þjóðin á nú í fórum sínum, er einmitt þeim hvíldarstundum að þakka Því að auðvitað er það langmest undir konunum komið — mæðrunum —• hvort hm uppvaxandi kynslóð á nokk- ur orð “greypt gullstöfum í hjarta- stað,” eða ekki. “Eng:n kendi mér eins o-g þú,” seg- ir Matthías Jochumsson til móður sinn- ar. Hann hafði þá notið þeirrar ment- unar, sem unt var að veita á Islandi, síðan farið víða um lönd, og drukkið í sig eins og hamihleypa alt hið dýr- mætasta í bókmentum vestrænu þjóð- anna, bæði fornum og nýjum. Hann., þessi gáfaði og stórhuga sonur, kem- ur svo aftur að knjá-m móður sinnar, fullur lotningar, og segir: “Eg hefi þekt marga háa sál, eg hefi lært bækur og tungumál, og setið við lista lindir. En enginn kendi mér eins og þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.