Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 18
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFí:LAGS ÍSLENDINGA
þeim, þegar þau stækka? Þær gætu
sjálfsagt eins svæft krakka með því að
þylja fyrir hann upp úr markaskrá,
eða auglýsingar eða símfregnir úr
blöðunum, en hvort áhrifin af því yrðu
hin sömu, sem af fegurstu Jjóðum Jón-
asar, Matthíasar, Hallgríms Pétursson-
ar, það er annað mál.
Það verður að vanda til þess sem
þjóðinni er Jagt í munn til þess að fara
með yfir barnsvöggunni. í það
heiðurssæti eiga engin orð skiJið
að komast, nema orð útvaldra snill-
inga — og komast heldur aldrei;
allur almenningur er svo skym
gæddur. að hann finnur, að til þess
verður ekki brúkað nema það bezta.
Flestir foreldrar hugsa víst eins og Dr.
Björn frá Viðfirði; hann skrifaði
skömmu áður en hann dó í vísnabók
ungrar dóttur sinnar:
“Láttu eklci á bók þína rita nema það,
sem geyma viltu gullstöfum greypt
í hjartastað.”
Það er óyggjandi sannleikur í vísu-
helmingnum eftir Þorstein Erlingsson
um uppvaxtar-ár biskupsdótturinnar í
Skálholti:
“Og þegar hún sat þeim hæglát hjá
og hlustaði á kvæði og sögur,
þeir fundu það aldrei eins og þá,
hvað æskan er ljúf og fögur.”
Eg gæti ekki 'hugsað mér, hvernig
æska nokkurs mann gæti -orðið “ljúf
og fögur,” ef sögur og Ijóð væru horf-
in af vörum þjóðarinnar.
Fyrir skömmu hefir ein bóndakon-
an á íslandi sagt okkur frá því, hvern-
ig henni varð við, þegar hún eignaðist
eina nýju Ijóðabókina. Hún segir að
bað hafi reyndar tafið sig dálítið, sér
hafi fipast húsmóðurstörfin:
“Eg brendi graut, svo brá hann lit,
og bunu helti í eldinn;
sem húsfrú misti eg hálft mitt vit,
en — hlakkaði til á kveldin.”
Sem betur fer, hefir ekki öllum ljóð-
elskum konum farið eins og þessari,
að þær hafi mist hálft húsmóðurvitið
af lestrarfýkn. Margri konunni hefir
þótt gaman að líta í bók og gengt
skyldustörfunum engu ver fyrir það.
En þeim hefir verið það ómetanleg
glaðnmg og hressing að geta verið að
hlakka til þess allan daginn að mega
líta í bókina sína á kveldin, eða á
sunnudaginn, eða á öðrum tómstund-
um. Og þær tómstundir hafa ekki
orðið arðlausar, ekki arð-litlar, sem
íslenzku konurnar hafa -haft af ljóða-
bókunum og sögubókunum sínum. Eg
er viss um, að ekki lítið af því bezta,
sem þjóðin á nú í fórum sínum, er
einmitt þeim hvíldarstundum að þakka
Því að auðvitað er það langmest undir
konunum komið — mæðrunum —•
hvort hm uppvaxandi kynslóð á nokk-
ur orð “greypt gullstöfum í hjarta-
stað,” eða ekki.
“Eng:n kendi mér eins o-g þú,” seg-
ir Matthías Jochumsson til móður sinn-
ar. Hann hafði þá notið þeirrar ment-
unar, sem unt var að veita á Islandi,
síðan farið víða um lönd, og drukkið
í sig eins og hamihleypa alt hið dýr-
mætasta í bókmentum vestrænu þjóð-
anna, bæði fornum og nýjum. Hann.,
þessi gáfaði og stórhuga sonur, kem-
ur svo aftur að knjá-m móður sinnar,
fullur lotningar, og segir:
“Eg hefi þekt marga háa sál,
eg hefi lært bækur og tungumál,
og setið við lista lindir.
En enginn kendi mér eins og þú